Handbolti

Óðinn fór á kostum er Kadetten kom sér í úr­slit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson raðaði inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson raðaði inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í kvöld. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður vallarins er Kadetten Schaffhausen vann fimm marka sigur gegn Wacker Thun í undanúrslitum svissnesku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld, 30-25.

Óðinn og félagar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9. Heldur meira var skoraði í síðari hálfleik, en Óðinn og félagar fögnuðu að lokum fimm marka sigri, 30-25, og um leið sæti í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar.

Óðinn var markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr ellefu skotum fyrir Kadetten, þar af eitt af vítalínunni.

Kadetten er því á leið í bikarúrslit þar sem liðið mætir annað hvort RTV Basel eða Lakers Stafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×