Fótbolti

Samnings­laus Brynjólfur eftir­sóttur

Samningur Brynjólfs Andersen Willumssonar við norska félagið Kristiansund renndur út í haust og stefnir í að leikmaðurinn færi um set. Eru nokkuð stór lið í Skandinavíu horfa til hins 23 ára framherja.

Fótbolti

Meiðslalisti ís­lenska lands­liðsins lengist enn frekar

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 

Fótbolti

Karó­lína: Hrika­lega næs

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn.

Fótbolti

„Veit ekki hvað kom yfir mig“

„Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld.

Fótbolti

„Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“

„Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári.

Fótbolti

Ein­kunnir Ís­lands: Karó­lína Lea best meðal jafningja

Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins.

Fótbolti

Portúgal skoraði fjögur

Portúgal lagði Finnland 4-2 í vináttuleik þjóðanna en sigurliðið er í óðaönn að undirbúa sig fyrir EM í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þá gerðu Ítalía og Tyrkland markalaust jafntefli.

Fótbolti

Orri Steinn ekki með gegn Eng­landi og Hollandi

Framherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur þurft að draga sig út úr hópi íslenska A-landsliðsins í fótbolta sem spilar á næstu dögum vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi. Í hans stað kemur Sævar Atli Magnússon inn í hópinn.

Fótbolti