Brotlentu öðru einkafari á tunglinu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 09:13 Resilience tunglfarið á braut um tunglið á dögunum. AP/ispace Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast. Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Svo virðist sem að tunglfarið Resilience hafi skollið á tunglinu á miklum hraða en samband við farið rofnaði skömmu fyrir áætlaða lendingu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja lendinguna hafa farið vel af stað en sambandið hafi rofnað fljótt. Talið er ólíklegt að sambandið muni nást aftur og engar líkur eru taldar á því að hægt sé að lenda farinu, samkvæmt yfirlýsingu frá ispace. Fyrsta tilraun ispace misheppnaðist árið 2023. Sjá einnig: Fyrsta tunglfarið í einkaeigu brotlenti Að þessu sinni var verið að lækka hæð farsins yfir yfirborði tunglsins úr hundrað kílómetrum í tuttugu. Í því ferli kviknaði á réttum tíma á hreyflum Resilience og hægði þá verulega á farinu. Sambandið rofnaði hins vegar á þeim tímapunkti. Starfsmenn ispace hafa komist að því að fjarlægðarskynjari tunglfarsins bilaði og þess vegna hægði farið ekki nægilega mikið á sér. Það mun í kjölfarið hafa skollið á yfirborði tunglsins á miklum hraða. Hér að neðan má sjá myndband sem birt var á miðvikudaginn, þegar Resiliance var á braut um tunglið. Fly me to the Moon 🎵🌝RESILIENCE status: nominal Distance above the Lunar surface: ca. 100 km Current orbital phase: Low lunar orbit, traveling at ca. 5,800 km/h RESILIENCE remains in a circular orbit as landing day approaches. This video was captured from lunar orbit by… pic.twitter.com/Ll7FCudqL5— ispace (@ispace_inc) June 4, 2025 Resiliance bar lítinn dróna og vísindabúnað frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þessi búnaður og geimfarið átti að vera virkur í allt að tvær vikur. Margir reyna að lenda á tunglinu Frá árinu 2019 hafa nokkur einkafyrirtæki gert tilraunir til að lenda geimförum á tunglinu. Það hefur þó í flestum tilfellum ekki gengið nægilega vel. Bandaríska fyrirtækið Intuitive Machines var fyrsta fyrirtækið til að lenda einkageimfari á tunglinu í fyrra. Þar á undan höfðu einungis ríkisstjórnum tekist að lenda fari á tunglinu. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kína og Indlandi. Reisilance var skotið á loft með Blue Ghost tunglfari fyrirtækisins Firefly. Það fór aðra og fljótari leið til tunglsins og var því lent þar í mars. Forsvarsmenn ispace segjast ætla að gera þriðju tilraunina til að lenda á tunglinu árið 2027. Verið er að smíða stærra lendingarfar fyrir það verkefni og á það að bera búnað sem tengist Artemis áætluninni svokölluðu. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tunglið Japan Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira