Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 12:04 Halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) á mynd áhugastjörnuljósmyndarans Dans Bartlett sem var tekin 19. desember. Dan Bartlett Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni. Geimurinn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að halastjarnan C/2022 E3 (ZTF) verði sýnileg á morgunhimninum á norðurhveli þegar hún þokast til norðvesturs í janúar. Hún er nú á leið um innra sólkerfið og verður í sólnánd 12. janúar. Á bakaleiðinni verður halastjarnan í jarðnánd dagana 1. til 2. febrúar. Næst verður hún í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Mögulegt er að halastjarnan verði sýnileg með berum augum. Jafnvel þó að hún dofni frá því sem nú er verður enn hægt að sjá hana með handsjónauka eða stjörnusjónauka í nokkra daga þegar hún verður sem næst jörðinni, að því er segir á vefsíðunni Space.com. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að það geti verið snúið að finna halastjörnuna. Mikilvægt sé að nota stjörnukort og vera fjarri allri ljósmengun eða á eins dimmum stað og hægt er. Þessa stundina sé aðeins hægt að sjá halastjörnuna með aðstoð handsjónauka eða lítilla stjörnusjónauka. Hún er nú á milli stjörnumerkjanna Norðurkórónunnar og Hjarðmannsins en færist ofar á himininn. Ágætt sé að skanna svæðið með handsjónauka til að finna hana. „Þá sæist hún sem þokukennt fyrirbæri með áberandi kjarna og stuttan þokukenndan hala sem liggur frá honum. Þá er bara að vona að birtan aukist og hún komi til með að sjást með berum augum. Þó ber að hafa í huga að hún sæist aðeins dauflega við bestu aðstæður, það er mjög gott myrkur fjarri allri ljósmengun,“ segir Sævar Helgi við Vísi. Átti síðast leið hjá á fornsteinöld Umferðartími halastjörnunnar, tíminn sem það tekur hana að ferðast einn hring um sólina, er um 50.000 ár. Síðast fór hún svo nærri jörðu á síðasta tímabili fornsteinaldar. Fyrstu viti bornu mennirnir og síðustu neanderdalsmennirnir hefðu getað borið hana augum. Stjörnufræðingar komu ekki auga á C/2022 E3 (ZTF) fyrr en á víðmynd Zwicky-sjónaukans í mars í fyrra. Halastjarnan var þá fyrir innan sporbraut Júpíters og var í fyrstu talið að hún væri smástirni. Þegar hún varð sífellt bjartari áttuðu vísindamenn sig á því að hún væri halastjarna með langan umferðartíma. Halastjörnur eru litlir ís- og rykhnettir sem eru leifar frá myndun sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Flestar þeirra eru upprunnar úr Kuipersbeltinu í ytra sólkerfinu og Oort-skýinu langt fyrir utan brautir ystu reikistjarnanna, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Þegar kjarnar halastjarnanna nálgast sólina byrjar ís á þurrgufa upp og mynda hala sem beinast frá sólinni.
Geimurinn Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira