Sport

Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð
Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur verið hreinlega fyrirmunað að koma boltanum í netið á nýju ári. Höjlund byrjaði á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið en tókst ekki að skora.

Cadillac verður með lið í formúlu 1
Formúla 1 hefur staðfest að Cadillac verði ellefta liðið í heimsmeistarakeppni formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu.

Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur
Kristinn Óskarsson er ekki bara einn besti körfuboltadómari Íslands því hann er einnig einn sá leikreyndasti. Hann hefur sterka skoðun á nýrri tillögu fyrir komandi ársþing Körfuknattleikssambands Íslands.

Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl
Knattspyrnusamband Ísland hefur staðfest hvar leikir A landsliðs kvenna í fótbolta fara fram í næsta mánuði en Ísland á tvo heimaleiki í Þjóðadeild UEFA í apríl.

Arnar Davíð mætir heitasta keilara heims
Arnar Davíð Jónsson er staddur núna í Reno í Bandaríkjunu, að keppa á einu erfiðasta móti heims, World Series of Bowling. Þetta er eitt stærsta mótið í Bandaríkjunum og stendur það í í rúmar þrjár vikur.

Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta
Liam Roberts, markvörður enska B-deildarliðsins Millwall, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann fyrir brotið grófa á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, í bikarleik liðanna um síðustu helgi.

Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United
Jamie Carragher gefur Ruben Amorim ekki háa einkunn fyrir frammistöðu hans í starfi knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir að ekki einn leikmaður hafi bætt sig undir stjórn Amorims.

Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers
Flest gengur Los Angeles Lakers í hag eftir að Luka Doncic gekk í raðir liðsins. Í nótt vann Lakers áttunda sigurinn í röð þegar New York Knicks kom í heimsókn. Lokatölur 113-109, Lakers í vil.

Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn
Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er gengin í raðir Víkings sem þar með verður sjöunda íslenska félagið sem hún spilar fyrir. Víkingar eru í skýjunum enda Þórdís reynslumikill og öflugur leikmaður sem unnið hefur titla með þremur þessara liða.

Hætti sem landsliðsþjálfari eftir spurningar um kókaínbrot
Hinn 36 ára gamli Tobias Bergman er hættur sem landsliðsþjálfari karla- og kvennalandsliða Svíþjóðar í borðtennis, vegna dóms fyrir fíkniefnabrot frá árinu 2023.

Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni
Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Wroten aftur synjað um dvalarleyfi
Ekkert verður af því að bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem spilaði 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, leiki með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Útlendingastofnun synjaði umsókn hans um dvalarleyfi.

Tæpur einn og hálfur milljarður í boði fyrir upplýsingar um Ólympíufara
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, bætti á þriðjudaginn hinum 43 ára Kanadamanni, Ryan Wedding, á listann yfir tíu eftirlýstustu glæpamennina. Wedding keppti á Vetrarólympíuleikunum 2002 en fetaði síðan glæpabrautina.

Ólympíumeistari í taekwondo ætlar að verða heimsmeistari í boxi
Jade Jones, tvöfaldur Ólympíumeistari í taekwondo, hefur ákveðið að venda kvæði sínu í kross og er byrjuð að æfa hnefaleika.

Tveir níu pílna leikir á sama kvöldinu
Svokallaðir níu pílna leikir sjást ekki oft en að tveir slíkir komi á sama kvöldinu er afar sjaldgæft. En það gerðist á fimmta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílu í gær.

Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Mason Greenwood hafi ákveðið að skipta um landslið og spila fyrir Jamaíku. Eini landsleikur hans fyrir England var því í Íslandsförinni frægu í september 2020.

Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður
Sandra Erlingsdóttir gæti verið á heimleið til Íslands í sumar nú þegar ljóst er að hún yfirgefur þýska handknattleiksfélagið Metzingen eftir tímabilið.

Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku
Handboltamaðurinn Jóhannes Berg Andrason gengur í raðir Team Tvis Holstebro í Danmörku frá FH í sumar.

Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad
Orri Steinn Óskarsson átti heldur betur líflega innkomu í leik Real Sociedad og Manchester United sem í gærkvöld gerðu 1-1 jafntefli í fyrri hluta einvígis síns í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Helstu atvik úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Ekki hættur í þjálfun
Gunnar Magnússon lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Hann segir menn þurfa að vita sinn tíma sem þjálfari hjá hverju liði. Hann er ekki hættur alfarið í þjálfun.

Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“
Besti leikmaður Olís deildar kvenna undanfarin ár, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaralið í Svíþjóð. Til mikils er ætlast af henni þar en verki Elínar hjá Haukum er þó ekki lokið.

Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning
Leikmenn geta farið frítt frá félögum renni samningur þeirra út og það eru nokkuð margir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í þeirri stöðu í sumar.

Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi
Jose Mourinho horfði upp á sína menn í Fenerbahce steinliggja 3-1 á heimavelli á móti Rangers í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot
Harvey Elliott var hetja Liverpool í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en þessi ungi leikmaður hefur ekki fengið mikið að spila hjá Arne Slot á þessu tímabili.

Dagskráin: Körfuboltakvöld og tveir stórleikir i Bónus deildinni
Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti
Jonathan Klinsmann, sonur hins eina sanna Jürgens, þakkaði boltastrák sérstaklega fyrir hjálpina í leik á dögunum.

Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“
Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld.

Neuer meiddist við að fagna marki
Það var ekki eintóm gleði hjá Bayern München í gær þrátt fyrir 3-0 sigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum
Tindastóll steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Bónus deild karla í körfubolta og gerði leið Keflvíkinga að úrslitakeppninni enn grýttari með stórsigri í leik liðanna í Síkinu í kvöld.

Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna
Sex síðustu mínúturnar í vináttulandsleik Svía og Rúmeníu í handbolta kvenna í kvöld voru ekki spilaðar. Leik var hætt eftir að tveir leikmenn rúmenska liðsins rákust illa saman.