Erlent Tvö karldýr í fyrsta unaðsleik hnúfubaka sem næst á mynd Greint hefur verið frá því að ljósmyndarar hafi í fyrsta sinn náð myndum af hnúfubökum að stunda kynlíf en fregnirnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að um tvö karldýr var að ræða. Erlent 29.2.2024 07:38 Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. Erlent 29.2.2024 07:06 Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. Erlent 28.2.2024 23:18 Fimm ára stúlka týndist í feni Áhöfn leitarþyrlu notaði hitamyndavél til að finna fimm ára stúlku sem hafði týnst í fenjum Flórída. Stúlkan er einhverf og sást ganga í ökkladjúpu vatni og gat áhöfn þyrlunnar beint lögregluþjónum að henni. Erlent 28.2.2024 20:24 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. Erlent 28.2.2024 18:08 Navalní borinn til grafar á föstudag Alexei Navalní verður borinn til grafar í Moskvu á föstudag. Það staðfestir talsmaður tengdur honum. Athöfnin fer fram í Borisovskoye kirkjugarðinum í Moskvu eftir kveðjuathöfn sem haldin verður í Maryino hverfi borgarinnar. Erlent 28.2.2024 10:31 Frjósemi nær sögulegum lægðum í Japan og Suður-Kóreu Frjósemi í Japan og Suður-Kóreu náði metlægðum í fyrra. Í Japan fækkaði fæðingum áttunda árið í röð, um 5,1 prósent frá árinu 2022. Um er að ræða minnsta fjölda fæðinga frá því að Japan hóf að safna gögnum árið 1899. Erlent 28.2.2024 08:33 72 skotvopn gerð upptæk á heimili franskrar kvikmyndastjörnu Lögregla í Frakklandi hefur lagt hald á 72 skotvopn og rúmlega þrjú þúsund skotfæri á heimili frönsku kvikmyndastjörnunnar Alain Delon. Erlent 28.2.2024 07:45 Sakar yfirvöld um andvaraleysi gagnvart kókaínneyslu millistéttarinnar Borgarstjóri Rotterdam í Hollandi sakar yfirvöld í Evrópu um að hafa sofnað á verðinum gagnvart notkun fíkniefna, sem hefði leitt til spillingar, ofbeldis og eymdar. Erlent 28.2.2024 07:01 Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. Erlent 28.2.2024 06:33 Tveir ungir menn létust í snjóflóðinu Tveir ungir menn, báðir tuttugu og tveggja ára gamlir, fundust látnir í Aqqitsoq í nágrenni við Nuuk á Grænlandi. Fyrr í kvöld féll snjóflóð á hóp vélsleðamanna og hinir látnu grófust undir. Erlent 27.2.2024 23:50 Óttast um mörgæsir vegna banvænnar fuglaflensu Banvænt afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Suðurskautinu í fyrsta sinn. Vísindamenn óttast um mörgæsir og önnur dýr sem finnast hvergi annars staðar á jörðinni. Erlent 27.2.2024 23:35 Tveir frambjóðendur myrtir á sama deginum Tveir frambjóðendur til borgarstjóra í Vestur-Mexíkó voru skotnir til bana í gær. Morð eru mjög tíð víða í Mexíkó í aðdraganda kosninga en morðin voru framin í borginni Maravatio í héraðinu Michoacan, sem er eitt af hættulegri héruðum Mexíkó. Erlent 27.2.2024 23:05 Fjölda saknað eftir snjóflóð nærri Nuuk Nokkurs fjölda er saknað eftir að snjóflóð féll í nágrenni við Nuuk, höfuðborg Grænlands. Erlent 27.2.2024 22:12 Loks sakfelldir fyrir að myrða Jam Master Jay Tveir menn hafa verið sakfelldir fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr hljómsveitinni Run-DMC. Hann var skotinn til bana í upptökuveri sínu í New York árið 2002 en það var ekki fyrr en árið 2020 sem þeir Karl Jordan Jr. og Ronald Washington voru ákærðir fyrir morðið. Erlent 27.2.2024 21:59 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. Erlent 27.2.2024 19:21 Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. Erlent 27.2.2024 18:06 Ákærður fyrir að hafa hafið skothríð á þyrlu á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi tilkynnti í dag að ákæra hafi verið lögð fram á hendur 21 árs manns fyrir að gera tilraun til að ráða fjórtán manns bana þann 22. mars síðasta árs. Erlent 27.2.2024 17:17 Handtekin í Berlín eftir áratugi á