Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar 20. janúar 2026 08:15 Ég er mikill talsmaður fjölbreyttra ferðamáta. Ég á bíl. Ég hjóla. Ég labba. Stundum hleyp ég um borgina mér til heilsubótar. Og ég elska að ferðast með strætó. Öflugar almenningssamgöngur skipta lykilmáli í borg sem vill bjóða upp á raunverulegt frelsi í samgöngum. Að geta labbað út á næsta götuhorn og taka næsta vagn sem flytur mann á áfangastað án þess að þurfa mikið að velta hlutunum fyrir sér er í raun ótrúlega frelsandi upplifun. Og að jafna aðgengi allra borgarbúa að ólíkum hlutum borgarinnar óháð því hvar fólk er búsett eða þeirra efnahag er um leið mjög sterk aðgerð í þágu jafnaðar. Að ferðast um borgina með öðru fólki finnst mér líka ótrúlega gaman. Að fylgjast með fólki í ólíkum erindagjörðum koma inn eða stíga út á ólíkum stöðum gefur manni sterka tilfinningu fyrir því að fegurðin í mannlífinu er einmitt fjölbreytnin. Svo er auðvitað miklu skemmtilegra að rekast á gamlan kunningja eða vin í strætó en þegar maður situr á bakvið stýrið fastur í umferðinni. Það getur reyndar verið þrúgandi ef þið hafið ekkert til að tala um en þá er alltaf gott trix að ræða úrslitin í leikjum helgarinnar í enska boltanum. Ég nota strætó mjög misjafnt eftir árstímum. Skemmtilegast finnst mér að hjóla í vinnuna en ég einfaldlega nenni því ekki þegar það er úrhelli eða leiðindaveður. Mér finnst því gott að geta reitt mig á strætó á veturna í mesta kuldanum og myrkrinu. En auðvitað keyri ég alveg stundum í vinnuna þegar sá gállinn er á mér. Ég sé það heldur ekki fyrir mér að við fjölskyldan munum losa okkur við okkar kæra fjölskyldubíl í náinni framtíð. En ég er þakklátur fyrir að þurfa ekki að reiða mig að öllu leiti á bílasamgöngur og í raun væri ég mjög til í að ég væri frjálsari í vali mínu til að nota bílinn minna en ég geri í dag. Miðað við ferðavenjukannanir síðustu ára á það reyndar við um stóran hluta borgarbúa. Ég átta mig á því að strætókerfi Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins er ekki fullkomið eins og það er í dag. Það mun jafnvel aldrei ná því að henta öllum borgarbúum fullkomlega, sama hversu miklu væri til kostað. Þess vegna þurfum við einmitt fjölbreytta ferðamáta. Því fólk er fjölbreytt og ferðanotkun hvers og eins er fjölbreytt. En það má ekki gleyma að strætókerfið í dag hentar mjög mörgum borgarbúum mjög vel og það eru þúsundir þeirra sem reiða sig á það með einum eða öðrum hætti í hverjum degi. Í mínum huga er því alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að fjárfesta í almenningssamgöngum af krafti. Ég vil meiri strætó og meiri Borgarlínu hraðar. Ég vil tíðari ferðir og meiri forgang í umferðinni. Það tvennt er lykilatriði til að tryggja meiri áreiðanleika sem er forsenda þess að fólk treysti kerfinu. Ég vil að börn og ungmenni yngri en 16 ára fái frítt í strætó. Ég vil að strætó og Borgarlínan verði fyrsti kostur sem flestra en ekki síðasta úrræði. Strætó á að vera besta leiðin. Það er fjárfesting í betri, einfaldari og frjálsari hversdegi í borginni fyrir okkur öll. Þess vegna segi ég það hátt og skýrt: ,,Ég elska strætó!” Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi og býður sig fram í 3-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 24. janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Strætó Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er mikill talsmaður fjölbreyttra ferðamáta. Ég á bíl. Ég hjóla. Ég labba. Stundum hleyp ég um borgina mér til heilsubótar. Og ég elska að ferðast með strætó. Öflugar almenningssamgöngur skipta lykilmáli í borg sem vill bjóða upp á raunverulegt frelsi í samgöngum. Að geta labbað út á næsta götuhorn og taka næsta vagn sem flytur mann á áfangastað án þess að þurfa mikið að velta hlutunum fyrir sér er í raun ótrúlega frelsandi upplifun. Og að jafna aðgengi allra borgarbúa að ólíkum hlutum borgarinnar óháð því hvar fólk er búsett eða þeirra efnahag er um leið mjög sterk aðgerð í þágu jafnaðar. Að ferðast um borgina með öðru fólki finnst mér líka ótrúlega gaman. Að fylgjast með fólki í ólíkum erindagjörðum koma inn eða stíga út á ólíkum stöðum gefur manni sterka tilfinningu fyrir því að fegurðin í mannlífinu er einmitt fjölbreytnin. Svo er auðvitað miklu skemmtilegra að rekast á gamlan kunningja eða vin í strætó en þegar maður situr á bakvið stýrið fastur í umferðinni. Það getur reyndar verið þrúgandi ef þið hafið ekkert til að tala um en þá er alltaf gott trix að ræða úrslitin í leikjum helgarinnar í enska boltanum. Ég nota strætó mjög misjafnt eftir árstímum. Skemmtilegast finnst mér að hjóla í vinnuna en ég einfaldlega nenni því ekki þegar það er úrhelli eða leiðindaveður. Mér finnst því gott að geta reitt mig á strætó á veturna í mesta kuldanum og myrkrinu. En auðvitað keyri ég alveg stundum í vinnuna þegar sá gállinn er á mér. Ég sé það heldur ekki fyrir mér að við fjölskyldan munum losa okkur við okkar kæra fjölskyldubíl í náinni framtíð. En ég er þakklátur fyrir að þurfa ekki að reiða mig að öllu leiti á bílasamgöngur og í raun væri ég mjög til í að ég væri frjálsari í vali mínu til að nota bílinn minna en ég geri í dag. Miðað við ferðavenjukannanir síðustu ára á það reyndar við um stóran hluta borgarbúa. Ég átta mig á því að strætókerfi Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins er ekki fullkomið eins og það er í dag. Það mun jafnvel aldrei ná því að henta öllum borgarbúum fullkomlega, sama hversu miklu væri til kostað. Þess vegna þurfum við einmitt fjölbreytta ferðamáta. Því fólk er fjölbreytt og ferðanotkun hvers og eins er fjölbreytt. En það má ekki gleyma að strætókerfið í dag hentar mjög mörgum borgarbúum mjög vel og það eru þúsundir þeirra sem reiða sig á það með einum eða öðrum hætti í hverjum degi. Í mínum huga er því alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að fjárfesta í almenningssamgöngum af krafti. Ég vil meiri strætó og meiri Borgarlínu hraðar. Ég vil tíðari ferðir og meiri forgang í umferðinni. Það tvennt er lykilatriði til að tryggja meiri áreiðanleika sem er forsenda þess að fólk treysti kerfinu. Ég vil að börn og ungmenni yngri en 16 ára fái frítt í strætó. Ég vil að strætó og Borgarlínan verði fyrsti kostur sem flestra en ekki síðasta úrræði. Strætó á að vera besta leiðin. Það er fjárfesting í betri, einfaldari og frjálsari hversdegi í borginni fyrir okkur öll. Þess vegna segi ég það hátt og skýrt: ,,Ég elska strætó!” Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi og býður sig fram í 3-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 24. janúar næstkomandi.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar