Sport

„Luka, vertu fokking þú sjálfur“

LeBron James var með ansi skýr skilaboð til Luka Doncic þegar leikmenn LA Lakers hópuðust saman í hring rétt fyrir fyrsta leik Slóvenans magnaða, eftir ein stærstu leikmannaskipti sögunnar í NBA-deildinni í körfubolta.

Körfubolti

Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum

Elvar Már Friðriksson setti nýtt met í grísku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar hann gaf sautján stoðsendingar í leik Maroussi liðsins í gærkvöldi. Engum hefur áður tekist að gefa svo margar stoðsendingar í einum leik í 33 ára sögu deildarinnar.

Körfubolti

Feyenoord rak eftir­mann Arne Slot

Feyenoord er aftur í þjálfaraleit alveg eins og síðasta sumar þegar liðið sá á eftir Arne Slot til Liverpool. Eftirmaður Slot entist bara í rúma sjö mánuði.

Fótbolti

„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“

Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni.

Körfubolti

Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM

Bandaríska skíðadrottningin Mikaela Shiffrin segist vera að glíma við áfallastreituröskun (e. PTSD) eftir slysið í nóvember. Hún treysti sér því ekki til þess að reyna að verja heimsmeistaratitil sinn í stórsvigi á HM í Austurríki.

Sport

Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur

Alessandro Nes­ta hefur verið ráðinn þjálfari ítalska úr­vals­deildar­félagsins Monza. Það sem gerir ráðninguna áhuga­verða er sú stað­reynd að fyrir sjö vikum síðan var hann rekinn úr þessari stöðu.

Fótbolti