Bras á breska Umbótaflokknum þrátt fyrir velgengnina Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2025 09:18 Zia Yusuf (t.h.) með Nigel Farage (t.v.) þegar allt lék í lyndi í febrúar. Yusuf sagði af sér sem formaður Umbótaflokksins í gær. Vísir/EPA Formaður breska Umbótaflokksins sagði skyndilega af sér í gær eftir deilur við nýjan þingmann flokksins um mögulegt búrkubann. Hann segist ekki lengur telja að tíma sínum sé vel varið í að reyna að koma Umbótaflokknum í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum. Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Umbótaflokkurinn fer nú með himinskautum í skoðanakönnunum og mælist reglulega stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands á landsvísu. Hann er aðeins með fimm þingmenn á breska þinginu en gæti komist í ríkisstjórn haldi hann sínu striki. Þrátt fyrir þessa velgengni hefur gengið á ýmsu í forystusveit flokksins, nú síðast í gær þegar Zia Yusuf, formaður flokksins, sagði skyndilega af sér. Yusuf er ekki þingmaður sjálfur en Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk hann til starfa í fyrra. „Ég tel ekki lengur að það sé góð nýting á tíma mínum að vinna að því að Umbótaflokkurinn nái kjöri og ég segi hér með af mér,“ sagði Yusuf sem gaf ekki frekari skýringar á brotthvarfi sínu. „Heimskulegt“ að spyrja um búrkubann sem flokkurinn aðhyllist ekki sjálfur Afsögnin kom þó beint í kjölfar opinberra deilna Yusuf við Söruh Pochin, þingmann flokksins, eftir að hún spurði Keir Starmer, forsætisráðherra, á þingi hvort að hann væri tilbúinn að banna konum að klæðast búrkum. Margar múslimakonur klæðast búrkum. Starmer sagðist ekki tilbúinn að fylgja Pochin þangað. Skömmu eftir orðaskiptin á þingi gaf Umbótaflokkurinn það út að búrkubann væri ekki á stefnuskrá hans. Yusuf sagði síðan á samfélagsmiðli að hann teldi „heimskulegt“ að stjórnmálaflokkur spyrði forsætisráðherra á þingi út í eitthvað sem flokkurinn hygðist ekki gera sjálfur. Hann er sjálfur múslimi og lýsir sjálfum sér sem „breskum íslömskum föðurlandsvini“, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Farage sagðist harma brotthvarf Yusuf. Hann hefði greinilega verið kominn með nóg af streitu stjórnmálanna. Brotthvarf Yusuf er enn ein uppákoman í forystusveitinni á undanförnum mánuðum. Ben Habib, varaleiðtogi flokksins, sagði af sér vegna ágreinings við Farage í nóvember. Flokkurinn kærði Rupert Lowe, einn þingmanna sinna, til lögreglu fyrir ofbeldishótanir í garð Yusuf. Lowe var ekki ákærður fyrir hótanirnar en var settur í bann af flokknum.
Bretland Trúmál Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira