Erlent Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. Erlent 13.7.2023 17:00 Fékk afskorinn fingur í pósti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fékk afskorinn fingur í pósti síðastliðinn mánudag. Pakkinn með fingrinum var sendur í Élysée-höll, bústað forsetans í París. Erlent 13.7.2023 16:19 Slagsmál brutust út á kósovska þinginu og vatni skvett á forsætisráðherra Uppi varð fótur og fit á kósovska þinginu í dag þegar slagsmál brutust út og vatni var skvett á Albin Kurti, forsætisráðherra Kósovó. Erlent 13.7.2023 16:18 Mesta fjölgun í Evrópusambandinu í meira en hálfa öld Íbúum Evrópusambandslanda fjölgaði um 2,7 milljónir árið 2022 sem er mesta hækkun síðan árið 1965. Tvö ár þar á undan var fólksfækkun. Erlent 13.7.2023 15:47 „Ég er mikill daðrari“ Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum. Erlent 13.7.2023 11:19 Hús hrynja vegna fordæmalausra flóða Rúmlega hundrað manns hafa látið lífið vegna umfangsmikilla flóða í norðurhluta Indlands í vikunni. Flóðunum hefur verið lýst sem fordæmalausum en þau fylgja fordæmalausum rigningum á monsúntímabilinu svokallaða, sem hófst í síðasta mánuði. Erlent 13.7.2023 10:23 Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. Erlent 13.7.2023 08:58 „Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. Erlent 13.7.2023 08:26 Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. Erlent 13.7.2023 07:29 Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. Erlent 12.7.2023 23:52 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. Erlent 12.7.2023 19:29 Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. Erlent 12.7.2023 19:04 „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. Erlent 12.7.2023 15:00 Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 12.7.2023 14:00 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. Erlent 12.7.2023 08:37 Einn fylgjenda Manson látinn laus eftir 53 ár í fangelsi Leslie Van Houten hefur verið látið laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað 53 ára dóm fyrir aðild sína að morðinu á Leno og Rosemary LaBianca. Van Houten var 19 ára gömul þegar hún tók þátt í morðunum sem einn af fylgjendum Charles Manson. Erlent 12.7.2023 07:50 „Hjartsláttarfrumvarp“ samþykkt í Iowa Ný lög hafa verið samþykkt í Iowa í Bandaríkjunum sem banna þungunarrof í nær öllum tilvikum eftir að hjartsláttur finnst, sem er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu, fyrir þann tíma sem flestar konur vita að þær eru óléttar. Erlent 12.7.2023 07:02 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Erlent 11.7.2023 19:35 Fundu lík barns í fjöru Líkamsleifar ungs barns fundust í fjöru við Miðjarðarhafið í morgun. Talið er að barnið hafi verið tveggja til þriggja ára en líkamsleifarnar eru taldar hafa verið í nokkurn tíma í sjónum. Erlent 11.7.2023 15:01 Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 11.7.2023 11:59 Þarf ekki að borga tugi milljóna í fundarlaun Söng- og leikkonan Lady Gaga þarf ekki að greiða konu hálfa milljón dala í fundarlaun fyrir að skila hundum hennar. Konan, sem hefur verið dæmd vegna hundaránsins, fór í mál gegn Gaga og hélt því fram að hún ætti rétt á peningunum, þar sem söngkonan hefði heitið því að spyrja engra spurninga ef hún fengi hundana aftur. Erlent 11.7.2023 11:16 Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. Erlent 11.7.2023 10:27 Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. Erlent 11.7.2023 09:14 Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. Erlent 11.7.2023 08:20 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. Erlent 11.7.2023 07:57 Nassar stunginn tíu sinnum í fangelsinu í Flórída Larry Nassar, fyrrverandi læknir landsliðs Bandaríkjanna í fimleikum, var stunginn að minnsta kosti tíu sinnum í fangelsinu þar sem hann dvelur. Nassar var dæmdur í 175 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á liðsmönnum landsliðsins. Erlent 11.7.2023 07:22 Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. Erlent 10.7.2023 19:47 Forsetinn endurkjörinn með 87 prósent atkvæða Shavkat Mirziyoyev hefur verið endurkjörinn sem forseti Mið-Asíuríkisins Úsbekistans. Samkvæmt tölum frá kjörstjórn hlaut forsetinn 87,1 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær og mun hann því sitja sitt þriðja kjörtímabil. Erlent 10.7.2023 14:41 Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann muni segja skilið við stjórnmálin eftir komandi þingkosningar. Greint var frá því fyrir helgi að hollenska ríkisstjórnin væri sprungin vegna deilna innan stjórnarliðsins um innflytjendamál. Erlent 10.7.2023 08:49 Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. Erlent 10.7.2023 08:35 « ‹ 158 159 160 161 162 163 164 165 166 … 334 ›
Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. Erlent 13.7.2023 17:00
