„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 11:16 Karl Héðinn Kristjánsson er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Vísir/Ívar Fannar Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. „Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
„Þessi ákvörðun er tekin til að vera yfir vafa hafinn, þó ég hafi ekki gert neitt rangt í raun og ég var ekki heldur í neinni valdastöðu á þeim tíma. Þetta er grátt mál,“ segir Karl Héðinn í samtali við Vísi. Karl greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagði hana tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. Sinnir áfram stuðningshlutverki í Roða Karl segir að í framhaldinu muni hann einungis sinna stuðningshlutverki í Roða og láta áfram gott af sér leiða innan flokksins. Hann segir að stúlkan sjálf hafi í kjölfar umræðunnar um málið sagt að enginn skaði hafi skeð, og öll samskipti hafi verið með samþykki allra. Stúlkan skrifaði athugasemd við færslu Karls frá því fyrr í mánuðinum þar sem hún sagðist ekki sjá eftir neinu. „Þegar ég var með henni var ég ekki í valdastöðu og það var ekki ég sem sóttist eftir henni. En þetta hefur skiljanlega vakið tortryggni hjá ýmsum félögum í Roða.“ Karl segir að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans og stúlkunnar sé málið viðkvæmt og aðstæður sem þessar, þar sem aldursmunur er eins og hann var, geti verið siðferðislega gráar. „Sem forseti Roða vil ég bara sýna og gera það ljóst að þetta er grátt svæði og ekki til eftirbreytni.“ Framkvæmdastjórn hafi ekki beðið hann að víkja Karl, sem er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að hann hafi beðið framkvæmdastjórn um að íhuga stöðu hans innan framkvæmdastjórnar. „Þau hafa ekki beðið mig um að fara.“ Þá segir Karl að verið sé að setja upp trúnaðarráð í flokknum, sem muni taka á sambærilegum málum í framtíðinni. Karl segir að framkvæmdastjórn flokksins hafi einnig þegar farið yfir mál Sæþórs Benjamíns Randalssonar, formanns framkvæmdastjórnar, og hann hafi ekki verið beðinn um að víkja. Fyrr í sumar voru skjáskot í dreifingu af meintum samskiptum Sæþórs við ólögráða pilt, þar sem hann var að falast eftir kynferðislegum myndum af piltinum. Karl segir að skjáskotin hafi verið búin til í tölvu og engin haldbær gögn liggi fyrir í málinu. Dreifing skjáskotanna hafi verið kærð til lögreglu og málið sé í rannsókn. Möguleiki á auka aðalfundi Karl Héðinn tilheyrir þeim hópi fólks innan flokksins sem bar sigur úr býtum á aðalfundi flokksins í maí síðastliðnum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur ítrekað lýst yfir óánægju með nýja stjórn flokksins og hefur hún meðal annars látið hafa eftir sér að möguleiki væri á því að halda nýjan aðalfund á árinu. Karl Héðinn segir að aðalfundir flokksins séu haldnir árlega, og stjórnir flokksins hafi heimild til að boða til auka aðalfunda. „Það er enn til skoðunar hvort slíkt verði gert. Það er verið að vinna að lagabreytingum innan flokksins, það er möguleiki á því að það verði kallaður auka aðalfundur til lagabreytingar snemma á næsta ári eða seint á þessu ári.“ „Lagabreytingarnar snúast um að efla svæðisfélög flokksins, auka aðkomu grasrótarinnar, faglegri verkferla og nýtingu fjármuna flokksins, sérstaklega úti á landsbyggðinni.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira