Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 09:25 Bandarískur matvælaiðnaður er afar háður býflugunni. Getty/Anadolu Agency/David Talukdar Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. Annette Kleiser, framkvæmdastjóri Dalan, segir um að ræða vatnaskil þegar kemur að verndun býflugunnar, sem er gríðarlega nauðsynleg í matvælaframleiðslu. Markmiðið með bóluefninu er að koma í veg fyrir útbreiðslu býflugnapestar (e. foulbrood), sem leggst á og drepur heilu búin. Engin lækning er til við sjúkdómnum, sem hefur fundist í einu af fjórum búum sums staðar í Bandaríkjunum. Þegar sjúkdómurinn kemur upp þarf að eyða og brenna sýktum búum og nota sýklalyf til að hemja útbreiðslu hans. Bóluefnið verður sett í fæðuna sem vinnuflugurnar gefa drottningunni. Þannig mun það berast í eggjastokka drottningarinnar og í allar þær lirfur sem hún eignast. Rannsóknir benda til að þetta muni draga úr dauðsföllum af völdum pestarinnar. Samkvæmt forsvarsmönnum Dalan standa vonir til að rannsóknirnar að baki bóluefninu muni nýtast til að þróa önnur bóluefni, til að mynda gegn annarri tegund býflugnapestar sem er útbreidd í Evrópu. Miklar áhyggjur eru uppi vegna slæmrar afkomu býflugunnar í Bandaríkjunum, þar sem henni stafar meðal annars ógn af notkun eiturefna og loftslagsbreytingum. Heilbrigð bú eru afar verðmæt og býflugnaþjófnaður vandamál. Bandaríkin Matvælaframleiðsla Lyf Dýr Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Annette Kleiser, framkvæmdastjóri Dalan, segir um að ræða vatnaskil þegar kemur að verndun býflugunnar, sem er gríðarlega nauðsynleg í matvælaframleiðslu. Markmiðið með bóluefninu er að koma í veg fyrir útbreiðslu býflugnapestar (e. foulbrood), sem leggst á og drepur heilu búin. Engin lækning er til við sjúkdómnum, sem hefur fundist í einu af fjórum búum sums staðar í Bandaríkjunum. Þegar sjúkdómurinn kemur upp þarf að eyða og brenna sýktum búum og nota sýklalyf til að hemja útbreiðslu hans. Bóluefnið verður sett í fæðuna sem vinnuflugurnar gefa drottningunni. Þannig mun það berast í eggjastokka drottningarinnar og í allar þær lirfur sem hún eignast. Rannsóknir benda til að þetta muni draga úr dauðsföllum af völdum pestarinnar. Samkvæmt forsvarsmönnum Dalan standa vonir til að rannsóknirnar að baki bóluefninu muni nýtast til að þróa önnur bóluefni, til að mynda gegn annarri tegund býflugnapestar sem er útbreidd í Evrópu. Miklar áhyggjur eru uppi vegna slæmrar afkomu býflugunnar í Bandaríkjunum, þar sem henni stafar meðal annars ógn af notkun eiturefna og loftslagsbreytingum. Heilbrigð bú eru afar verðmæt og býflugnaþjófnaður vandamál.
Bandaríkin Matvælaframleiðsla Lyf Dýr Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira