Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað nokkuð í morgun eða um tæpt prósent hjá bæði Brent olíunni og bandarísku léttolíunni.

Tunnan af Brent olíunni er komin í rúma 99 dollara. Fyrir rúmri viku var tunnan af Brent olíunni komin niður í 90 dollara og hefur því hækkað um 10% frá þeim tíma.

Á vefsíðunni forexpros segir að hækkanir á olíuverðinu nú skýrist einkum af niðurstöðum leiðtogafundar Evrópusambandsins í síðustu viku sem og áhyggjum fjárfesta af því að spennan í samskiptum Íran og Vesturveldanna fer nú aftur vaxandi.

Þá hafa truflanir á olíuframleiðslu Norðmanna vegna verkfalla í olíuiðnaðinum þarlendis einnig haft áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×