Innlent

Ein­beittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfs­víga

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Pólverjar hafa ekki verið nær hernaðarátökum frá seinni heimsstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sendiherra Íslands í Póllandi sem telur yfirlýsingar Rússa um óviljaverk vera ótrúverðugar og segir einbeittan brotavilja þeirra áhyggjuefni.

Biskup Íslands segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi á Íslandi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu. Við ræðum við biskup á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga en hún telur að heilbrigðiskerfið þurfi að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi.

Í vikunni ræddi fréttastofa við mann sem seldi íbúðina sína og notaði peninginn til að fjárfesta í rafmynt. Við ræðum við greinanda á fjármálamarkaði sem segir mikla áhættu fólgna í því og fjárfestinguna geta verið kvíðavaldandi.

Þá hittum við áhrifamikla listakonu sem sækir innblástur til Halldórs Laxness, spyrjum fólk á förnum vegi hvað því finnst um þátttöku Íslands í Eurovision og sjáum krúttlegar myndir af glænýjum risapönduungum.

Í Sportinu gerum við upp hetjulega baráttu landsliðsins gegn Frökkum og í Íslandi í dag skoðar Vala Matt sérstakan pizzakofa í garðinum hjá lækninum í eldhúsinu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 10. september 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×