Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 19:07 Friðrik Jónsson er sendiherra Íslands í Póllandi. Einbeittur brotavilji Rússa er mikið áhyggjuefni, segir sendiherra Íslands í Póllandi. Hann telur yfirlýsingar stjórnvalda í Moskvu um að atburðir næturinnar hafi verið óviljaverk vera ótrúverðugar. Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“ Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Nítján rúsneskum árásardrónum var flogið inn í pólska lofthelgi í nótt. Forsætisráðherra segir þann fyrsta hafa rofið lofthelgina rétt fyrir miðnætti og þann síðasta klukkan hálf sjö í morgun. Atburðurinn hafi því verið yfirstandandi alla nóttina. Flugvöllum var tímabundið lokað og utanríkisþjónustan beindi því til íslenskra ríkisborgara að fylgjast vel með gangi mála. Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir að þó nokkuð margir hafi haft samband; ýmist vegna flugferða og eða til að leita upplýsinga. Einbeittur brotavilji Rússa sé áhyggjuefni. „Það virðist vera ákveðin stigmögnun í gangi og þá hefur maður áhyggjur af því að einhvern tímann tapi menn stjórn á atburðarrásinni,“ segir Friðrik. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt.vísir/AP Að minnsta kosti fjórir drónar voru skotnir niður með aðstoð annarra NATO-bandalagsþjóða. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu sem drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki og segir forsætisráðherrann að Pólverjar hafi ekki staðið nær hernaðarátökum frá seinni heimstyrjöld. Rússar segja að um óviljaverk hafi verið að ræða og að drónunum hafi ekki verið stefnt á pólsk skotmörk. Friðrik telur það ótrúverðuga skýringu. „Við höfum vanist því frá Rússum að það koma alltaf einhverjar skýringar sem jafnvel stangast á við hvor aðra. Þetta ber öll merki þess að vera viljaverk,“ segir hann. Friðrik segir nauðsynlegt að styðja Úkraínu áfram í sinni varnarbaráttu og efla andspyrnu gagnvart aðgerðum Rússa með því að efla til að mynda viðskiptaþvinganir.vísir/AP „Mann grunar að þetta séu einhvers konar pólitísk skilaboð til Póllands og til Vesturlanda, kanna hver viðbrögðin eru. Svo er þetta líka ákveðin forherðing og fyrirlitning. Það er bara verið að sýna öllum á Vesturlöndum og í Úkraínu að Rússar gera það sem þeim sýnist.“ Staða öryggismála í álfunni sé áhyggjuefni. „Þegar land eins og Rússland er komið á þann stað að þeim finnst þeir geta beitt svona hömluleysi og komið fram án hugsanlegra afleiðinga hlýtur það að vekja okkur til umhugsunar; hvernig komumst við á þennan stað og hvað við getum við gert til að komast út úr þessu aftur. Söguleg dæmi eru ekki sérstaklega góð, en ég verð að undirstrika að pólsk stjórnvöld eru að bregðast við af yfirvegun og innan NATO er verið að taka þessu alvarlega en þó ekki verið að flana að neinu. Það er huggun harmi gegn.“
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira