„Þau eru að reyna að stela kosningunum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 00:25 Trump í pontu í kvöld. Chip Somodevilla/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin. Þá varpaði hann enn og aftur fram ásökunum um kosningasvindl og sakaði demókrata um að reyna að „stela kosningunum.“ „Ef löglegu atkvæðin eru talin vinn ég auðveldlega, ef ólöglegu atkvæðin eru talin geta þau [demókratar] auðveldlega stolið kosningunum af okkur,“ sagði Trump. „Þau eru að reyna að stela kosningunum. Þau eru að reyna falsa úrslit kosninganna. Við megum ekki leyfa þeim það,“ sagði Trump einnig í ávarpinu. Trump hefur ítrekað haldið því fram eða ýjað að því í dag og síðustu daga að verið sé að fremja kosningasvik í ríkjum sem Joe Biden, mótframbjóðandi hans, hefur unnið – eða gæti unnið á lokametrunum. Trump og framboði hans hefur þó ekki tekist að færa sönnur á ásakanir sínar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla þess efnis. President Trump hails Republican wins in Congress: “There was no blue wave that they predicted … instead there was a big red wave.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/6NSE7pBH1n— ABC News (@ABC) November 5, 2020 Þá nefndi Trump það í ávarpi sínu að hann hefði unnið stóra sigra í ríkjum á borð við Flórída og sagði einnig að ekkert hefði verið að marka skoðanakannanir fyrir kosningarnar. Þær hefðu jafnframt verið til þess fallnar að „bæla niður“ væntanlegan árangur repúblikana. Trump sagði það jafnframt afar grunsamlegt hvað póstatkvæði, sem á mörgum stöðum eru talin síðast og eru til að mynda nú að hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í Pennsylvaníu, væru „einhliða“. Ítrekað hefur komið fram að demókratar eru mun líklegri til að greiða póstatkvæði. Hingað til hefur Biden til að mynda hlotið 75 prósent allra póstatkvæða. Trump lagði einmitt áherslu á það í kosningabaráttu sinni að auðvelt væri að svindla með póstatkvæðum, sem er ekki rétt, og réð stuðningsmönnum sínum frá því að greiða atkvæði með þeim hætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt því ranglega fram í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í kvöld að hann stæði uppi sem sigurvegari forsetakosninganna ef aðeins „lögleg“ atkvæði væru talin. Þá varpaði hann enn og aftur fram ásökunum um kosningasvindl og sakaði demókrata um að reyna að „stela kosningunum.“ „Ef löglegu atkvæðin eru talin vinn ég auðveldlega, ef ólöglegu atkvæðin eru talin geta þau [demókratar] auðveldlega stolið kosningunum af okkur,“ sagði Trump. „Þau eru að reyna að stela kosningunum. Þau eru að reyna falsa úrslit kosninganna. Við megum ekki leyfa þeim það,“ sagði Trump einnig í ávarpinu. Trump hefur ítrekað haldið því fram eða ýjað að því í dag og síðustu daga að verið sé að fremja kosningasvik í ríkjum sem Joe Biden, mótframbjóðandi hans, hefur unnið – eða gæti unnið á lokametrunum. Trump og framboði hans hefur þó ekki tekist að færa sönnur á ásakanir sínar, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla þess efnis. President Trump hails Republican wins in Congress: “There was no blue wave that they predicted … instead there was a big red wave.” https://t.co/GwwRl4EUb3 pic.twitter.com/6NSE7pBH1n— ABC News (@ABC) November 5, 2020 Þá nefndi Trump það í ávarpi sínu að hann hefði unnið stóra sigra í ríkjum á borð við Flórída og sagði einnig að ekkert hefði verið að marka skoðanakannanir fyrir kosningarnar. Þær hefðu jafnframt verið til þess fallnar að „bæla niður“ væntanlegan árangur repúblikana. Trump sagði það jafnframt afar grunsamlegt hvað póstatkvæði, sem á mörgum stöðum eru talin síðast og eru til að mynda nú að hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í Pennsylvaníu, væru „einhliða“. Ítrekað hefur komið fram að demókratar eru mun líklegri til að greiða póstatkvæði. Hingað til hefur Biden til að mynda hlotið 75 prósent allra póstatkvæða. Trump lagði einmitt áherslu á það í kosningabaráttu sinni að auðvelt væri að svindla með póstatkvæðum, sem er ekki rétt, og réð stuðningsmönnum sínum frá því að greiða atkvæði með þeim hætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira