Þingmaðurinn lygni játar sekt sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 00:00 Santos játaði sekt sína í 23 ákæruliðum fyrir alríkisdóm í dag, þeirra á meðal auðkennisþjófnaði og fjárdrætti. Getty/Michael M. Santiago George Santos var sviptur sæti sínu í fulltrúardeild Bandaríkjaþings þegar upp komst um umfangsmiklar lygar og fjármálamisferli og á hann nú yfir höfði sér fangelsisvist. Hinn 36 ára George Santos var fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins en í dag játaði hann fyrir alríkisdóm að hafa stundað fjárdrátt, villað sér heimildir og stórfelld fjársvik af ýmsum toga. Fé úr kosningasjóði í lúxusfatnað og klám Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir ríkissaksóknara í New York-ríki að George Santos hafi að því er virðist sagt sannleikann í fyrsta sinn frá því hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Með því að játa hefur herra Santos gengist við því að hafa ítrekað svikið alríkis- og fylkisstjórnir ásamt eigin fjölskyldu, stuðningsfólk og kjósendur. Blygðunarlaus og óskammfeilinn framgangur hans hefur verið upplýstur og hann verður látinn svara til saka fyrir hann,“ er haft eftir Breon Peace ríkissaksóknara. Santos var í fyrra ákærður í fjölda liða fyrir að hafa dregið sér fé úr eigin kosningasjóðum til að nýta í lúxusfatnað, ferðalög og klámsíður, svo nokkuð sé nefnt. Honum var í kjölfarið vikið af þingi en hann er aðeins þriðji þingmaðurinn til að hljóta slíkan dóm í hálfa aðra öld. Staðráðinn í að læra af reynslunni Mikið fór fyrir Santos á meðan stutt dvöl hans á Bandaríkjaþing varði. Hann varð meðal annars uppvís um að ljúga um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og meintan starfsferil hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann hafði þá einnig logið um að hann ætti að baki glæstan feril í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti. Honum var vikið af þingi í annarri tilraun en hann stóð af sér þá fyrstu. Tvo þriðju þingmanna þarf til að þingmanni sé vísað af þingi. Hann varð þá sjötti þingmaður Bandaríkjasögu til að ljúka þingsetu á þennan síður en álitlegan hátt. Former Congressman George Santos, “I failed you”Just now outside court ====> pic.twitter.com/fzOIRi4toj— Scott MacFarlane (@MacFarlaneNews) August 19, 2024 „Ég átta mig á því að með athæfi mínu hafi ég svikið stuðningsmenn mína og kjósendur. Ég er staðráðinn í að bæta upp fyrir þetta og læra af þessari reynslu,“ sagði Santos þegar hann ávarpaði blaðamenn tárvotur fyrir utan dómsalinn. Mál George Santos Bandaríkin Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Hinn 36 ára George Santos var fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins en í dag játaði hann fyrir alríkisdóm að hafa stundað fjárdrátt, villað sér heimildir og stórfelld fjársvik af ýmsum toga. Fé úr kosningasjóði í lúxusfatnað og klám Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er haft eftir ríkissaksóknara í New York-ríki að George Santos hafi að því er virðist sagt sannleikann í fyrsta sinn frá því hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Með því að játa hefur herra Santos gengist við því að hafa ítrekað svikið alríkis- og fylkisstjórnir ásamt eigin fjölskyldu, stuðningsfólk og kjósendur. Blygðunarlaus og óskammfeilinn framgangur hans hefur verið upplýstur og hann verður látinn svara til saka fyrir hann,“ er haft eftir Breon Peace ríkissaksóknara. Santos var í fyrra ákærður í fjölda liða fyrir að hafa dregið sér fé úr eigin kosningasjóðum til að nýta í lúxusfatnað, ferðalög og klámsíður, svo nokkuð sé nefnt. Honum var í kjölfarið vikið af þingi en hann er aðeins þriðji þingmaðurinn til að hljóta slíkan dóm í hálfa aðra öld. Staðráðinn í að læra af reynslunni Mikið fór fyrir Santos á meðan stutt dvöl hans á Bandaríkjaþing varði. Hann varð meðal annars uppvís um að ljúga um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og meintan starfsferil hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann hafði þá einnig logið um að hann ætti að baki glæstan feril í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti. Honum var vikið af þingi í annarri tilraun en hann stóð af sér þá fyrstu. Tvo þriðju þingmanna þarf til að þingmanni sé vísað af þingi. Hann varð þá sjötti þingmaður Bandaríkjasögu til að ljúka þingsetu á þennan síður en álitlegan hátt. Former Congressman George Santos, “I failed you”Just now outside court ====> pic.twitter.com/fzOIRi4toj— Scott MacFarlane (@MacFarlaneNews) August 19, 2024 „Ég átta mig á því að með athæfi mínu hafi ég svikið stuðningsmenn mína og kjósendur. Ég er staðráðinn í að bæta upp fyrir þetta og læra af þessari reynslu,“ sagði Santos þegar hann ávarpaði blaðamenn tárvotur fyrir utan dómsalinn.
Mál George Santos Bandaríkin Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna