„Ég gaf ykkur mitt besta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:05 „Ég elska starfið en ég elska landið mitt meira“ sagði Joe Biden um ákvörðun sína um að stíga til hliðar. Getty/Andrew Harnik „Ég gerði mörg mistök á ferli mínum en ég gaf ykkur mitt besta,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann steig á svið á landsþingi Demókrataflokksins í gærkvöldi. Landsþingið hófst í gær og meðal ræðumanna voru Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez og þrjár konur sem töluðu um reynslu sína af því að búa í ríkjum þar sem þrengt hefur verið að rétti kvenna til þungunarrofs. „Í 50 ár hef ég, líkt og mörg ykkar, gefið þjóðinni hjarta mitt og sál og hef í staðinn verið blessaður milljón sinnum með stuðningi Bandaríkjamanna,“ sagði Biden. Forsetinn, sem dró sig í hlé í kosningabaráttunni og vék fyrir Kamölu Harris, lofaði varaforsetann sinn og sagði það bestu ákvörðun ferils síns að hafa valið hana með sér árið 2020. Þegar viðstaddir hrópuðu „Þakka þér Joe“ þá svaraði hann með „Þakka þér Kamala“. „Ég vona að þið vitið hversu þakklátur ég er ykkur öllum,“ sagði Biden. „Við heiður minn sem Biden þá get ég sagt í fullri hreinskilni að ég er bjartsýnni varðandi framtíðina en þegar ég var kjörinn 29 ára öldungadeildarþingmaður.“ Forsetinn skaut á Donald Trump, sem hefur ítrekað sakað Biden og Harris um að stuðla að auknum glæpum, og sagði glæpum myndu fækka þegar Bandaríkjamenn kysu saksóknara í Hvíta húsið í stað glæpamanns. Þá sagði Biden Trump hafa rangt fyrir sér þegar hann talaði um að Bandaríkjunum hefði hnignað; það væri Trump sem væri „taparinn“. „Hinum megin við glerþakið stendur Kamala Harris“ Þúsundir söfnuðust saman við ráðstefnumiðstöðina þar sem landsþingið fer fram til að mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. Þá drógu mótmælendur inni fram borða undir ræðu Biden sem á stóð „Hættið að vopna Ísrael!“ Forsetinn vék að ástandinu í ræðu sinni og sagði mótmælendur hafa nokkuð til síns máls; mikið af saklausu fólki hefði látist. Unnið væri að því hörðum höndum að forða frekari átökum og ná fram vopnahléi. Það má segja að þema gærdagsins hafi verið kveðja og þakkir til Joe Biden, sem situr þó áfram í Hvíta húsinu fram yfir kosningar.Getty/Kevin Dietsch Það kom nokkuð á óvart að Kamala Harris steig á svið í gær en ræða hennar er ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudagskvöld. Virtist hún vilja þakka Biden fyrir sig og ku hafa sagt „Ég elska þig“ þegar þau föðmuðust á sviðinu. Hillary Clinton, sem upplifði mikið áfall þegar hún beið óvænt ósigur fyrir Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016, sagðist vænta mikils frá Harris. „Ég sé frelsið til að horfa í augu barna okkar og segja: Í Bandaríkjunum getur þú farið eins langt og vinnusemi og hæfileikar þínir bera þig, og meinað það. Og vitið þið hvað? Hinum megið við glerþakið stendur Kamala Harris, með höndina á lofti og að sverja eið sem 47. forseti landsins. Því þegar vegtálmar falla fyrir eitt okkar þá falla þeir fyrir okkur öll,“ sagði Clinton. Hún skaut föstum skotum á Trump og sagði hann hafa sofnað við eigin réttarhöld og vaknað við það að vera fyrsta manneskjan til að keppast um að komast í Hvíta húsið með alvarlega dóma á bakinu. We love you, Joe. https://t.co/Gslgi6uaZx— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 20, 2024 „Bandaríkin standa frammi fyrir fágætu og dýrmætu tækifæri í Kamölu Harris,“ sagði Alexandra Ocasio-Cortez. „Við eigum möguleika á því að kjósa forseta sem styður millistéttina, því hún tilheyrir millistéttinni. Hún skilur mikilvægi leigugreiðslna og peninga fyrir matvöru og lyfjum.