Fréttir

Rjúfa tólf vikna múrinn við rann­sókn í Nes­kaup­stað

Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst sætir gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi. Varðhaldstíminn teygir sig yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru.

Innlent

Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund.

Erlent

Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffi­stofu Sam­hjálpar

Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk.

Innlent

Hér eru „þessar elskur“

Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, hafa vakið upp gríðarlega reiði sem enn er ekki hægt að sjá fyrir endann á. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt heitasta fréttamál þessarar viku.

Innlent

Brenna líkin á nóttunni

Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir.

Innlent

Skyndi­leg krafa upp á milljónir króna eins og lé­legt grín

Fyrrverandi nemandi Flugakademíu Íslands, segir framgöngu þrotabús skólans gagnvart nemendum vera eins og lélegt grín sem hafi gengið of langt. Hún hafi borgað næstum fjórar milljónir fyrir flugtíma áður en að skólanum var lokað. Hún fékk upphæðina endurgreidda en er nú krafin um endurgreiðslu ári eftir að skólanum var lokað.

Innlent

Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum

Bandaríska Alríkislögreglan leitar óþekkts einstaklings sem er grunaður um að kveikja í tveimur kjörkössum, annars vegar í Vancouver í Washington-ríki og hins vegar Portland í Oregon-ríki. Þess má geta að borgirnar tvær eru mjög skammt frá hvorri annarri.

Erlent

Fjár­laga­nefnd gefur grænt ljós á út­boð á Vest­fjörðum

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026.

Innlent

Sex­tán flug­ferðum af­lýst

Sextán flugferðum frá Keflavíkurflugvelli sem voru á áætlun í fyrramálið hefur nú verið aflýst sökum veðurs. Búið er að gefa út gula og appelsínugula veðurviðvörun fyrir stóran hluta landsins á morgun.

Innlent

Konan er fundin

Konan sem að lýst var eftir í dag hún Soffía Pétursdóttir, er fundin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Innlent

Þórður Snær af­boðaði komu sína

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína.

Innlent

Hitamet féll

Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum.

Innlent