Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2025 07:00 Hilmar Smári Henningsson var hress og kátur þegar hann hitti blaðamenn í gær. Vísir/Hulda Margrét „Leiðtogarnir í þessu liði sögðu okkur það að við hefðum ekki mikinn tíma til að svekkja okkur. Við vorum svekktir í rútunni en svo var það búið. Þegar við komum upp á hótel lögðum við það til hliðar og einbeittum okkur að næsta hlut,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður körfuboltalandsliðsins, um tap fyrir Ísrael á EM í gær. Öll einbeiting sé á næsta leik við Belgíu. Hilmar þreytti frumraun sína á stórmóti í gær og biðin hefur verið mikil eftir þessu augnabliki. Hann segir það hafa verið einstakt að fá að spila á þessu sviði með yfir þúsund Íslendinga í stúkunni, þar á meðal fjölskyldu sína. Klippa: Hilmar Smári þakklátur og tekur sínu hlutverki „Þetta var gjörsamlega sturlað. Það var ekkert rosalega langt í tárin þegar þjóðsöngurinn var kominn í gang og maður heyrði Íslendingana taka undir. Þetta er svo fallegt, að sjá alla þessa Íslendinga koma út og styðja við bakið á okkur,“ „Þetta er einstakt og við erum fáránlega þakklátir fyrir það. Við getum ekki beðið eftir því að gefa þeim sigur á þessu móti,“ segir Hilmar Smári. Frábær frammistaða Hilmar Smári sat á bekknum nánast allan leikinn en fékk tækifæri þegar öllu byrjunarliði Íslands var skipt af velli undir lokin. Seinustu mínútur voru svokallaður ruslatími þar sem ljóst var að Ísrael myndi vinna leikinn og mörgum skipt út af. Hilmar var hins vegar nærri því að koma spennu í leikinn og stóð sig frábærlega þær mínútur sem hann spilaði. Munurinn varð að endingu tólf stig en hefði hæglega getað verið meiri ef Hilmars hefði ekki notið við. Hann kveðst hafa liðið vel á vellinum. „Ég er reyni alltaf að vera eins stemmdur og tilbúinn og ég get og taka af skarið þegar tækifærið gefst. Ég fékk tækifærið undir lokin í gær og ég greip það og skaut nokkur skot. Ég hef gert það nokkrum sinnum og mun halda áfram að gera það. Það er ekki lýsandi fyrir mig að vera ragur eða hræddur. Ég veit að þeir treysta mér fyrir því að gera það sem ég geri vel,“ segir Hilmar. En ertu ósáttur við að hafa ekki fengið tækifærið fyrr í leiknum? „Nei, nei. Þetta er hlutverkið mitt eins og er. Það er væntanlega einhver ástæða fyrir því að ég kem ekki inn á. Þjálfararnir, Baldur, Craig og Viðar, ég hef fulla trú á þeim. Ef ég er best geymdur á bekknum í einhverjum leikjum, þá er það bara þannig, ég treysti því fullkomnlega. Ef það eru not fyrir mig í öðrum leik þá treysti ég því líka. Þeir trúa á mig sem leikmann og þegar ég kem inn á er einhver ástæða fyrir því. Auðvitað vill maður spila meira en við viljum líka vinna og ef þetta er leiðin til að vinna styð ég það.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. 29. ágúst 2025 12:30 Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02 EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Hilmar þreytti frumraun sína á stórmóti í gær og biðin hefur verið mikil eftir þessu augnabliki. Hann segir það hafa verið einstakt að fá að spila á þessu sviði með yfir þúsund Íslendinga í stúkunni, þar á meðal fjölskyldu sína. Klippa: Hilmar Smári þakklátur og tekur sínu hlutverki „Þetta var gjörsamlega sturlað. Það var ekkert rosalega langt í tárin þegar þjóðsöngurinn var kominn í gang og maður heyrði Íslendingana taka undir. Þetta er svo fallegt, að sjá alla þessa Íslendinga koma út og styðja við bakið á okkur,“ „Þetta er einstakt og við erum fáránlega þakklátir fyrir það. Við getum ekki beðið eftir því að gefa þeim sigur á þessu móti,“ segir Hilmar Smári. Frábær frammistaða Hilmar Smári sat á bekknum nánast allan leikinn en fékk tækifæri þegar öllu byrjunarliði Íslands var skipt af velli undir lokin. Seinustu mínútur voru svokallaður ruslatími þar sem ljóst var að Ísrael myndi vinna leikinn og mörgum skipt út af. Hilmar var hins vegar nærri því að koma spennu í leikinn og stóð sig frábærlega þær mínútur sem hann spilaði. Munurinn varð að endingu tólf stig en hefði hæglega getað verið meiri ef Hilmars hefði ekki notið við. Hann kveðst hafa liðið vel á vellinum. „Ég er reyni alltaf að vera eins stemmdur og tilbúinn og ég get og taka af skarið þegar tækifærið gefst. Ég fékk tækifærið undir lokin í gær og ég greip það og skaut nokkur skot. Ég hef gert það nokkrum sinnum og mun halda áfram að gera það. Það er ekki lýsandi fyrir mig að vera ragur eða hræddur. Ég veit að þeir treysta mér fyrir því að gera það sem ég geri vel,“ segir Hilmar. En ertu ósáttur við að hafa ekki fengið tækifærið fyrr í leiknum? „Nei, nei. Þetta er hlutverkið mitt eins og er. Það er væntanlega einhver ástæða fyrir því að ég kem ekki inn á. Þjálfararnir, Baldur, Craig og Viðar, ég hef fulla trú á þeim. Ef ég er best geymdur á bekknum í einhverjum leikjum, þá er það bara þannig, ég treysti því fullkomnlega. Ef það eru not fyrir mig í öðrum leik þá treysti ég því líka. Þeir trúa á mig sem leikmann og þegar ég kem inn á er einhver ástæða fyrir því. Auðvitað vill maður spila meira en við viljum líka vinna og ef þetta er leiðin til að vinna styð ég það.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. 29. ágúst 2025 12:30 Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02 EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. 29. ágúst 2025 12:30
Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02
EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22