Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 08:56 Björgunarbátar aðstoða við leitina að snekkjunni Bayesian undan ströndum Sikileyjar í morgun. Leitin hófst aftur um klukkan hálf sjö að staðartíma. AP/Salvatore Cavalli Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13