Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 13:57 Snekkjan Bayesian (t.v.) við akkari utan við hafnarbæinn Porticello nærri Palermo á Sikiley í gærkvöldi. AP/Fabio La Bianca/Baia Santa Nicolicchia Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. Einn hefur fundist látinn og sex er enn saknað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk aðeins um sjö hundruð metrum frá höfninni í Porticello á Sikiley snemma í morgun. Fimmtán var bjargað, þar á meðal eins árs gömlu stúlkubarni. Móðir stúlkunnar lýsti því hvernig hún hélt höfði hennar úr kafi þar til björgunarlið kom þeim til aðstoðar. „Ég hélt henni á floti með öllum mínum kröftum, ég teygði handleggina upp til að forða henni frá því að drukkna,“ sagði konan við ítalska blaðið La Repubblica. „Það var kolniðamyrkur. Ég gat ekki haldið augunum opnum í sjónum. Ég öskraði á hjálp en það eina sem ég heyrði í kringum mig voru öskur hinna,“ sagði hún. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu sem tók á móti mæðgunum segir að þeim heilsist báðum vel eftir atvikum. Fylgst sé með stúlkunni í varúðarskyni. Björgunarbátar utan við höfnina í Porticello þar sem leitað er í flaki snekkjunnar á hafsbotninum.AP/ítalska strandgæslan Til leigu fyrir tæpar þrjátíu milljónir á viku Kafarar fundu lík eins þeirra sem var saknað við flak snekkjunnar á um fimmtíu metra dýpi í morgun. Hinna sex er enn leitað. Á meðal þeirra er Mike Lynch, breskur kaupsýslumaður, sem auðgaðist á nýsköpun í hugbúnaðarbransanum á 10. áratugnum. Hann lenti síðar í kasti við lögin í Bandaríkjunum þar sem hann var ákærður fyrir blekkingar í tengslum við sölu á fyrirtæki. Hann var sýknaður á endanum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að snekkjan sé í eigu aflandsfélags sem Angela Bacares, eiginkona Lynch, er skráð fyrir. Bacares er sögð á meðal þeirra fimmtán sem var bjargað í morgun. Samkvæmt upplýsingum ítalskra viðbragðsaðila hvolfdi snekkjunni áður en hún sökk. Vonskuveður var á Miðjarðarhafi í morgun og frásagnir hafa verið um að snekkjan kunni að hafa lent í skýstróki. Snekkjan Bayesian var þekkt fyrir 75 metra hátt álmastur, eitt það hæsta í heimi. Hún var auglýst til leigu fyrir allt að 29,7 milljónir íslenskra króna á viku. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Einn hefur fundist látinn og sex er enn saknað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk aðeins um sjö hundruð metrum frá höfninni í Porticello á Sikiley snemma í morgun. Fimmtán var bjargað, þar á meðal eins árs gömlu stúlkubarni. Móðir stúlkunnar lýsti því hvernig hún hélt höfði hennar úr kafi þar til björgunarlið kom þeim til aðstoðar. „Ég hélt henni á floti með öllum mínum kröftum, ég teygði handleggina upp til að forða henni frá því að drukkna,“ sagði konan við ítalska blaðið La Repubblica. „Það var kolniðamyrkur. Ég gat ekki haldið augunum opnum í sjónum. Ég öskraði á hjálp en það eina sem ég heyrði í kringum mig voru öskur hinna,“ sagði hún. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu sem tók á móti mæðgunum segir að þeim heilsist báðum vel eftir atvikum. Fylgst sé með stúlkunni í varúðarskyni. Björgunarbátar utan við höfnina í Porticello þar sem leitað er í flaki snekkjunnar á hafsbotninum.AP/ítalska strandgæslan Til leigu fyrir tæpar þrjátíu milljónir á viku Kafarar fundu lík eins þeirra sem var saknað við flak snekkjunnar á um fimmtíu metra dýpi í morgun. Hinna sex er enn leitað. Á meðal þeirra er Mike Lynch, breskur kaupsýslumaður, sem auðgaðist á nýsköpun í hugbúnaðarbransanum á 10. áratugnum. Hann lenti síðar í kasti við lögin í Bandaríkjunum þar sem hann var ákærður fyrir blekkingar í tengslum við sölu á fyrirtæki. Hann var sýknaður á endanum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að snekkjan sé í eigu aflandsfélags sem Angela Bacares, eiginkona Lynch, er skráð fyrir. Bacares er sögð á meðal þeirra fimmtán sem var bjargað í morgun. Samkvæmt upplýsingum ítalskra viðbragðsaðila hvolfdi snekkjunni áður en hún sökk. Vonskuveður var á Miðjarðarhafi í morgun og frásagnir hafa verið um að snekkjan kunni að hafa lent í skýstróki. Snekkjan Bayesian var þekkt fyrir 75 metra hátt álmastur, eitt það hæsta í heimi. Hún var auglýst til leigu fyrir allt að 29,7 milljónir íslenskra króna á viku.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent