Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 09:46 George Santos hefur gert lítið úr lygum sínum og líkt því við hefðbundnar ýkjur á ferilskrá. AP/John Locher Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. Santos tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag í skugga ásakana um að hann hafi logið um nær allt á ferilskrá sinni í kosningabaráttunni. Hann laug því að hann hefði unnið fyrir stór fjármálafyrirtæki á Wall Street og útskrifast úr fínum háskóla og sagðist vera gyðingur en átti í raun og veru við að hann væri „gyðingslegur“. Þá sagðist hann ranglega vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og að móðir hans hefði látið lífið vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Alríkis- og umdæmissaksóknarar í Bandaríkjunum kanna nú fjármál og falskar yfirlýsingar Santos. Þingmannsefnið hefur ekki getað svarað hvaðan 700.000 dollarar sem hann lánaði framboði sínu komu í ljósi þess að hann var nýlega borinn út og skuldaði háar fjárhæðir í leigu. Hann hefur sagst hafa auðgast hratt á ráðgjafarfyrirtæki sem hafi engu að síður verið afskráð vegna mistaka endurskoðanda. Stal ávísanahefti af sjúklingi móður sinnar Nú segjast saksóknarar í Ríó de Janeiro í Brasilíu ætla að halda áfram rannsókn á meintum fjársvikum Santos þar í landi árið 2008 fyrst að þeir vita nú hvar hann er að finna. Þeir ætla að fara formlega fram á það við bandaríska dómsmálaráðuneytið að það tilkynni Santos um ákæruna. Málið snýst um ávísanahefti sem Santos stal frá skjólstæðingi móður sinnar sem vann við hjúkrun þegar hann var sjálfur um tvítugt. Hann var staðinn að því að svíkja varning út úr fataverslun með heftinu og fölsku nafni í brasilísku borginni Niterói. Santos er sagður hafa játað brot sitt við verslunareigandann árið 2009. Þau móðir hans hafi sagt lögreglunni að hann hefði stolið ávísanaheftinu og notað það til þess að svíkja út varning ári síðar. New York Times segir að brasilískur dómstóll hafi samþykkt ákæru á hendur Santos í september árið 2011 og skipað honum að svara til saka. Þá hafi hann hins vegar verið farinn úr landi og kominn aftur til Bandaríkjanna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Santos tekur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag í skugga ásakana um að hann hafi logið um nær allt á ferilskrá sinni í kosningabaráttunni. Hann laug því að hann hefði unnið fyrir stór fjármálafyrirtæki á Wall Street og útskrifast úr fínum háskóla og sagðist vera gyðingur en átti í raun og veru við að hann væri „gyðingslegur“. Þá sagðist hann ranglega vera afkomandi eftirlifenda helfararinnar og að móðir hans hefði látið lífið vegna hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Alríkis- og umdæmissaksóknarar í Bandaríkjunum kanna nú fjármál og falskar yfirlýsingar Santos. Þingmannsefnið hefur ekki getað svarað hvaðan 700.000 dollarar sem hann lánaði framboði sínu komu í ljósi þess að hann var nýlega borinn út og skuldaði háar fjárhæðir í leigu. Hann hefur sagst hafa auðgast hratt á ráðgjafarfyrirtæki sem hafi engu að síður verið afskráð vegna mistaka endurskoðanda. Stal ávísanahefti af sjúklingi móður sinnar Nú segjast saksóknarar í Ríó de Janeiro í Brasilíu ætla að halda áfram rannsókn á meintum fjársvikum Santos þar í landi árið 2008 fyrst að þeir vita nú hvar hann er að finna. Þeir ætla að fara formlega fram á það við bandaríska dómsmálaráðuneytið að það tilkynni Santos um ákæruna. Málið snýst um ávísanahefti sem Santos stal frá skjólstæðingi móður sinnar sem vann við hjúkrun þegar hann var sjálfur um tvítugt. Hann var staðinn að því að svíkja varning út úr fataverslun með heftinu og fölsku nafni í brasilísku borginni Niterói. Santos er sagður hafa játað brot sitt við verslunareigandann árið 2009. Þau móðir hans hafi sagt lögreglunni að hann hefði stolið ávísanaheftinu og notað það til þess að svíkja út varning ári síðar. New York Times segir að brasilískur dómstóll hafi samþykkt ákæru á hendur Santos í september árið 2011 og skipað honum að svara til saka. Þá hafi hann hins vegar verið farinn úr landi og kominn aftur til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19