“ Ocasio-Cortez sagði Harris stuðningsmann réttinda kvenna og svartra og að hún væri staðráðin í því að vinna að friði á Gasa. Landsþingið heldur áfram í dag en hápunktur kvöldsins verður ræða Barack Obama, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Joe Biden Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Landsþingið hófst í gær og meðal ræðumanna voru Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez og þrjár konur sem töluðu um reynslu sína af því að búa í ríkjum þar sem þrengt hefur verið að rétti kvenna til þungunarrofs. „Í 50 ár hef ég, líkt og mörg ykkar, gefið þjóðinni hjarta mitt og sál og hef í staðinn verið blessaður milljón sinnum með stuðningi Bandaríkjamanna,“ sagði Biden. Forsetinn, sem dró sig í hlé í kosningabaráttunni og vék fyrir Kamölu Harris, lofaði varaforsetann sinn og sagði það bestu ákvörðun ferils síns að hafa valið hana með sér árið 2020. Þegar viðstaddir hrópuðu „Þakka þér Joe“ þá svaraði hann með „Þakka þér Kamala“. „Ég vona að þið vitið hversu þakklátur ég er ykkur öllum,“ sagði Biden. „Við heiður minn sem Biden þá get ég sagt í fullri hreinskilni að ég er bjartsýnni varðandi framtíðina en þegar ég var kjörinn 29 ára öldungadeildarþingmaður.“ Forsetinn skaut á Donald Trump, sem hefur ítrekað sakað Biden og Harris um að stuðla að auknum glæpum, og sagði glæpum myndu fækka þegar Bandaríkjamenn kysu saksóknara í Hvíta húsið í stað glæpamanns. Þá sagði Biden Trump hafa rangt fyrir sér þegar hann talaði um að Bandaríkjunum hefði hnignað; það væri Trump sem væri „taparinn“. „Hinum megin við glerþakið stendur Kamala Harris“ Þúsundir söfnuðust saman við ráðstefnumiðstöðina þar sem landsþingið fer fram til að mótmæla aðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. Þá drógu mótmælendur inni fram borða undir ræðu Biden sem á stóð „Hættið að vopna Ísrael!“ Forsetinn vék að ástandinu í ræðu sinni og sagði mótmælendur hafa nokkuð til síns máls; mikið af saklausu fólki hefði látist. Unnið væri að því hörðum höndum að forða frekari átökum og ná fram vopnahléi. Það má segja að þema gærdagsins hafi verið kveðja og þakkir til Joe Biden, sem situr þó áfram í Hvíta húsinu fram yfir kosningar.Getty/Kevin Dietsch Það kom nokkuð á óvart að Kamala Harris steig á svið í gær en ræða hennar er ekki á dagskrá fyrr en á fimmtudagskvöld. Virtist hún vilja þakka Biden fyrir sig og ku hafa sagt „Ég elska þig“ þegar þau föðmuðust á sviðinu. Hillary Clinton, sem upplifði mikið áfall þegar hún beið óvænt ósigur fyrir Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016, sagðist vænta mikils frá Harris. „Ég sé frelsið til að horfa í augu barna okkar og segja: Í Bandaríkjunum getur þú farið eins langt og vinnusemi og hæfileikar þínir bera þig, og meinað það. Og vitið þið hvað? Hinum megið við glerþakið stendur Kamala Harris, með höndina á lofti og að sverja eið sem 47. forseti landsins. Því þegar vegtálmar falla fyrir eitt okkar þá falla þeir fyrir okkur öll,“ sagði Clinton. Hún skaut föstum skotum á Trump og sagði hann hafa sofnað við eigin réttarhöld og vaknað við það að vera fyrsta manneskjan til að keppast um að komast í Hvíta húsið með alvarlega dóma á bakinu. We love you, Joe. https://t.co/Gslgi6uaZx— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 20, 2024 „Bandaríkin standa frammi fyrir fágætu og dýrmætu tækifæri í Kamölu Harris,“ sagði Alexandra Ocasio-Cortez. „Við eigum möguleika á því að kjósa forseta sem styður millistéttina, því hún tilheyrir millistéttinni. Hún skilur mikilvægi leigugreiðslna og peninga fyrir matvöru og lyfjum.“ Ocasio-Cortez sagði Harris stuðningsmann réttinda kvenna og svartra og að hún væri staðráðin í því að vinna að friði á Gasa. Landsþingið heldur áfram í dag en hápunktur kvöldsins verður ræða Barack Obama, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Joe Biden Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira