Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Fréttamynd

Ekki ljóst hvort að málsóknir Trump breyti úrslitum

Dómsmál sem repúblikanar og forsetaframboð Donalds Trump hafa höfðað í fjórum lykilríkjum munu ekki endilega breyta niðurstöðum þar. Málin verða rekin fyrir ríkisdómstólum en ekki hæstarétti Bandaríkjanna, þvert á yfirlýsingar Trump.

Erlent
Fréttamynd

Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni

Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta.

Erlent
Fréttamynd

„Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“

Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a.

Erlent
Fréttamynd

Biden eygir kjörmennina 270 en Trump gæti enn sigrað

Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið.

Erlent
Fréttamynd

Harka færist í leikinn - Trump krefst endurtalningar

Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden.

Erlent
Fréttamynd

Biden leiðir í ríkjum sem samtals myndu tryggja 270 kjörmenn

Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum

Erlent
Fréttamynd

Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden

Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir.

Innlent
Fréttamynd

Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“

Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum.

Erlent
Fréttamynd

Biden tryggði sér öll at­kvæðin í Dix­vil­le Notch

Nú liggur fyrir hvernig íbúar í Dixville Notch í New Hampshire greiddu atkvæði í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í dag. Bærinn hefur lengi stært sig af því að vera fyrstur til að loka kjörstað og kynna niðurstöðuna, en einungis eru þar nú fimm manns á kjörskrá.

Erlent
Fréttamynd

Kjördagur runninn upp í Bandaríkjunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti og mótframbjóðandi hans Joe Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem er í dag á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Kannanir benda til sigurs Bidens

Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Drekinn og örninn

Hvernig sem forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara annað kvöld þá er augljóst að úrslitin munu eiga mikinn þátt í að móta það tímabil sem tekur við af þessu viðburðarríka ári.

Skoðun
Fréttamynd

Svona gæti Trump unnið

Kjósendur í nokkrum lykilríkjum gætu enn tryggt Donald Trump Bandaríkjaforseta endurkjör þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi nú mælst með afgerandi forskot á landsvísu um margra vikna skeið.

Erlent