Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júní 2025 21:04 Mál Garcia vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. EPA Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. Kilmar Abrego Garcia var í hópi manna sem fluttur var í alræmt fangelsi í El Salvador um miðjan marsmánuð en viðurkenndu embættismenn að hafa sent hann fyrir mistök. Eftir að málið vakti athygli var hann færður í annað fangelsi. Garcia er upprunalega frá El Salvador og flutti ólöglega til Bandaríkjanna árið 2012. Árið 2019 var hann handtekinn og sakaður um glæpastarfsemi en hlaut ekki dóm í málinu. Hins vegar úrskurðaði dómari að hann gæti ekki snúið aftur til El Salvador þar sem honum átti að stafa ógn af glæpagengjum þar. Kilmar Abrego Garcia.AP Hann var þá handtekinn aftur í mars síðastliðnum og sakaður um að vera meðlimur alræmda gengisins MS-13. Eins og áður kom fram var hann þá fluttur í fangelsi í El Salvador. Verði sendur aftur til El Salvador Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði Pam Bondi, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, að Garcia væri kominn aftur til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Bandaríkjanna hefðu samið við forsvarsmenn El Salvador um að sleppa honum þar sem að Bandaríkin hefðu gefið út handtökuskipun á hendur Garcia. „Kilmar Abrego Garcia hefur lent í Bandaríkjunum til að horfast í augu við réttlætið,“ sagði Bondi. „Þann 21. maí skilaði stórdómsnefnd í Tennesse innsigluðum ákærulið gegn Abrego Garcia fyrir smygl á útlendingum og samsæri um smygl á útlendingum.“ Í ákærunni, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að Garcia og hópur einstaklinga hafi flutt inn þúsundir ólöglegra innflytjenda til landsins gegn gjaldi. Einhverjir af þessum þúsundum manna eiga að hafa verið meðlimir MS-13 gengisins. Þá sagði Bondi að þegar Garcia hefur lokið afplánun í Bandaríkjunum verði hann aftur sendur til El Salvador. Bandaríkin El Salvador Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kilmar Abrego Garcia var í hópi manna sem fluttur var í alræmt fangelsi í El Salvador um miðjan marsmánuð en viðurkenndu embættismenn að hafa sent hann fyrir mistök. Eftir að málið vakti athygli var hann færður í annað fangelsi. Garcia er upprunalega frá El Salvador og flutti ólöglega til Bandaríkjanna árið 2012. Árið 2019 var hann handtekinn og sakaður um glæpastarfsemi en hlaut ekki dóm í málinu. Hins vegar úrskurðaði dómari að hann gæti ekki snúið aftur til El Salvador þar sem honum átti að stafa ógn af glæpagengjum þar. Kilmar Abrego Garcia.AP Hann var þá handtekinn aftur í mars síðastliðnum og sakaður um að vera meðlimur alræmda gengisins MS-13. Eins og áður kom fram var hann þá fluttur í fangelsi í El Salvador. Verði sendur aftur til El Salvador Á blaðamannafundi fyrr í dag sagði Pam Bondi, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, að Garcia væri kominn aftur til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn Bandaríkjanna hefðu samið við forsvarsmenn El Salvador um að sleppa honum þar sem að Bandaríkin hefðu gefið út handtökuskipun á hendur Garcia. „Kilmar Abrego Garcia hefur lent í Bandaríkjunum til að horfast í augu við réttlætið,“ sagði Bondi. „Þann 21. maí skilaði stórdómsnefnd í Tennesse innsigluðum ákærulið gegn Abrego Garcia fyrir smygl á útlendingum og samsæri um smygl á útlendingum.“ Í ákærunni, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að Garcia og hópur einstaklinga hafi flutt inn þúsundir ólöglegra innflytjenda til landsins gegn gjaldi. Einhverjir af þessum þúsundum manna eiga að hafa verið meðlimir MS-13 gengisins. Þá sagði Bondi að þegar Garcia hefur lokið afplánun í Bandaríkjunum verði hann aftur sendur til El Salvador.
Bandaríkin El Salvador Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira