Viðskipti erlent

Air Finland gjaldþrota

Air Finland.
Air Finland.
Flugfélagið Air Finland er gjaldþrota. Erlendir fréttamiðlar greina frá því að stutta tilkynningu væri að finna á heimasíðu félagsins sem birtist í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2002 og var með höfuðstöðvar í Helsinki.

Á heimasíðunni Alltumflug.is er greint frá því að í yfirlýsingunni á vefsíðu þess harmar félagið endalok félagsins og þann skaða og óþægindi sem farþegar verða fyrir, en enn hefur ekkert komið fram hvort að þeir sem áttu bókað með félaginu fái endurgreitt.

Talið er að alls 1.000 farþegar séu erlendis sem eiga bókað flug heim með Air Finland en félagið flaug meðal annars til Kýpur, Grikklands, Spánar, Tyrklands og til Dubai. Air Finland er fjórða flugfélagið í Evrópu sem hættir starfsemi sinni á þessu ári og það þriðja sem verður gjaldþrota. Þann 28. janúar hætti Spanair starfsemi sinni, Malev varð gjaldþorta 3. febrúar og Cimber Sterling lagði niður reksturinn þann 3. maí.

Finnair, ríkisflugfélag Finlands, hefur lýst því yfir að verið sé að athuga með að koma farþegum Air Finland til síns heima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×