Sport

Cantona hefði getað spilað fyrir Liverpool

Graeme Souness var knattspyrnustjóri Liverpool þegar Eric Cantona kom inn í ensku úrvalsdeildina. Það er honum að kenna að Cantona spilaði ekki fyrir Liverpool heldur fór frekar í Leeds. Cantona átti síðan risastóran þátt í velgengni Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar.

Enski boltinn

Tuchel tábraut sig rétt fyrir leik

Thomas Tuchel stýrði Bayern München inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Lazio í seinni leik liðanna. Bayern tapaði fyrri leiknum og sýndi allt annan og betri leik í gærkvöldi.

Fótbolti

Andaði léttar er mar­traðar­riðill þaut hjá

Ís­lenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta var í pottinum þegar dregið var í undan­keppni EM 2025 í fót­bolta í gær. Lands­liðs­þjálfarinn andaði léttar eftir að Ís­land slapp við sann­kallaðan mar­traðar­riðil. Átt­faldir Evrópu­meistarar bíða þó Stelpnanna okkar.

Fótbolti

Lög­skipaður gamlingja­aldur kylfinga er 73 ára

Talsverð umræða hefur farið fram um það í þjóðfélaginu hvort færa eigi ellilífeyrisaldurinn upp í 70 ára, úr 67. Nú er spurt er hvort golfklúbbar landsins hafi tekið fram úr hinu opinbera með að hækka rána. Því þar teljast þeir gömlu vera 73 ára og eldri.

Sport

„Fullt af hlutum sem ég get bætt“

Ferill hins 23 ára gamla Erlings Braut Håland hefur verið draumi líkastur til þessa en framherjinn öflugi vann þrennuna með Manchester City á síðustu leiktíð. Hann segist þó enn eiga fullt ólært og geti enn bætt sig.

Fótbolti

Stór­leikur Óðins Þórs dugði skammt

Kadetten Schaffhausen mátti þola þriggja marka tap gegn Vojvodina í Evrópudeild karla í handbolta. Lokatölur 24-21 en Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þriðjung marka sinna manna í kvöld.

Handbolti

Mbappé skaut París í átta liða úr­slit

París Saint-Germain er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 útisigur á Real Sociedad. Eftir 2-0 sigur í fyrri leikinn í París voru gestir kvöldsins í mjög svo góðum málum þegar leikar hófust í San Sebastian á Spáni.

Fótbolti

For­setinn reyndi að koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas

Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA - Alþjóða akstursíþróttasambandsins, er til rannsóknar vegna meintrar tilraunar til að eiga við úrslit í Formúlu 1 á dögunum. Hefur forsetinn nú verið ásakaður um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Las Vegas undir lok síðasta tímabils.

Formúla 1

Bannið stytt og ferillinn ekki á enda eftir allt saman

Simona Halep var undir lok síðasta árs dæmd í fjögurra ára keppnisbann en hún hafði á ferli sínum unnið tvö risamót í tennis, þar á meðal Wimbledon árð 2019. Refsing hennar hefur nú verið stytt af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum, niður í aðeins níu mánuði.

Sport

Tekur við fé­lagi í níunda sinn

Ítalinn Nicolo Napoli hefur verið ráðinn þjálfari U Craiova í Rúmeníu innan við ári eftir að hafa verið rekinn. Þetta er í níunda skipti, fyrst 2003, sem hann tekur við þjálfun félagsins en sjaldnast hefur hann enst í meira en tólf mánuði í senn.

Fótbolti

Dagur kom á ó­vart og sleppti stór­stjörnu

Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum.

Handbolti