flótta Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið Danielu Klette, 65 ára konu sem var á árunum áður virk í skæruliðasamtökunum Rauðu deildinni og hefur ásamt tveimur öðrum farið huldu höfði síðan á tíunda áratugnum. Erlent 27.2.2024 11:12 Sprautuðu mykju yfir lögreglu í mótmælaskyni Bændur í Evrópu eru reiðir yfir lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og of mikilli skriffinsku sem tengist ýmsum reglugerðum Evrópusambandins. Bændur hafa nú mótmælt vikum saman víða um Evrópu. Erlent 27.2.2024 09:47 Lögreglumaður í Ástralíu grunaður um tvöfalt morð Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa fundið líkamsleifar sem þau telja tilheyra Jesse Baird og Luke Davies. Líkamsleifa mannanna hefur verið leitað en lögreglumaður í Nýju Suður Wales var á dögunum ákærður fyrir að myrða parið. Erlent 27.2.2024 08:56 Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. Erlent 27.2.2024 07:37 Macron útilokar ekki að senda hermenn inn í Úkraínu Emmanuel Macron Frakklandsforseti vildi ekki útiloka í gær að hermenn Evrópuríkja yrðu sendir inn í Úkraínu. Ítrekaði hann hins vegar að ekkert samkomulag lægi fyrir þar að lútandi. Erlent 27.2.2024 06:44 Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. Erlent 26.2.2024 22:46 Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. Erlent 26.2.2024 21:00 Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. Erlent 26.2.2024 18:42 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. Erlent 26.2.2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. Erlent 26.2.2024 15:16 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Erlent 26.2.2024 12:56 Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Erlent 26.2.2024 09:14 « ‹ 80 81 82 83 84 85 86 87 88 … 334 ›
Tvö karldýr í fyrsta unaðsleik hnúfubaka sem næst á mynd Greint hefur verið frá því að ljósmyndarar hafi í fyrsta sinn náð myndum af hnúfubökum að stunda kynlíf en fregnirnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að um tvö karldýr var að ræða. Erlent 29.2.2024 07:38
Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. Erlent 29.2.2024 07:06
Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. Erlent 28.2.2024 23:18
Fimm ára stúlka týndist í feni Áhöfn leitarþyrlu notaði hitamyndavél til að finna fimm ára stúlku sem hafði týnst í fenjum Flórída. Stúlkan er einhverf og sást ganga í ökkladjúpu vatni og gat áhöfn þyrlunnar beint lögregluþjónum að henni. Erlent 28.2.2024 20:24
McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. Erlent 28.2.2024 18:08
Navalní borinn til grafar á föstudag Alexei Navalní verður borinn til grafar í Moskvu á föstudag. Það staðfestir talsmaður tengdur honum. Athöfnin fer fram í Borisovskoye kirkjugarðinum í Moskvu eftir kveðjuathöfn sem haldin verður í Maryino hverfi borgarinnar. Erlent 28.2.2024 10:31
Frjósemi nær sögulegum lægðum í Japan og Suður-Kóreu Frjósemi í Japan og Suður-Kóreu náði metlægðum í fyrra. Í Japan fækkaði fæðingum áttunda árið í röð, um 5,1 prósent frá árinu 2022. Um er að ræða minnsta fjölda fæðinga frá því að Japan hóf að safna gögnum árið 1899. Erlent 28.2.2024 08:33
72 skotvopn gerð upptæk á heimili franskrar kvikmyndastjörnu Lögregla í Frakklandi hefur lagt hald á 72 skotvopn og rúmlega þrjú þúsund skotfæri á heimili frönsku kvikmyndastjörnunnar Alain Delon. Erlent 28.2.2024 07:45
Sakar yfirvöld um andvaraleysi gagnvart kókaínneyslu millistéttarinnar Borgarstjóri Rotterdam í Hollandi sakar yfirvöld í Evrópu um að hafa sofnað á verðinum gagnvart notkun fíkniefna, sem hefði leitt til spillingar, ofbeldis og eymdar. Erlent 28.2.2024 07:01
Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. Erlent 28.2.2024 06:33
