Fréttir Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum. Innlent 31.5.2024 19:45 Sækja veikan jeppamann á Langjökli Björgunarsveitir frá Borgarfirði og Árnessýslu eru nú á leið til aðstoðar veikum ferðamanni á jeppa á Langjökli. Flytja á ferðamanninn til móts við sjúkrabíl sem er á leiðinni að jöklinum. Innlent 31.5.2024 19:24 VÍS þarf að bæta hluta jarðýtu í mannskæðu vinnuslysi Vátryggingafélag Íslands þarf að bæta þriðjung tjóns verktakafyrirtækis þegar ýta á vegum þess féll ofan í malarnámu árið 2020. Orsök slyssins var rakin til ölvunar og stórkostlegs gáleysis jarðýtustjórans sem fórst í slysinu. Innlent 31.5.2024 18:32 Lokasprettur fyrir kosningar og umræða um kynbundið ofbeldi Undirbúningur er í fullum gangi fyrir forsetakosningarnar á morgun og víða verið að stilla upp kjörstöðum. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefur verið minni en oft áður. Í kvöldfréttum verður rætt við almenning í landinu um morgundaginn og svo við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna. Innlent 31.5.2024 18:01 Ný könnun sýnir stefna í æsispennandi kjördag Katrín Jakobsdóttir er með 25,6 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir með 23,9 prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ekki er marktækur munur á þeim. Innlent 31.5.2024 16:57 „Við búum í fasísku ríki“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum. Erlent 31.5.2024 16:33 Hvar áttu að kjósa í forsetakosningum? Kjörstaðir um allt land verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og má búast við að meirihluti kosningabærra Íslendinga greiði atkvæði í forsetakosningunum sem stefnir í að verði æsispennandi. Innlent 31.5.2024 16:31 Fyrirskipar forsætisráðuneytinu að fara yfir ferla Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að farið verði yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, þegar piparúða var beitt á mótmælendur fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 31.5.2024 15:53 „Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Innlent 31.5.2024 15:05 Eldgosið í beinni útsendingu Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Gos hófst á svæðinu þann 29. maí síðastliðinn. Innlent 31.5.2024 15:02 Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. Innlent 31.5.2024 14:40 Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. Innlent 31.5.2024 14:07 Tuttugu sendlar Wolt eiga yfir höfði sér kæru Um tuttugu manns sem afhent hafa sendingar á vegum Wolt eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda hér á landi. Lögreglan segir ábyrgð atvinnurekenda í málum sem þessa töluverða. Innlent 31.5.2024 13:48 Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. Innlent 31.5.2024 13:43 Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins. Innlent 31.5.2024 13:27 Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. Innlent 31.5.2024 13:06 Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower. Erlent 31.5.2024 11:57 Þarf að greiða fyrrverandi 137 milljarða í kjölfar framhjáhalds Suðurkóreskur auðjöfur hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 137 milljarða króna, í kjölfar skilnaðar þeirra. Erlent 31.5.2024 11:52 Viðhald eigna og verðmætabjörgun í Grindavík í dag Mikið hefur dregið úr virkni eldgossins. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. GPS mælingar sýndu að land í Svartsengi seig um fimmtán sentimetra þegar kvika hljóp þaðan í fyrradag áður en eldgosið hófst. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur. Innlent 31.5.2024 11:48 Piparúða beitt gegn mótmælendum í Skuggasundi Í hádegisfréttum verður fjallað um átök sem brutust út á milli mótmælenda og lögreglu í morgun. Innlent 31.5.2024 11:36 Maðurinn sem féll í Fnjóská fannst látinn Tvítugur karlmaður sem féll í Fnjóská á sjöunda tímanum í gærkvöldi fannst látinn. Leit hefur staðið yfir að honum síðan klukkan 18:30 í gærkvöldi og lauk nú á tólfta tímanum. Innlent 31.5.2024 11:34 Lífið brosir við mæðgum eftir áralangt einelti Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir ritar afar athyglisverða grein um einelti sem dóttir hennar Íris Anna mátti sæta á Stykkishólmi. Fjölskyldan flutti í febrúar til Akraness og við það eitt leystust ýmsir hnútar sem höfðu virst óleysanlegir. Innlent 31.5.2024 11:24 Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. Innlent 31.5.2024 11:21 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. Innlent 31.5.2024 10:42 Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ Innlent 31.5.2024 10:15 Sérfræðingar í straumvatnsleit aðstoða við leit í Fnjóská Enn stendur yfir leit á vettvangi við Fnjóská vestast í Dalsmynni að manninum sem féll í ána í gærkvöldi. Þegar maðurinn hvarf ofan í ána hafði hann verið við hana með þremur félögum sínum. Að leitinni koma nú sérfræðingar í straumvatnsleit og búnaði. Innlent 31.5.2024 10:06 Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. Innlent 31.5.2024 10:00 Ólíklegt að Trump fari í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær sakfelldur fyrir skjalafals til að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016, með því markmiði að afvegaleiða kjósendur. Ólíklegt þykir að Trump verði dæmdur í fangelsi, þó það sé möguleiki, en lögmaður hans segir að forsetinn fyrrverandi ætli að áfrýja sakfellingunni. Erlent 31.5.2024 09:58 Bjarni fundar með Selenskí í Stokkhólmi Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma saman í Stokkhólmi í dag til þess að funda með Volódómír Selenskí Úkraínuforseta. Innlent 31.5.2024 08:37 Alþjóðasamfélagið sé að klikka á Gasa Forsetaframbjóðendurnir ræddu um utanríkismál og sér í lagi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kappræðum á Stöð 2. Halla Hrund sagði alþjóðasamfélagið vera að klikka, Katrín sagðist hafa beitt sér í embætti forsætisráðherra og Halla Tómas sagði mikilvægt að sýna mennsku. Baldur vill að stigið sé fast til jarðar og Arnar Þór líka. Jón Gnarr segir forsetann valdalausan í þessu máli en sannarlega geta reynt að beita sér. Innlent 31.5.2024 08:26 « ‹ 278 279 280 281 282 283 284 285 286 … 334 ›
Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum. Innlent 31.5.2024 19:45
Sækja veikan jeppamann á Langjökli Björgunarsveitir frá Borgarfirði og Árnessýslu eru nú á leið til aðstoðar veikum ferðamanni á jeppa á Langjökli. Flytja á ferðamanninn til móts við sjúkrabíl sem er á leiðinni að jöklinum. Innlent 31.5.2024 19:24
VÍS þarf að bæta hluta jarðýtu í mannskæðu vinnuslysi Vátryggingafélag Íslands þarf að bæta þriðjung tjóns verktakafyrirtækis þegar ýta á vegum þess féll ofan í malarnámu árið 2020. Orsök slyssins var rakin til ölvunar og stórkostlegs gáleysis jarðýtustjórans sem fórst í slysinu. Innlent 31.5.2024 18:32
Lokasprettur fyrir kosningar og umræða um kynbundið ofbeldi Undirbúningur er í fullum gangi fyrir forsetakosningarnar á morgun og víða verið að stilla upp kjörstöðum. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefur verið minni en oft áður. Í kvöldfréttum verður rætt við almenning í landinu um morgundaginn og svo við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna. Innlent 31.5.2024 18:01
Ný könnun sýnir stefna í æsispennandi kjördag Katrín Jakobsdóttir er með 25,6 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir með 23,9 prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ekki er marktækur munur á þeim. Innlent 31.5.2024 16:57
„Við búum í fasísku ríki“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum. Erlent 31.5.2024 16:33
Hvar áttu að kjósa í forsetakosningum? Kjörstaðir um allt land verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og má búast við að meirihluti kosningabærra Íslendinga greiði atkvæði í forsetakosningunum sem stefnir í að verði æsispennandi. Innlent 31.5.2024 16:31
Fyrirskipar forsætisráðuneytinu að fara yfir ferla Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að farið verði yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, þegar piparúða var beitt á mótmælendur fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 31.5.2024 15:53
„Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Innlent 31.5.2024 15:05
Eldgosið í beinni útsendingu Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Gos hófst á svæðinu þann 29. maí síðastliðinn. Innlent 31.5.2024 15:02
Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. Innlent 31.5.2024 14:40
Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. Innlent 31.5.2024 14:07
Tuttugu sendlar Wolt eiga yfir höfði sér kæru Um tuttugu manns sem afhent hafa sendingar á vegum Wolt eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda hér á landi. Lögreglan segir ábyrgð atvinnurekenda í málum sem þessa töluverða. Innlent 31.5.2024 13:48
Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. Innlent 31.5.2024 13:43
Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins. Innlent 31.5.2024 13:27
Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. Innlent 31.5.2024 13:06
Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower. Erlent 31.5.2024 11:57
Þarf að greiða fyrrverandi 137 milljarða í kjölfar framhjáhalds Suðurkóreskur auðjöfur hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 137 milljarða króna, í kjölfar skilnaðar þeirra. Erlent 31.5.2024 11:52
Viðhald eigna og verðmætabjörgun í Grindavík í dag Mikið hefur dregið úr virkni eldgossins. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. GPS mælingar sýndu að land í Svartsengi seig um fimmtán sentimetra þegar kvika hljóp þaðan í fyrradag áður en eldgosið hófst. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur. Innlent 31.5.2024 11:48
Piparúða beitt gegn mótmælendum í Skuggasundi Í hádegisfréttum verður fjallað um átök sem brutust út á milli mótmælenda og lögreglu í morgun. Innlent 31.5.2024 11:36
Maðurinn sem féll í Fnjóská fannst látinn Tvítugur karlmaður sem féll í Fnjóská á sjöunda tímanum í gærkvöldi fannst látinn. Leit hefur staðið yfir að honum síðan klukkan 18:30 í gærkvöldi og lauk nú á tólfta tímanum. Innlent 31.5.2024 11:34
Lífið brosir við mæðgum eftir áralangt einelti Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir ritar afar athyglisverða grein um einelti sem dóttir hennar Íris Anna mátti sæta á Stykkishólmi. Fjölskyldan flutti í febrúar til Akraness og við það eitt leystust ýmsir hnútar sem höfðu virst óleysanlegir. Innlent 31.5.2024 11:24
Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. Innlent 31.5.2024 11:21
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. Innlent 31.5.2024 10:42
Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ Innlent 31.5.2024 10:15
Sérfræðingar í straumvatnsleit aðstoða við leit í Fnjóská Enn stendur yfir leit á vettvangi við Fnjóská vestast í Dalsmynni að manninum sem féll í ána í gærkvöldi. Þegar maðurinn hvarf ofan í ána hafði hann verið við hana með þremur félögum sínum. Að leitinni koma nú sérfræðingar í straumvatnsleit og búnaði. Innlent 31.5.2024 10:06
Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. Innlent 31.5.2024 10:00
Ólíklegt að Trump fari í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær sakfelldur fyrir skjalafals til að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016, með því markmiði að afvegaleiða kjósendur. Ólíklegt þykir að Trump verði dæmdur í fangelsi, þó það sé möguleiki, en lögmaður hans segir að forsetinn fyrrverandi ætli að áfrýja sakfellingunni. Erlent 31.5.2024 09:58
Bjarni fundar með Selenskí í Stokkhólmi Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma saman í Stokkhólmi í dag til þess að funda með Volódómír Selenskí Úkraínuforseta. Innlent 31.5.2024 08:37
Alþjóðasamfélagið sé að klikka á Gasa Forsetaframbjóðendurnir ræddu um utanríkismál og sér í lagi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kappræðum á Stöð 2. Halla Hrund sagði alþjóðasamfélagið vera að klikka, Katrín sagðist hafa beitt sér í embætti forsætisráðherra og Halla Tómas sagði mikilvægt að sýna mennsku. Baldur vill að stigið sé fast til jarðar og Arnar Þór líka. Jón Gnarr segir forsetann valdalausan í þessu máli en sannarlega geta reynt að beita sér. Innlent 31.5.2024 08:26