Erlent Frakkar herða sóttvarnareglur Frakkar hafa ákveðið að herða sóttvarnareglur í landinu til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 28.12.2021 06:47 Takmarkanir ekki hertar: Englendingar fá að djamma um áramót Boris Johnson, forsætisráðherra Englands hefur tilkynnt að sóttvarnatakmarkanir verði ekki hertar fyrir áramót. Fjöldasamkomur verða leyfðar og skemmtanaþyrstir munu geta dansað fram á rauða nýársnótt. Erlent 27.12.2021 22:29 Ísraelar láta reyna á fjórða skammt bóluefnis Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Ísrael fékk í dag fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 en um er að ræða tilraunaverkefni sem er ætlað að skera úr um hversu mikla vernd seinni örvunarskammtur veitir gegn ómíkron afbrigðinu. Erlent 27.12.2021 18:10 Beitir neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem pólska þingið samþykkti á dögunum og takmörkuðu erlent eignarhald. Erlent 27.12.2021 14:33 Talíbanar banna langferðir kvenna Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. Erlent 27.12.2021 14:31 Handtekinn við Windsor-kastala með lásboga Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú myndband sem tengt hefur verið við mann sem handtekinn var vopnaður lásboga í grennd við Windsor-kastala á Jóladag. Erlent 27.12.2021 13:49 Ísraelar kanna virkni fjórða skammts bóluefnisins Hópur fólks fékk í morgun fjórða skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni á ísralesku sjúkrahúsi í morgun. Yfirvöld íhuga nú að heimila fjórðu sprautuna fyrir fólk í áhættuhópum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 27.12.2021 11:00 Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Erlent 27.12.2021 10:32 Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. Erlent 27.12.2021 10:06 Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. Erlent 27.12.2021 09:28 Starfsmenn Barnaheilla horfnir eftir fjöldamorð á aðfangadag Fjöldamorð var framið í Myanmar á aðfangadag þegar stjórnarhermenn réðust á þorpið Mo So og myrtu rúmlega þrjátíu þorpsbúa. Tveggja starfsmanna alþjóðlegu samtakanna Save the Children, eða Barnaheilla, er saknað. Erlent 27.12.2021 08:24 Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. Erlent 27.12.2021 06:51 Reyndi að brjótast inn í kastala drottningar vopnaður lásboga Nítján ára karlmaður frá Southampton hefur verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun eftir að hann reyndi að brjótast inn í Windsor-kastala þar sem Elísabet Englandsdrottning dvelur yfir hátíðirnar. Hann var vopnaður lásboga. Erlent 26.12.2021 21:27 Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. Erlent 26.12.2021 17:07 Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögregluþjónar í Los Angeles í Bandaríkjunum skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök í síðustu viku. Stúlkan var í mátunarklefa verslunar og varð fyrir skoti sem hæfði ekki þann sem lögreglan var að skjóta á. Erlent 26.12.2021 12:50 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. Erlent 26.12.2021 11:37 Sá stærsti og besti lagður af stað James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. Erlent 26.12.2021 10:34 Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. Erlent 26.12.2021 09:34 Vopnaður maður handtekinn þar sem drottningin dvelur Breska lögreglan handtók í gær vopnaðan mann á lóð Windsor-kastala, þar sem Elísabet Englandsdrottning hefur dvalið um jólin. Erlent 26.12.2021 08:18 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. Erlent 26.12.2021 07:59 Loka baðströndum eftir banvæna hákarlaárás Yfirvöld í Kaliforníu hafa gripið til þess ráðs að loka baðströndum í San Luis Obispo sýslu eftir að 31 eins árs gamall brimbrettakappi lést af sárum sínum eftir hákarlaárás í gær, á aðfangadag jóla. Erlent 25.12.2021 23:11 Frans páfi biður fyrir endalokum faraldurs Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur. Erlent 25.12.2021 19:06 Eldgosinu á La Palma lokið Yfirvöld á spænsku eyjunni La Palma hafa lýst því yfir að eldgosinu sem hófst á eyjunni í september sé lokið, eftir tíu daga án gosvirkni. Erlent 25.12.2021 15:37 TikTok vinsælasta vefsíða ársins Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. Erlent 25.12.2021 14:27 Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. Erlent 25.12.2021 09:00 Dýragarði lokað eftir að úlfar sluppu út Dýragarði í Suður-Frakklandi hefur verið lokað tímabundið eftir að níu úlfum tókst að sleppa út fyrir girðingu í garðinum. Garðurinn var opinn þegar atvikið átti sér stað en engan sakaði. Erlent 25.12.2021 08:55 Aflýsa þúsundum flugferða yfir hátíðarnar Ferðamenn víðsvegar um heiminn eru margir hverjir í vandræðum en yfir 4.500 flugferðum hefur verið aflýst yfir hátíðarnar. Ástæðan er mönnunarvandi vegna faraldurs kórónuveirunnar. Erlent 25.12.2021 08:09 Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins. Erlent 25.12.2021 06:00 Bandaríkjaher þróar nýtt bóluefni Bandaríkjaher hefur unnið að þróun nýs bóluefnis gegn kórónuveirunni sem á að virka vel gegn öllum mögulegum afbrigðum veirunnar. Gert er ráð fyrir því að bóluefnið verði kynnt opinberlega á næstu vikum. Erlent 24.12.2021 13:07 Fimm ára og eldri skyldaðir í bólusetningu Bólusetningarskyldu hefur verið komið á í Ekvador í Suður-Ameríku. Allir, fimm ára og eldri, skulu fara í bólusetningu en stjórnvöld tóku ákvörðunina í ljósi fjölgun smita af völdum kórónuveirunnar. Erlent 24.12.2021 07:46 « ‹ 323 324 325 326 327 328 329 330 331 … 334 ›
Frakkar herða sóttvarnareglur Frakkar hafa ákveðið að herða sóttvarnareglur í landinu til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 28.12.2021 06:47
Takmarkanir ekki hertar: Englendingar fá að djamma um áramót Boris Johnson, forsætisráðherra Englands hefur tilkynnt að sóttvarnatakmarkanir verði ekki hertar fyrir áramót. Fjöldasamkomur verða leyfðar og skemmtanaþyrstir munu geta dansað fram á rauða nýársnótt. Erlent 27.12.2021 22:29
Ísraelar láta reyna á fjórða skammt bóluefnis Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Ísrael fékk í dag fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 en um er að ræða tilraunaverkefni sem er ætlað að skera úr um hversu mikla vernd seinni örvunarskammtur veitir gegn ómíkron afbrigðinu. Erlent 27.12.2021 18:10
Beitir neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem pólska þingið samþykkti á dögunum og takmörkuðu erlent eignarhald. Erlent 27.12.2021 14:33
Talíbanar banna langferðir kvenna Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. Erlent 27.12.2021 14:31
Handtekinn við Windsor-kastala með lásboga Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú myndband sem tengt hefur verið við mann sem handtekinn var vopnaður lásboga í grennd við Windsor-kastala á Jóladag. Erlent 27.12.2021 13:49
Ísraelar kanna virkni fjórða skammts bóluefnisins Hópur fólks fékk í morgun fjórða skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni á ísralesku sjúkrahúsi í morgun. Yfirvöld íhuga nú að heimila fjórðu sprautuna fyrir fólk í áhættuhópum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 27.12.2021 11:00
Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Erlent 27.12.2021 10:32
Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. Erlent 27.12.2021 10:06
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. Erlent 27.12.2021 09:28
Starfsmenn Barnaheilla horfnir eftir fjöldamorð á aðfangadag Fjöldamorð var framið í Myanmar á aðfangadag þegar stjórnarhermenn réðust á þorpið Mo So og myrtu rúmlega þrjátíu þorpsbúa. Tveggja starfsmanna alþjóðlegu samtakanna Save the Children, eða Barnaheilla, er saknað. Erlent 27.12.2021 08:24
Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. Erlent 27.12.2021 06:51
Reyndi að brjótast inn í kastala drottningar vopnaður lásboga Nítján ára karlmaður frá Southampton hefur verið vistaður á geðheilbrigðisstofnun eftir að hann reyndi að brjótast inn í Windsor-kastala þar sem Elísabet Englandsdrottning dvelur yfir hátíðirnar. Hann var vopnaður lásboga. Erlent 26.12.2021 21:27
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. Erlent 26.12.2021 17:07
Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögregluþjónar í Los Angeles í Bandaríkjunum skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök í síðustu viku. Stúlkan var í mátunarklefa verslunar og varð fyrir skoti sem hæfði ekki þann sem lögreglan var að skjóta á. Erlent 26.12.2021 12:50
Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. Erlent 26.12.2021 11:37
Sá stærsti og besti lagður af stað James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. Erlent 26.12.2021 10:34
Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. Erlent 26.12.2021 09:34
Vopnaður maður handtekinn þar sem drottningin dvelur Breska lögreglan handtók í gær vopnaðan mann á lóð Windsor-kastala, þar sem Elísabet Englandsdrottning hefur dvalið um jólin. Erlent 26.12.2021 08:18
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. Erlent 26.12.2021 07:59
Loka baðströndum eftir banvæna hákarlaárás Yfirvöld í Kaliforníu hafa gripið til þess ráðs að loka baðströndum í San Luis Obispo sýslu eftir að 31 eins árs gamall brimbrettakappi lést af sárum sínum eftir hákarlaárás í gær, á aðfangadag jóla. Erlent 25.12.2021 23:11
Frans páfi biður fyrir endalokum faraldurs Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur. Erlent 25.12.2021 19:06
Eldgosinu á La Palma lokið Yfirvöld á spænsku eyjunni La Palma hafa lýst því yfir að eldgosinu sem hófst á eyjunni í september sé lokið, eftir tíu daga án gosvirkni. Erlent 25.12.2021 15:37
TikTok vinsælasta vefsíða ársins Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. Erlent 25.12.2021 14:27
Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. Erlent 25.12.2021 09:00
Dýragarði lokað eftir að úlfar sluppu út Dýragarði í Suður-Frakklandi hefur verið lokað tímabundið eftir að níu úlfum tókst að sleppa út fyrir girðingu í garðinum. Garðurinn var opinn þegar atvikið átti sér stað en engan sakaði. Erlent 25.12.2021 08:55
Aflýsa þúsundum flugferða yfir hátíðarnar Ferðamenn víðsvegar um heiminn eru margir hverjir í vandræðum en yfir 4.500 flugferðum hefur verið aflýst yfir hátíðarnar. Ástæðan er mönnunarvandi vegna faraldurs kórónuveirunnar. Erlent 25.12.2021 08:09
Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins. Erlent 25.12.2021 06:00
Bandaríkjaher þróar nýtt bóluefni Bandaríkjaher hefur unnið að þróun nýs bóluefnis gegn kórónuveirunni sem á að virka vel gegn öllum mögulegum afbrigðum veirunnar. Gert er ráð fyrir því að bóluefnið verði kynnt opinberlega á næstu vikum. Erlent 24.12.2021 13:07
Fimm ára og eldri skyldaðir í bólusetningu Bólusetningarskyldu hefur verið komið á í Ekvador í Suður-Ameríku. Allir, fimm ára og eldri, skulu fara í bólusetningu en stjórnvöld tóku ákvörðunina í ljósi fjölgun smita af völdum kórónuveirunnar. Erlent 24.12.2021 07:46