Sport

Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum

Austurríski framherjinn Marko Arnautovic er genginn til liðs við Rauðu stjörnuna frá Belgrad í Serbíu og einn af hans fyrstu leikjum fyrir félagið gæti orðið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Fótbolti

„Við erum ekki á góðum stað“

Arnar Grétarsson á ærið verkefni fyrir höndum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann er ráðinn til að forða liðinu frá fallsvæðinu og segir verkefnið spennandi, en á sama tíma krefjandi.

Íslenski boltinn

„Ég líki þessu svo­lítið við Blikana“

Ísak Snær Þorvaldsson vildi ekki koma aftur til Íslands og fór á láni til danska félagsins Lyngby, frá Rosenborg í Noregi. Hann fer vel af stað með nýju liði, skoraði í fyrsta leiknum og segir uppleggið henta sér vel, það minni svolítið á Breiðablik.

Fótbolti

„Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“

Georgia Stanway, miðjumaður Bayern München og ríkjandi Evrópumeistara Englands, er meira en klár í undanúrslitaleikinn gegn Ítalíu annað kvöld, þriðjudag. Hún segir liðið standa þétt bakvið Jess Carter sem hefur mátt þola algjöran viðbjóð á samfélagsmiðlum eftir nauman sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum.

Fótbolti

Íþrótta­maður HK til liðs við ÍA

Birnir Breki Burknason hefur gengið til liðs við ÍA í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann kemur frá HK sem leikur í Lengjudeildinni. Hann var valinn íþróttamaður félagsins eftir frammistöðu sína á síðasta ári.

Íslenski boltinn

Frá Skaga­firði á Akra­nes

Nýliðar ÍA í Bónus deild karla í körfubolta eru að safna liði, bæði innan vallar sem utan, fyrir komandi verkefni. Friðrik Hrafn Jóhannsson hefur samið við Skagamenn og mun vera hluti af þjálfarateymi félagsins á komandi leiktíð.

Körfubolti

Líkja yfir­burðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta

Margir af bestu kylfingum heims hafa óskað Scottie Scheffler til hamingju með sigurinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Sumir ganga það langt að líkja yfirburðum Schefflers síðustu mánuði við það sem Tiger Woods gerði þegar hann var upp á sitt besta.

Golf

Ó­skiljan­legur miði Vestra vekur at­hygli

Vestri heimsótti Breiðablik í fimmtándu umferð Bestu-deildar karla á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu 1-0 sigur. Það voru þó ekki úrslit leiksins sem vöktu helst athygli sérfræðinga Stúkunnar.

Fótbolti