Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 19:07 Friðrik Jónsson er sendiherra Íslands í Póllandi. Einbeittur brotavilji Rússa er mikið áhyggjuefni, segir sendiherra Íslands í Póllandi. Hann telur yfirlýsingar stjórnvalda í Moskvu um að atburðir næturinnar hafi verið óviljaverk vera ótrúverðugar. Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“ Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira