Fréttir

Leitin enn ekki borið árangur

Leit að þyrlunni sem er sögð hafa brotlent í dag með forseta og utanríkisráðherra Íran innanborðs stendur enn yfir. Slæm veðurskilyrði hafa gert björgunarsveitum erfitt fyrir og yfirvöld nágrannalanda hafa boðið fram hjálp við leitina.

Erlent

Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dón­á

Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. 

Erlent

Fram­bjóð­endur geti nýtt sér skoðana­kannanir

Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. 

Innlent

Ó­ljóst hvort þyrlan sé fundin

Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. 

Erlent

Stuðningur Katrínar við sótt­varnar­lækni sjálf­sagður

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd.

Innlent

„Fólk er bara að bíða“

Skjálftavirkni hefur aukist örlítið við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta.

Innlent

Á­fall þegar sam­skipti Katrínar og Kára voru birt

Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra.

Innlent

Aukin skjálfta­virkni og erjur um Erfða­greiningu

Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta.

Innlent

Ör­lítil aukning í skjálfta­virkni undir Svarts­engi

Greina má örlitla aukningu í skjálftavirkni í kvikuhólfinu undir Svartsengi síðasta sólarhringinn. Kvika heldur áfram að flæða í hólfið og allar líkur eru taldar á því að aftur gjósi í Sundhnúksgígaröðinni, en erfitt er að segja til um það hvenær.

Innlent

Fær­eyingar draga í land með ferðamannaskatt

Lögþing Færeyja hefur fallið frá áformum um að leggja á 4.500 króna aðgangseyri, 225 danskar krónur, á alla erlenda ferðamenn sem heimsækja eyjarnar. Í staðinn verður tekið upp gistináttagjald, 20 krónur danskar, um 400 krónur íslenskar, fyrir hverja nótt, þó að hámarki tíu nætur, eða um 4.000 krónur.

Erlent

Segir Helgu fara með rangt mál

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni. 

Innlent

Þekkir dæmi um enda­laus upp­köst og garnalömun vegna lyfjanna

Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin.

Innlent

Á­stand Fico enn al­var­legt

Ástand Roberts Fico forsætisráðherra Slóvakíu er enn metið alvarlegt eftir að hann varð fyrir skotárás á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að hann sé ekki í lífshættu lengur standi hann frammi fyrir mikilli hættu á alvarlegum fylgikvillum. 

Erlent

40 tungu­mál eru töluð í leik- og grunn­skólum Árborgar

Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins.

Innlent

Býst við aukinni sókn Rússa

Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag.

Erlent

Segir al­var­legt hvernig Katrín tjáði sig um Per­sónu­vernd

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segir alvarlegt hvernig Katrín Jakobsdóttir mótframbjóðandi hennar og fyrrverandi forsætisráðherra talaði um Persónuvernd við Kára Stefánsson forstjóra ÍE í Covid-faraldrinum án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar. 

Innlent