Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 12:04 Halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) á mynd áhugastjörnuljósmyndarans Dans Bartlett sem var tekin 19. desember. Dan Bartlett Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni. Geimurinn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni.
Geimurinn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira