Viðskipti erlent

Barclays greiðir 57 milljarða króna í sekt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bob Diamond, forstjóri Barclays, er búinn að afsala sér bónusnum sínum.
Bob Diamond, forstjóri Barclays, er búinn að afsala sér bónusnum sínum. mynd/ afp.
Barclays bankinn mun greiða 290 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 57 milljarða íslenskra króna, í sekt fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á stýrivexti með markaðsmisnotkun. Það eru bresk og bandarísk yfirvöld sem leggja sektina á og segja þau að brotið sé alvarlegt og útbreitt. Umræddir bankavextir hafa áhrif á kostnað við lántöku einstaklinga, eins og húsnæðislán. Bob Diamond, forstjóri Barclays, og þrír aðrir stjórnendur bankans hafa afsalað sér launabónusum sínum í ár vegna þessa.

Frétt BBC af málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×