Handbolti

Ívar Bessi fót­brotinn og missir af bikar­úr­slita­leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Bessi Viðarsson verður ekki með í bikarúrslitaleiknum í dag.
Ívar Bessi Viðarsson verður ekki með í bikarúrslitaleiknum í dag. Vísir/Anton

Eyjamenn urðu fyrir áfalli í aðdraganda bikarúrslitaleiks karla í handbolta þegar í ljós kom að meiðsli Ívars Bessa Viðarssonar voru alvarleg.

Ívar Bessi er fótbrotinn og missir því ekki aðeins af bikarúrslitaleiknum heldur miklu fleiri leikjum í viðbót.

Ívar meiddist í sigrinum á Haukum í undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn.

Ívar Bessi er yngri bróðir landsliðsmannsins Elliða Snæs Viðarssonar hjá Gummersbach og með ÍBV-liðinu i dag spilar einnig þriðji bróðirinn sem er Arnór Viðarsson.

Ívar Bessi er aðeins átján ára gamall en þegar farinn að láta til sín taka í varnarleik ÍBV-liðsins þar sem hann hefur spilað fyrir framan vörnina.

Bikarúrslitaleikur ÍBV og Vals hefst klukkan 16.00 í Laugardalshöllinni en Eyjamenn hafa aldrei tapað bikarúrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×