Væntingar á Íslandi geti verið „út úr korti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 08:01 Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij Handboltagoðsögnin Alfreð Gíslason hrífst af því sem Snorri Steinn Guðjónsson er að gera með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir hins vegar kröfur íslensks almennings til liðsins hvern janúar vera út úr korti. Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira