Lífið

„Pabbi minn gaf okkur saman“

„Frá fyrsta kvöldinu sem við hittumst náðum við strax ótrúlega vel saman. Mér finnst dýrmætt að hafa fundið bæði framtíðar eiginmann minn og besta vin þetta kvöld,“ segir hin nýgifta Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sólon Breka Leifsson, fyrrverandi knattspyrnumanni og eiganda Sólbón, í byrjun ágústmánaðar.

Lífið

Lit­rík og ljúffeng búddaskál

Það jafnast fátt á við næringaríkar og bragðgóðar máltíðir sem gleðja bæði augað og bragðlaukana. Hér er á ferðinni uppskrift að Tempeh búddaskál sem samanstandur af fjölbreyttu grænmeti, próteini, korni og ljúffengri sósu.

Lífið

Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum

Fyrrverandi eiginmaður Kristinar Cabot, mannauðsstjóra tæknifyrirtækisins Astronomer, sem var gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron, forstjóra Astronomer, á Coldplay-tónleikum í júlí, segir þau þegar hafa ætlað að skilja fyrir fjölmiðlafárið.

Lífið

Um­deild mormónadrottning nýja piparjónkan

Raunveruleikastjarnan Taylor Frankie Paul skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum í þáttum um mormónaskvísur í Utah fylki í Bandaríkjunum. Nú mun frægðarsól hennar skína enn skærar því hún var nýverið kynnt inn sem nýjasta piparjónkan eða The Bachelorette í samnefndum raunveruleikaþáttum. 

Lífið

Heiðra Arvo Pärt í Landa­kots­kirkju

Kammerkórinn Cantoque Ensemble heiðrar eistneska tónskáldið Arvo Pärt á níræðisafmæli hans 11. september. Sönghópurinn mun flytja verk Pärt sem hann hefur samið fyrir kór án undirleiks undir stjórn kórstjórans Bernharðs Wilkinson, sem kemur til Íslands sérstaklega við þetta tækifæri.

Tónlist

Í þrjá­tíu ára gömlum fötum af mömmu

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul.

Tíska og hönnun

Endur­heimti lífs­gleðina við gerð ostabakkanna

„Í hvert skipti sem ég er að vinna að þessu þá fæ ég hlýtt í hjartað, því í gegnum þetta náði ég að finna ljósið mitt aftur,“ segir lífskúnstnerinn Edda Mjöll Karlsdóttir sem rekur veitingaþjónustuna Eddu-veislu. Eftir erfiða tíma fór þetta ástríðuverkefni Eddu óvænt á flug en blaðamaður ræddi við hana um ævintýrið.

Lífið

Al­veg sama þótt hann tapi mörgum milljónum

Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa.

Lífið

„Þetta situr enn þá í mér í dag“

Aron Pálmarsson segir tapið gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum 2012 enn sitja í honum og það séu stærstu vonbrigðin á ferlinum. Hann segist sáttur við þá ákvörðun að vera endanlega hættur í handbolta, þrátt fyrir að það sé stórmót framundan hjá landsliðinu.

Lífið

Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal gáfu frumburðinum nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Daman kom í heiminn 26. júní og var í skírnarkjól frá foreldrunum.

Lífið

Segist ekki dauður heldur „sprell­lifandi“

Bandaríski leikarinn Danny Trejo segir fregnir af dauða sínum ekki sannar heldur sé hann „sprelllifandi“. Fréttir af dauða hans hafa dreift sér um samfélagsmiðla og aðrir Hollywood-leikarar látið blekkjast.

Lífið

Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Hugi Ólafur.

Lífið

Ástin kviknaði á Kaffi­barnum

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, og Erla Lind Guðmunds­dótt­ir, nemi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, eru nýtt par.

Lífið

Heitustu trendin í haust

Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda.

Lífið

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist