„78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2024 07:28 Barack Obama sagðist vera eini maðurinn sem væri svo vitlaus að stíga á svið á eftir eigikonu sinni, sem uppskar jafnvel meiri fögnuð viðstaddra en forsetinn fyrrverandi. Getty/Joe Raedle Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. „Já, hún getur!“ hrópuðu viðstaddir þegar forsetinn fyrrverandi hélt ræðu sína en eins og þekkt er var „Já, við getum!“ slagorð kosningabaráttu hans fyrir forsetakosningarnar árið 2008. „Við þörfnumst ekki fjögurra ára í viðbót af vandræðum og veseni og kaos,“ sagði Obama. „Við höfum séð þá mynd áður og vitum að framhaldsmyndin er oftast verri. Bandaríkin eru reiðubúin fyrir nýjan kafla. Bandaríkin eru reiðubúin fyrir betri sögu. Við erum reiðubúin fyrir Kamölu Harris forseta.“ Obama sagðist vongóður þar sem landsþing Demókrataflokksins hefðu reynst góður stökkpallur fyrir „krakka með skrýtin nöfn sem trúa á land þar sem allt er mögulegt“ og vísaði þar til ræðu sem hann hélt sjálfur á landsþinginu fyrir nákvæmlega 20 árum. Ræðan kom Obama á kortið og sama ár var hann kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Illinois. Harris tók þátt í þeirri kosningabaráttu og studdi Obama einnig í forvalinu gegn Hillary Clinton fjórum árum síðar. .@KamalaHarris and @Tim_Walz believe in an America where "We the People" includes everyone. Because that's the only way this American experiment works. And despite what our politics might suggest, I think most Americans understand that. pic.twitter.com/hGZnK7A0ys— Barack Obama (@BarackObama) August 21, 2024 Obama minnti viðstadda hins vegar einnig á að þrátt fyrir hin mikla meðbyr sem Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz hafa notið væri enn afar tvísýnt um úrslitin; menn ættu að mæta á kjörstað og spyrja sig að því hvort forsetaefnið myndi berjast fyrir þá. Harris hafði alla tíð barist fyrir því að veita öðrum þau tækifæri sem hún naut. Sama væri ekki hægt að segja um Donald Trump. „Þetta er 78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín frá því að hann kom niður gullrúllustigann fyrir níu árum,“ sagði Obama. „Þetta hefur verið stöðugur straumur af vandamálum og kvörtunum, sem hafa versnað nú þegar hann er hræddur um að tapa fyrir Kamölu.“ „Barnaleg uppnefni og brjálaðar samsæriskenningar. Þráhyggja yfir fjölda viðstaddra. Áfram mætti telja. Um daginn heyrði ég einhvern líkja Trump við nágranna sem hefur laufblásarann í gangi fyrir utan gluggann þinn hverja mínútu hvern dag. Af hálfu nágranna er það þreytandi. Af hálfu forseta er það hættulegt.“ Þegar viðstaddir hófu að púa þegar minnst var á Trump, sagði Obama: „Ekki púa. Kjósið!“ Barack Obama eviscerated Donald Trump in a speech at the Democratic National Convention, saying that Trump “has not stopped whining about his problems” since he announced his first campaign in 2015. pic.twitter.com/wqtmLQ91yg— The New York Times (@nytimes) August 21, 2024 Enn langt í land Obama sagði Harris ekki nágrannann sem kveikti á laufblásaranum heldur nágrannann sem kæmi til aðstoðar þegar eitthvað bjátaði á. Hann hvatti menn hins vegar til að hunsa ekki þá sem væru hinum megin á hinu pólitíska litrófi, heldur hlusta á þá. Michelle Obama gagnrýndi Trump fyrir þröngsýni og sagði hann hafa gert allt til að gera þau hjónin tortryggileg. Þá gerði hún lítið úr þeirri fullyrðingu Trump, sem hann hefur notað til að höfða til svartra kjósenda, um að innflytjendur væru að taka „svört störf“. „Hver ætlar að segja honum að starfið sem hann er núna að sækjast eftir gæti verið eitt af þessum „svörtu störfum“,“ spurði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Stephanie Grisham, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump og talsmaður Melaniu Trump, var meðal þeirra Repúblikana sem stigu á svið í gær og hvöttu fólk til að kjósa Harris. Former Trump press secretary Stephanie Grisham tells the DNC she never held a White House briefing "because, unlike my boss, I never wanted to stand at that podium and lie. Now, here I am behind a podium advocating for a Democrat." https://t.co/40Dlee2KMG pic.twitter.com/eDhNhkCaiz— ABC News (@ABC) August 20, 2024 Hún sagði að á bak við lokaðar dyr gerði Trump lítið úr kjósendum sínum og kallaði þá „kjallarabúa“. Eitt sinn þegar hann heimsótti gjörgæslu þar sem fólk lá fyrir dauðanum hefði hann haft meiri áhyggjur af því að myndavélarnar fylgdu honum ekki stöðugt eftir. Þá sýndi Grisham skilaboð milli sín og Melaniu daginn sem ráðist var inn í þinghúsið, þar sem Grisham spurði hvort hún ætti ekki að senda út skilaboð um að menn ættu að mótmæla með friðasamlegum hætti. „Nei,“ svaraði forsetafrúin þáverandi. Annar Repúblikani sem steig á svið var John Giles, borgarstjóri Mesa í Arizona. „Ég þarf að gera játningu. Ég hef tilheyrt Repúblikanaflokknum allt mitt líf. En ég upplifi mig meira heima hér en í Repúblikanaflokknum eins og hann er í dag.“ Það hefur verið mikið um dýrðir á landsþinginu en sérfræðingar hafa varað Demókrata við því að verða of værukærir. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni Harris og Walz í sókn sé mjög tvísýnt um framhaldið og afar mjótt á munum í barátturíkjunum, til að mynda Pennsylvaníu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
