Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 22:30 „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál,“ sagði Stefán Einar á dögunum. Vísir/Vilhelm Starfsfólk kvennadeildar Landspítalans kannast ekki við frásagnir þess efnis að uppi sé ástand á deildinni vegna yfirgangs hóps manna sem líti niður á konur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“ Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“
Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira