Skoðun

Um mennsku og sam­fé­lag

Bolli Pétur Bollason skrifar

Samfélag verður til við gagnkvæm samskipti og lifandi tengsl fólks. Það er víst ekki nýr sannleikur. Mikið hefur verið rætt um líf eða dauða slíkra samskipta með tilkomu ríkjandi tölvu- og snjallsímavæðingar. Það er eitt en síðan má sömuleiðis fjalla um einstaklingshyggju í því sambandi sem virðist vera valdur að vaxandi einsemd og einmanaleika í nútímanum.

Skoðun

Sárs­auka­full vaxtar­mörk

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Verðbólgan er að hjaðna. Án húsnæðisliðar er verðbólgan 3,6% en með húsnæði 6%. Þegar verð á húsnæði drífur áfram verðbólguna, og þar af leiðandi vextina, er ekki að undra að margir leggi orð í belg og beri á borð ýmsar misgóðar lausnir.

Skoðun

Skyn­semi Mið­flokksins

Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Ég horfði á Silfrið í gær þar sem Anton Sveinn McKeey nýr formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi valið Miðflokkinn væri að það væri almennilegur hægri flokkur sem aðhylltist skynsemishyggju.

Skoðun

Tölum ís­lensku

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða.

Skoðun

Er Mið­flokkurinn fyrir ungt fólk?

Anton Sveinn McKee skrifar

Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu.

Skoðun

Svarar ekki kostnaði að bjarga sjálfum sér

Kári Helgason skrifar

Þegar þetta er skrifað hafa 34 deilt færslu Viðskiptaráðs sem ber fyrirsögnina “Tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif” og fjallar um umsögn ráðsins um uppfærða aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.

Skoðun

Um orku­skort, auð­lindir og endur­vinnslu

Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Síðustu daga hefur eitt og annað verið ritað á vefmiðla gegn yfirvofandi orkuskorti í landinu. Þar eru færð ýmis rök fyrir því að orkuskortur sé ástæðulaus áróður og Íslendingar séu „orkusóðar“

Skoðun

Er padda í vaskinum?

Vilborg Gunnarsdóttir skrifar

Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera?

Skoðun

Rann­sökum og ræðum mennta­kerfið

Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Í skólum landsins endurspeglast styrkleikar jafnt sem veikleikar íslensks samfélags. Það eru blikur á lofti í íslensku menntakerfi, og margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála. Mikilvægt er að greina sóknarfærin, fjalla opinskátt um bæði kosti og galla kerfisins – og gæta þess að henda ekki barninu út með baðvatninu.

Skoðun

Kæra sig ekki um evruna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Meira en fjórðungur ríkja Evrópusambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að ríkin séu öll fyrir utan eitt lagalega skuldbundin til þess. Í meirihluta tilfella vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi áherzlu hérlendra Evrópusambandsinna á inngöngu í sambandið, einkum og sér í lagi til þess að geta tekið upp evruna, að ríki sem þegar eru innan þess kæri sig ekki um hana.

Skoðun

Horfið á mögu­leikana í sam­fé­lags­legri á­byrgð

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Nú þegar stór fyrirtæki eru að taka lóðir upp á Hólmsheiði, í næsta nágrenni við eitt af fangelsum landsins, opnast nýjar dyr fyrir samfélagslega ábyrgð og eflingu vinnumarkaðarins. Þetta gæti orðið tilvalið tækifæri til að skapa störf fyrir þá fanga sem nú eyða mánuðum eða árum saman á takmörkuðu svæði, oft án raunverulegra tækifæra til að vinna og þróast.

Skoðun

Aftur til for­tíðar

Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Íslenskur sjávarútvegur hefur náð markverðum árangri í að draga úr kolefnisfótspori sínu á undanförnum áratugum. Margir samverkandi þættir skýra þann árangur en einn sá stærsti er raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja.

Skoðun

Að kjarna orku þjóðar

Ísak Einar Rúnarsson skrifar

Stuttu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 varð ljóst að orkumál í Evrópu stóðu höllum fæti. Þjóðverjar höfðu til að mynda sett sífellt fleiri egg í körfu Rússlands með sívaxandi innflutningi á gasi úr austri.

Skoðun

Orð­ræða seðla­banka­stjóra veldur mér á­hyggjum

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Ég hefði talið að það væri öllum ljóst að þörf væri á frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis um allt land. Þetta sýna auðvitað allar tölur, með sterku ákalli frá verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um að greina stöðuna á húsnæðismarkaði mjög markvisst.

Skoðun

Flogið á milli landa á endur­nýjan­legri orku: Draum­sýn eða Raun­veru­leiki?

Gnýr Guðmundsson skrifar

Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta.

Skoðun

Það er verið að hafa okkur að fíflum.

Davíð Bergmann skrifar

Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman.

Skoðun

Út­boð á Fjarðarheiðargöngum

Hildur Þórisdóttir skrifar

Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði.

Skoðun

Hvert á að fara með ís­lenskt þjóð­fé­lag?

Reynir Böðvarsson skrifar

Miðflokkurinn er furðulegt fyrirbæri. Vill minnstu mögulegu umsvif ríkisins í þjóðarbúskapnum eins og Nýfrjálshyggjan, með eindæmum þjóðernissinnaður, íhaldssamur og einangrunarsinnaður eins og sumir flokkar voru á fjórða og inn á fimmta áratug síðustu aldar og svo er hann með eigin heimatilbúna rökhyggju sem virðist byggja á hliðar staðreyndum (alternativ facts) svipað og Trump. Lýðskrum er þó fremsti eiginleiki flokksins þar sem allt er gert til þess að ná aftur völdum, ekki fyrir almannahag heldur fyrir eigin ávinning og vina. Það er ekkert ólíklegt að Miðflokknum takist að haga málum svo, með hjálp kjósenda og lýðskrums náttúrulega, að þeir jafnvel komist í ráðherrastóla eftir næstu kosningar. Ég held að ég sé ekki einn um þá hugsun að finnast það hræðilegt.

Skoðun

Svikin lof­orð gagn­vart börnum?

Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar

Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins.

Skoðun

Að búa til steind getur haft skelfi­legar af­leiðingar!

Elínrós Erlingsdóttir skrifar

Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið “Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum.

Skoðun

Hvar eru sál­fræðingarnir?

Pétur Maack Þorsteinsson skrifar

Geðheilbrigðismál og niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á fundi Alþingis þann 24. september.

Skoðun

Ís­lenska er ekki eina málið

Lilja Magnúsdóttir skrifar

Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið.

Skoðun

Hvar er grunn­skólinn?

Kristján Hrafn Guðmundsson skrifar

Á hvaða leið hefur íslenski grunnskólinn verið undanfarin ár? er í raun spurningin sem fyrirsögnin að ofan felur í sér. Og þá um leið: hvert ætlar hann?

Skoðun

Um bókun 35, EES samninginn, Evrópu­sam­bandið og Bret­land

Jón Frímann Jónsson skrifar

Núna eru andstæðingar ESB og EES samningins og EFTA komnir með nýtt mál til að æsa sig yfir. Þetta er bókun 35 eins og málið er kallað. Þetta uppþot hjá andstæðingum ESB er og verður aldrei neitt annað tóm tunna sem glymur hátt í. Þarna er ekkert að hafa.

Skoðun

Hús­næði fyrir fólk, ekki fjár­festa

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun.

Skoðun