Fékk afskorinn fingur í pósti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fékk afskorinn fingur í pósti síðastliðinn mánudag. Pakkinn með fingrinum var sendur í Élysée-höll, bústað forsetans í París. Erlent 13.7.2023 16:19
Slagsmál brutust út á kósovska þinginu og vatni skvett á forsætisráðherra Uppi varð fótur og fit á kósovska þinginu í dag þegar slagsmál brutust út og vatni var skvett á Albin Kurti, forsætisráðherra Kósovó. Erlent 13.7.2023 16:18
Mesta fjölgun í Evrópusambandinu í meira en hálfa öld Íbúum Evrópusambandslanda fjölgaði um 2,7 milljónir árið 2022 sem er mesta hækkun síðan árið 1965. Tvö ár þar á undan var fólksfækkun. Erlent 13.7.2023 15:47
„Ég er mikill daðrari“ Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum. Erlent 13.7.2023 11:19
Hús hrynja vegna fordæmalausra flóða Rúmlega hundrað manns hafa látið lífið vegna umfangsmikilla flóða í norðurhluta Indlands í vikunni. Flóðunum hefur verið lýst sem fordæmalausum en þau fylgja fordæmalausum rigningum á monsúntímabilinu svokallaða, sem hófst í síðasta mánuði. Erlent 13.7.2023 10:23
Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. Erlent 13.7.2023 08:58
„Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. Erlent 13.7.2023 08:26
Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. Erlent 13.7.2023 07:29
Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. Erlent 12.7.2023 23:52
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. Erlent 12.7.2023 19:29
Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. Erlent 12.7.2023 19:04
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. Erlent 12.7.2023 15:00
Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 12.7.2023 14:00
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. Erlent 12.7.2023 08:37
Einn fylgjenda Manson látinn laus eftir 53 ár í fangelsi Leslie Van Houten hefur verið látið laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað 53 ára dóm fyrir aðild sína að morðinu á Leno og Rosemary LaBianca. Van Houten var 19 ára gömul þegar hún tók þátt í morðunum sem einn af fylgjendum Charles Manson. Erlent 12.7.2023 07:50
„Hjartsláttarfrumvarp“ samþykkt í Iowa Ný lög hafa verið samþykkt í Iowa í Bandaríkjunum sem banna þungunarrof í nær öllum tilvikum eftir að hjartsláttur finnst, sem er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu, fyrir þann tíma sem flestar konur vita að þær eru óléttar. Erlent 12.7.2023 07:02
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Erlent 11.7.2023 19:35
Fundu lík barns í fjöru Líkamsleifar ungs barns fundust í fjöru við Miðjarðarhafið í morgun. Talið er að barnið hafi verið tveggja til þriggja ára en líkamsleifarnar eru taldar hafa verið í nokkurn tíma í sjónum. Erlent 11.7.2023 15:01
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 11.7.2023 11:59
Þarf ekki að borga tugi milljóna í fundarlaun Söng- og leikkonan Lady Gaga þarf ekki að greiða konu hálfa milljón dala í fundarlaun fyrir að skila hundum hennar. Konan, sem hefur verið dæmd vegna hundaránsins, fór í mál gegn Gaga og hélt því fram að hún ætti rétt á peningunum, þar sem söngkonan hefði heitið því að spyrja engra spurninga ef hún fengi hundana aftur. Erlent 11.7.2023 11:16
Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. Erlent 11.7.2023 10:27
Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. Erlent 11.7.2023 09:14
Ítreka öryggi bóluefnanna og vara við falsupplýsingum Alþjóðasamband lyfjastofnana (ICMRA) hefur sent frá sér yfirlýsingu til að ítreka og vekja athygli á öryggi bóluefnanna við Covid-19 og röngum og misvísandi upplýsingum sem eru í umferð. Erlent 11.7.2023 08:20
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. Erlent 11.7.2023 07:57
Nassar stunginn tíu sinnum í fangelsinu í Flórída Larry Nassar, fyrrverandi læknir landsliðs Bandaríkjanna í fimleikum, var stunginn að minnsta kosti tíu sinnum í fangelsinu þar sem hann dvelur. Nassar var dæmdur í 175 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á liðsmönnum landsliðsins. Erlent 11.7.2023 07:22
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. Erlent 10.7.2023 19:47
Forsetinn endurkjörinn með 87 prósent atkvæða Shavkat Mirziyoyev hefur verið endurkjörinn sem forseti Mið-Asíuríkisins Úsbekistans. Samkvæmt tölum frá kjörstjórn hlaut forsetinn 87,1 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær og mun hann því sitja sitt þriðja kjörtímabil. Erlent 10.7.2023 14:41
Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann muni segja skilið við stjórnmálin eftir komandi þingkosningar. Greint var frá því fyrir helgi að hollenska ríkisstjórnin væri sprungin vegna deilna innan stjórnarliðsins um innflytjendamál. Erlent 10.7.2023 08:49
Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. Erlent 10.7.2023 08:35