Innlent

Kærður fyrir fjár­svik fyrir að neita að borga

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Einn var kærður fyrir fjársvik eftir að neita að greiða fyrir far með leigubíl.
Einn var kærður fyrir fjársvik eftir að neita að greiða fyrir far með leigubíl. Getty

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem hafði fengið far með leigubíl en neitaði svo að greiða fyrir farið þegar hann var kominn á leiðarenda. Viðkomandi hefur verið kærður fyrir fjársvik.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en seinnipartinn í dag voru tveir aðilar vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Að minnsta kosti tvær ábendingar bárust lögreglu um þjófnað í matvöruverslun. Í öðru tilfellinu var meintur þjófur í annarlegu ástandi og ekki unnt að taka af honum skýrslu sökum þess. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglu barst einnig tilkynning um þjófnað úr geymslu í Kópavogi.

Lögregla hafði einnig töluverð afskipti af ökumönnum. Að minnsta kosti tveir voru undir áhrifum fíkniefna, annar þeirra einnig án ökuréttinda. Þá voru nokkrir ökumenn sem keyrðu en höfðu áður verið sviptir ökuréttindum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×