Viðskipti erlent

Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum

Magnús Halldórsson skrifar
Fjárfestar hafa brugðist einkar vel við fréttum af fundi leiðtoga Evrópusambandsins (ESB), sem nú fer fram í Brussell, og er þar einkum horft til ákvarðana um að björgunarsjóður ESB fái heimildir til þess að endurfjármagna bankakerfi allra landa innan ESB, ef í óefni er komið.

DAX vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 4,15 prósent í dag, FTSE vísitalan um 1,88 prósent og Nasdaq vísitalan bandaríska um 2,36 prósent.

Hér á landi hefur vísitalan hækkað um 1,46 prósent. Gengi bréfa í Högum hefur hækkað um 1,1 prósent og er nú 18,35. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað um 0,15 prósent er nú 6,64. Gengi bréfa í Marel hefur hækkað um 1,68 prósent og er nú 151 og gengi bréfa í Össuri hefur hækkað um 1,9 prósent og er nú 215.

Sjá má ítarlegri markaðsupplýsingar um íslenska markaðinn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×