Tveir ungir menn létust í snjóflóðinu Tveir ungir menn, báðir tuttugu og tveggja ára gamlir, fundust látnir í Aqqitsoq í nágrenni við Nuuk á Grænlandi. Fyrr í kvöld féll snjóflóð á hóp vélsleðamanna og hinir látnu grófust undir. Erlent 27.2.2024 23:50
Óttast um mörgæsir vegna banvænnar fuglaflensu Banvænt afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Suðurskautinu í fyrsta sinn. Vísindamenn óttast um mörgæsir og önnur dýr sem finnast hvergi annars staðar á jörðinni. Erlent 27.2.2024 23:35
Tveir frambjóðendur myrtir á sama deginum Tveir frambjóðendur til borgarstjóra í Vestur-Mexíkó voru skotnir til bana í gær. Morð eru mjög tíð víða í Mexíkó í aðdraganda kosninga en morðin voru framin í borginni Maravatio í héraðinu Michoacan, sem er eitt af hættulegri héruðum Mexíkó. Erlent 27.2.2024 23:05
Fjölda saknað eftir snjóflóð nærri Nuuk Nokkurs fjölda er saknað eftir að snjóflóð féll í nágrenni við Nuuk, höfuðborg Grænlands. Erlent 27.2.2024 22:12
Loks sakfelldir fyrir að myrða Jam Master Jay Tveir menn hafa verið sakfelldir fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr hljómsveitinni Run-DMC. Hann var skotinn til bana í upptökuveri sínu í New York árið 2002 en það var ekki fyrr en árið 2020 sem þeir Karl Jordan Jr. og Ronald Washington voru ákærðir fyrir morðið. Erlent 27.2.2024 21:59
Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. Erlent 27.2.2024 19:21
Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. Erlent 27.2.2024 18:06
Ákærður fyrir að hafa hafið skothríð á þyrlu á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi tilkynnti í dag að ákæra hafi verið lögð fram á hendur 21 árs manns fyrir að gera tilraun til að ráða fjórtán manns bana þann 22. mars síðasta árs. Erlent 27.2.2024 17:17
Handtekin í Berlín eftir áratugi á flótta Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið Danielu Klette, 65 ára konu sem var á árunum áður virk í skæruliðasamtökunum Rauðu deildinni og hefur ásamt tveimur öðrum farið huldu höfði síðan á tíunda áratugnum. Erlent 27.2.2024 11:12
Sprautuðu mykju yfir lögreglu í mótmælaskyni Bændur í Evrópu eru reiðir yfir lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og of mikilli skriffinsku sem tengist ýmsum reglugerðum Evrópusambandins. Bændur hafa nú mótmælt vikum saman víða um Evrópu. Erlent 27.2.2024 09:47
Lögreglumaður í Ástralíu grunaður um tvöfalt morð Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa fundið líkamsleifar sem þau telja tilheyra Jesse Baird og Luke Davies. Líkamsleifa mannanna hefur verið leitað en lögreglumaður í Nýju Suður Wales var á dögunum ákærður fyrir að myrða parið. Erlent 27.2.2024 08:56
Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. Erlent 27.2.2024 07:37
Macron útilokar ekki að senda hermenn inn í Úkraínu Emmanuel Macron Frakklandsforseti vildi ekki útiloka í gær að hermenn Evrópuríkja yrðu sendir inn í Úkraínu. Ítrekaði hann hins vegar að ekkert samkomulag lægi fyrir þar að lútandi. Erlent 27.2.2024 06:44
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. Erlent 26.2.2024 22:46
Færeyingar fá núna raforku með virkjun sjávarstrauma Færeyingar eru byrjaðir að virkja sjávarföllin í samstarfi við sænskt þróunarfélag. Túrbína upp á 1,2 megavött er þegar komin í sjó og þykir reynslan það góð að farið er að undirbúa 200 megavatta raforkuframleiðslu úr sjávarstraumum við Færeyjar. Erlent 26.2.2024 21:00
Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. Erlent 26.2.2024 18:42
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. Erlent 26.2.2024 16:04
Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. Erlent 26.2.2024 15:16
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Erlent 26.2.2024 12:56
Ríkisstjórn Palestínu segir af sér Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar. Erlent 26.2.2024 09:14