Tugþúsundir mótmæltu ICE Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. janúar 2026 10:24 Fjöldi mótmælenda kom saman. AP Tugir þúsunda leituðu út á götur í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum til að mótmæla Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Fulltrúi ICE skaut konu til bana fyrr í mánuðinum. Skipuleggjendur mótmælanna telja að um fimmtíu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum þrátt fyrir nístandi kulda sem náði niður í 29 stiga frost. Eigendur fyrirtækja voru hvattir til að loka í gær og starfsfólk hvatt til að mæta ekki til vinnu eða skóla í mótmælaskyni. „Við viljum að ICE yfirgefi Minnesota og við viljum ICE burt úr hverju einasta ríki, með sínum ofsafengna yfirgangi,“ sagði Dwayne Royster biskup við BBC. „Við viljum að þingið láti til sín taka og hafi eftirlit með ICE.“ Fjölmennu mótmælin komu degi eftir að JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti fylkið til að styðja fulltrúa ICE. Þá ræddi hann við fulltrúa ríkisins og aðgerðasinna til að draga úr spennu samkvæmt Reuters. Vance sagði að fulltrúar ICE væru að sinna mikilvægu verkefni. Fjöldi handtekinn Ekki var einungis verið að mótmæla aðgerðum stjórnvalda heldur var einnig kallað eftir því að ICE-fulltrúanum sem skaut hina 37 ára Renee Good til bana í byrjun mánaðar yrði refsað. Fjöldi mótmælenda var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og fara af götunum. Fulltrúi Reuters segir að tylftir hafi verið handteknar, þar á meðal um hundrað meðlimir klerkastéttarinnar sem mótmæltu með því að biðja á Minneapolis-Saint Paul flugvellinum. Varði almannaöryggi Sex vikur eru liðnar síðan aðgerðir ICE hófust í fylkinu og fullyrti Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrr í vikunni að tíu þúsund glæpamenn hefðu verið handteknir. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað sagt að aðgerðirnar varði almannaöryggi og snúist um að flytja ólöglega innflytjendur úr landi. Þeir sem hafa gagnrýnt aðgerðirnar segja að bandarískir ríkisborgarar og innflytjendur sem hafa ekkert brotið af sér hafi einnig orðið fórnarlömb ICE. Bandaríkin Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Sjá meira
Skipuleggjendur mótmælanna telja að um fimmtíu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum þrátt fyrir nístandi kulda sem náði niður í 29 stiga frost. Eigendur fyrirtækja voru hvattir til að loka í gær og starfsfólk hvatt til að mæta ekki til vinnu eða skóla í mótmælaskyni. „Við viljum að ICE yfirgefi Minnesota og við viljum ICE burt úr hverju einasta ríki, með sínum ofsafengna yfirgangi,“ sagði Dwayne Royster biskup við BBC. „Við viljum að þingið láti til sín taka og hafi eftirlit með ICE.“ Fjölmennu mótmælin komu degi eftir að JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti fylkið til að styðja fulltrúa ICE. Þá ræddi hann við fulltrúa ríkisins og aðgerðasinna til að draga úr spennu samkvæmt Reuters. Vance sagði að fulltrúar ICE væru að sinna mikilvægu verkefni. Fjöldi handtekinn Ekki var einungis verið að mótmæla aðgerðum stjórnvalda heldur var einnig kallað eftir því að ICE-fulltrúanum sem skaut hina 37 ára Renee Good til bana í byrjun mánaðar yrði refsað. Fjöldi mótmælenda var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og fara af götunum. Fulltrúi Reuters segir að tylftir hafi verið handteknar, þar á meðal um hundrað meðlimir klerkastéttarinnar sem mótmæltu með því að biðja á Minneapolis-Saint Paul flugvellinum. Varði almannaöryggi Sex vikur eru liðnar síðan aðgerðir ICE hófust í fylkinu og fullyrti Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrr í vikunni að tíu þúsund glæpamenn hefðu verið handteknir. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað sagt að aðgerðirnar varði almannaöryggi og snúist um að flytja ólöglega innflytjendur úr landi. Þeir sem hafa gagnrýnt aðgerðirnar segja að bandarískir ríkisborgarar og innflytjendur sem hafa ekkert brotið af sér hafi einnig orðið fórnarlömb ICE.
Bandaríkin Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“