Handbolti

Annáll Olís-deildar karla: Valsmenn öðrum framar

Sportsíldin var sýnd á Stöð 2 Sport á gamlársdag þar sem farið var yfir allt það helsta í íþróttalífinu á árinu. Tímabilið í Olís-deild karla var gert upp en Valsmenn unnu alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili.

Handbolti

Upp­taka af æfinga­leik við Pól­land breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“

„Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna.

Handbolti

Grátlegt tap í úrslitum eftir vítakastkeppni

Íslenska U19 ára landslið karla í handbolta þurfti að sætta sig við grátlegt tap gegn Þjóðverjum í úrslitum Sparkassen bikarsins í Þýskalandi í kvöld. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 26-26 og því réðust úrslitin í vítakastkeppni.

Handbolti

Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár.

Handbolti

Karlalið Vals lið ársins

Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Handbolti

„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem í­þrótta­maður verður þú að leyfa þér að dreyma“

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“

Handbolti

Sara Odden aftur á Ás­velli

Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta tímabilsins í Olís deild kvenna í handbolta. Sara Odden hefur samið við liðið á nýjan leik og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils hið minnsta.

Handbolti

„Ísland á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit“

Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið.

Handbolti

Fór í lið með litla sögu en stóra drauma: „Lokamarkmiðið að vinna Meistaradeildina“

Janus Daði Smárason var einn af sex leikmönnum sem kynntir voru til leiks þegar norska félagið Kolstad tilkynnti um áform sín að ætla sér að verða stórveldi í evrópskum handbolta. Hann var einn af fjórum leikmönnum sem gekk til liðs við félagið í sumar og liðið trónir nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að fjórtán umferðum loknum.

Handbolti