„Já, hún getur!“ hrópuðu viðstaddir þegar forsetinn fyrrverandi hélt ræðu sína en eins og þekkt er var „Já, við getum!“ slagorð kosningabaráttu hans fyrir forsetakosningarnar árið 2008. „Við þörfnumst ekki fjögurra ára í viðbót af vandræðum og veseni og kaos,“ sagði Obama. „Við höfum séð þá mynd áður og vitum að framhaldsmyndin er oftast verri. Bandaríkin eru reiðubúin fyrir nýjan kafla. Bandaríkin eru reiðubúin fyrir betri sögu. Við erum reiðubúin fyrir Kamölu Harris forseta.“ Obama sagðist vongóður þar sem landsþing Demókrataflokksins hefðu reynst góður stökkpallur fyrir „krakka með skrýtin nöfn sem trúa á land þar sem allt er mögulegt“ og vísaði þar til ræðu sem hann hélt sjálfur á landsþinginu fyrir nákvæmlega 20 árum. Ræðan kom Obama á kortið og sama ár var hann kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Illinois. Harris tók þátt í þeirri kosningabaráttu og studdi Obama einnig í forvalinu gegn Hillary Clinton fjórum árum síðar. .@KamalaHarris and @Tim_Walz believe in an America where "We the People" includes everyone. Because that's the only way this American experiment works. And despite what our politics might suggest, I think most Americans understand that. pic.twitter.com/hGZnK7A0ys— Barack Obama (@BarackObama) August 21, 2024 Obama minnti viðstadda hins vegar einnig á að þrátt fyrir hin mikla meðbyr sem Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz hafa notið væri enn afar tvísýnt um úrslitin; menn ættu að mæta á kjörstað og spyrja sig að því hvort forsetaefnið myndi berjast fyrir þá. Harris hafði alla tíð barist fyrir því að veita öðrum þau tækifæri sem hún naut. Sama væri ekki hægt að segja um Donald Trump. „Þetta er 78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín frá því að hann kom niður gullrúllustigann fyrir níu árum,“ sagði Obama. „Þetta hefur verið stöðugur straumur af vandamálum og kvörtunum, sem hafa versnað nú þegar hann er hræddur um að tapa fyrir Kamölu.“ „Barnaleg uppnefni og brjálaðar samsæriskenningar. Þráhyggja yfir fjölda viðstaddra. Áfram mætti telja. Um daginn heyrði ég einhvern líkja Trump við nágranna sem hefur laufblásarann í gangi fyrir utan gluggann þinn hverja mínútu hvern dag. Af hálfu nágranna er það þreytandi. Af hálfu forseta er það hættulegt.“ Þegar viðstaddir hófu að púa þegar minnst var á Trump, sagði Obama: „Ekki púa. Kjósið!“ Barack Obama eviscerated Donald Trump in a speech at the Democratic National Convention, saying that Trump “has not stopped whining about his problems” since he announced his first campaign in 2015. pic.twitter.com/wqtmLQ91yg— The New York Times (@nytimes) August 21, 2024 Enn langt í land Obama sagði Harris ekki nágrannann sem kveikti á laufblásaranum heldur nágrannann sem kæmi til aðstoðar þegar eitthvað bjátaði á. Hann hvatti menn hins vegar til að hunsa ekki þá sem væru hinum megin á hinu pólitíska litrófi, heldur hlusta á þá. Michelle Obama gagnrýndi Trump fyrir þröngsýni og sagði hann hafa gert allt til að gera þau hjónin tortryggileg. Þá gerði hún lítið úr þeirri fullyrðingu Trump, sem hann hefur notað til að höfða til svartra kjósenda, um að innflytjendur væru að taka „svört störf“. „Hver ætlar að segja honum að starfið sem hann er núna að sækjast eftir gæti verið eitt af þessum „svörtu störfum“,“ spurði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Stephanie Grisham, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Donald Trump og talsmaður Melaniu Trump, var meðal þeirra Repúblikana sem stigu á svið í gær og hvöttu fólk til að kjósa Harris. Former Trump press secretary Stephanie Grisham tells the DNC she never held a White House briefing "because, unlike my boss, I never wanted to stand at that podium and lie. Now, here I am behind a podium advocating for a Democrat." https://t.co/40Dlee2KMG pic.twitter.com/eDhNhkCaiz— ABC News (@ABC) August 20, 2024 Hún sagði að á bak við lokaðar dyr gerði Trump lítið úr kjósendum sínum og kallaði þá „kjallarabúa“. Eitt sinn þegar hann heimsótti gjörgæslu þar sem fólk lá fyrir dauðanum hefði hann haft meiri áhyggjur af því að myndavélarnar fylgdu honum ekki stöðugt eftir. Þá sýndi Grisham skilaboð milli sín og Melaniu daginn sem ráðist var inn í þinghúsið, þar sem Grisham spurði hvort hún ætti ekki að senda út skilaboð um að menn ættu að mótmæla með friðasamlegum hætti. „Nei,“ svaraði forsetafrúin þáverandi. Annar Repúblikani sem steig á svið var John Giles, borgarstjóri Mesa í Arizona. „Ég þarf að gera játningu. Ég hef tilheyrt Repúblikanaflokknum allt mitt líf. En ég upplifi mig meira heima hér en í Repúblikanaflokknum eins og hann er í dag.“ Það hefur verið mikið um dýrðir á landsþinginu en sérfræðingar hafa varað Demókrata við því að verða of værukærir. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni Harris og Walz í sókn sé mjög tvísýnt um framhaldið og afar mjótt á munum í barátturíkjunum, til að mynda Pennsylvaníu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira