Meiriháttar gagnaleki hjá Twitter gæti ógnað andófsfólki Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 15:46 Mikið hefur gengið á hjá Twitter að undanförnu og verulega kvarnast úr starfsliðinu. Gögnunum virðist þó hafa verið stolið í lok árs 2021, mörgum mánuðum áður en eigendaskipti urðu hjá samfélagsmiðlinum. AP/Jeff Chiu Tölvuþrjótar láku upplýsingum um 235 milljónir notenda samfélagsmiðilsins Twitter og tölvupóstföngin sem þeir notuðu til þess að stofna reikninga sína. Með gögnunum er mögulegt að rekja spor nafnlausra notenda sem gæti ógnað öryggi andófsfólks. Washington Post segir að svo virðist sem að gögnin hafi verið tekin saman síðla árs 2021 og þau birt á vinsælu markaðstorgi tölvuþrjóta. Þjófarnir hafi notfært sér galla í kerfi Twitter sem gerði óviðkomandi kleift að að finna notendur miðilsins með tölvupóstfangi eða símanúmeri þeirra. Öryggissérfræðingur sem blaðið ræðir við segir að lekinn skapi hættu á að fólk sem notar Twitter til þess að gagnrýna stjórnvöld eða valdamikla einstaklinga í skjóli nafnleysis verði afhjúpað, handtekið eða beitt ofbeldi eða fjárkúgunum. Þrír af hverjum fjórum notendum miðilsins eru utan Bandaríkjanna og Kanada. Þrjótarnir gætu enn fremur notað tölvupóstföngin til þess að skipta um lykilorð notenda og taka reikninga þeirra yfir, sérstaklega þeirra sem eru ekki með tvífasaauðkenningu. Forsvarsmenn Twitters sögðust hafa fengið vitneskju um gallann í janúar en hann hafi verið til staðar í um sjö mánuði eftir uppfærslu á hugbúnaðinum. Tölvuþrjótar hafi reynt að selja upplýsingar um 5,4 milljónir notenda í júlí. Nær öruggt er talið að þeim gögnum hafi verið stolið með sama hætti og þeim sem nú eru til sölu. Eftirlitsstofnanir beggja vegna Atlantsála fylgjast nú þegar grannt með Twitter vegna brota á persónuverndarlögum. Talið er að aukinn kraftur færist í þær rannsóknir vegna tíðindanna af meiriháttar gagnalekanum. Stjórnendur Twitter svöruðu ekki fyrirspurnum Washington Post um lekann. Twitter Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Washington Post segir að svo virðist sem að gögnin hafi verið tekin saman síðla árs 2021 og þau birt á vinsælu markaðstorgi tölvuþrjóta. Þjófarnir hafi notfært sér galla í kerfi Twitter sem gerði óviðkomandi kleift að að finna notendur miðilsins með tölvupóstfangi eða símanúmeri þeirra. Öryggissérfræðingur sem blaðið ræðir við segir að lekinn skapi hættu á að fólk sem notar Twitter til þess að gagnrýna stjórnvöld eða valdamikla einstaklinga í skjóli nafnleysis verði afhjúpað, handtekið eða beitt ofbeldi eða fjárkúgunum. Þrír af hverjum fjórum notendum miðilsins eru utan Bandaríkjanna og Kanada. Þrjótarnir gætu enn fremur notað tölvupóstföngin til þess að skipta um lykilorð notenda og taka reikninga þeirra yfir, sérstaklega þeirra sem eru ekki með tvífasaauðkenningu. Forsvarsmenn Twitters sögðust hafa fengið vitneskju um gallann í janúar en hann hafi verið til staðar í um sjö mánuði eftir uppfærslu á hugbúnaðinum. Tölvuþrjótar hafi reynt að selja upplýsingar um 5,4 milljónir notenda í júlí. Nær öruggt er talið að þeim gögnum hafi verið stolið með sama hætti og þeim sem nú eru til sölu. Eftirlitsstofnanir beggja vegna Atlantsála fylgjast nú þegar grannt með Twitter vegna brota á persónuverndarlögum. Talið er að aukinn kraftur færist í þær rannsóknir vegna tíðindanna af meiriháttar gagnalekanum. Stjórnendur Twitter svöruðu ekki fyrirspurnum Washington Post um lekann.
Twitter Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira