Pennsylvanía gæti gert gæfumuninn fyrir Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 06:51 Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrata, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi flokksins, þegar sá síðarnefndi flutti ávarp í gær. AP/Carolyn Kaster Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira