Eldgos og jarðhræringar Fastagestur á gosstöðvunum á flugvél sem pabbi hans smíðaði Arnar Þór Emilsson flugmaður sem lenti lítilli vél við gosstöðvarnar í morgun er líklega einn fárra flugmanna hér á landi sem flýgur flugvél sem pabbi hans smíðaði. Vélin er tveggja manna og auðvelt að lenda svo til hvar sem er, til dæmis á Fagradalsfjalli. Innlent 12.4.2021 15:19 Eins og að horfa inn í stóran pítsuofn Ljósmyndarinn Chris Burkard er staddur á Íslandi og hefur farið nokkrar ferðir upp að gosinu til að mynda, meðal annars fyrir National Geographic. Lífið 12.4.2021 11:30 Bannað að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg Það er bannað að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum neðan þjóðvegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Innlent 12.4.2021 09:16 Opna á hádegi og þangað til verða engir viðbragðsaðilar á staðnum Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða opnaðar almenningi á hádegi í dag og fram að þeim tíma verða engir viðbragðsaðilar á gosstöðvunum sjálfum. Innlent 12.4.2021 06:44 Dæmi um að fólk fari inn á þröng svæði milli hrauntungna Borið hefur á því að almenningur hafi farið langt inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Í sumum tilfellum má lítið út af bregða til þess að fólk lokist inni, umlukið heitum hrauntungum. Innlent 11.4.2021 14:33 Segir fólk eiga það til að vera kærulaust við hraunið Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu. Innlent 11.4.2021 12:00 Rafmagns- og vatnslaust eftir aðra sprengingu í eldfjallinu Meirihluti eyjunnar Sankti Vinsent í Karíbahafi er án rafmagns eftir að önnur sprenging varð í eldfjallinu La Soufriere. Þá er búið að loka fyrir vatn vegna öskufalls. Erlent 11.4.2021 10:03 Segir viðbúnað á gossvæðinu „eitthvað sem gengur ekki til lengri tíma“ Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt og mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu í dag. Unnið er að breytingu á skipulögðum viðbúnaði á svæðinu. Innlent 10.4.2021 20:01 Segir misskilnings gæta um björgunarsveitartjaldið Otti Rafn Sigmarsson, liðsmaður í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, segir ekki rétt að björgunarsveitartjald við eldstöðvarnar á Reykjanesi hafi staðið þar sem nú hefur myndast ný sprunga. Innlent 10.4.2021 16:08 Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Innlent 10.4.2021 10:10 Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. Innlent 9.4.2021 20:30 Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. Erlent 9.4.2021 15:00 Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. Innlent 9.4.2021 12:54 Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. Innlent 9.4.2021 12:35 Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. Innlent 9.4.2021 11:40 Svona var upplýsingafundurinn um eldgosið Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála varðandi eldgosið á Reykjanesskaga. Innlent 9.4.2021 10:14 Rýmingar vegna yfirvofandi hættu á sprengigosi Vísindamenn telja nú stutt í að sprengigos kunni að hefjast í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt þúsundum að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi hættu. Erlent 9.4.2021 07:39 „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. Lífið 9.4.2021 06:01 Björgunarsveitir leita að tveimur göngumönnum við gosstöðvarnar Allar björgunarsveitir á suðvesturhorninu og Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna tveggja göngumanna sem eru týndir á gossvæðinu við Geldingadali. Hjálparbeiðni barst frá göngumönnunum sjálfum rétt fyrir klukkan tíu og leit er hafin. Innlent 8.4.2021 22:12 Möguleiki á að sprunga opnist á gönguleiðinni Möguleiki er á því að nýjar sprungur opnist vegna eldgossins í Fagradalsfjalli og gætu nýjar sprungur opnast bæði suður- og norður af þeim sprungum sem þegar hafa opnast. Eldfjallafræðingur segir fólk þurfa að vara sig við gosstöðvarnar en þar sé nú aukin hætta á gasmengun. Innlent 8.4.2021 21:03 „Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos“ Stríður straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag og eru margir að berja eldgos augum í fyrsta sinn á æfinni. Veðrið í dag hefur líklega ekki skemmt fyrir enda sólríkt þó kuldinn sé mikill og rok á svæðinu. Innlent 8.4.2021 17:49 Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. Innlent 8.4.2021 14:27 „Jökulkalt þarna upp frá og engar aðstæður til að stoppa“ Opnað var á aðgengi almennings að gosstöðvunum á Reykjanesskaga í morgun en leiðindaveður hefur gert það að verkum að fáir hafa lagt í gönguna. Innlent 8.4.2021 13:09 Handóðu prjónararnir illa sviknir þegar Freysteinn birtist í skyrtunni einni á skjánum Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur er heitasta prjónapeysumódel landsins. Lífið 8.4.2021 12:04 Opið en mikilvægt að fólk mæti vel búið til göngunnar Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga eru nú opnar almenningi að nýju en þar var opnað fyrir umferð klukkan sex í morgun eins og reynt er að gera alla jafna. Innlent 8.4.2021 06:37 Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. Innlent 8.4.2021 06:20 Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. Innlent 7.4.2021 23:37 Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. Innlent 7.4.2021 14:41 Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Innlent 7.4.2021 12:04 „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. Innlent 7.4.2021 11:19 « ‹ 84 85 86 87 88 89 90 91 92 … 134 ›
Fastagestur á gosstöðvunum á flugvél sem pabbi hans smíðaði Arnar Þór Emilsson flugmaður sem lenti lítilli vél við gosstöðvarnar í morgun er líklega einn fárra flugmanna hér á landi sem flýgur flugvél sem pabbi hans smíðaði. Vélin er tveggja manna og auðvelt að lenda svo til hvar sem er, til dæmis á Fagradalsfjalli. Innlent 12.4.2021 15:19
Eins og að horfa inn í stóran pítsuofn Ljósmyndarinn Chris Burkard er staddur á Íslandi og hefur farið nokkrar ferðir upp að gosinu til að mynda, meðal annars fyrir National Geographic. Lífið 12.4.2021 11:30
Bannað að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg Það er bannað að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum neðan þjóðvegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Innlent 12.4.2021 09:16
Opna á hádegi og þangað til verða engir viðbragðsaðilar á staðnum Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða opnaðar almenningi á hádegi í dag og fram að þeim tíma verða engir viðbragðsaðilar á gosstöðvunum sjálfum. Innlent 12.4.2021 06:44
Dæmi um að fólk fari inn á þröng svæði milli hrauntungna Borið hefur á því að almenningur hafi farið langt inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum. Í sumum tilfellum má lítið út af bregða til þess að fólk lokist inni, umlukið heitum hrauntungum. Innlent 11.4.2021 14:33
Segir fólk eiga það til að vera kærulaust við hraunið Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu. Innlent 11.4.2021 12:00
Rafmagns- og vatnslaust eftir aðra sprengingu í eldfjallinu Meirihluti eyjunnar Sankti Vinsent í Karíbahafi er án rafmagns eftir að önnur sprenging varð í eldfjallinu La Soufriere. Þá er búið að loka fyrir vatn vegna öskufalls. Erlent 11.4.2021 10:03
Segir viðbúnað á gossvæðinu „eitthvað sem gengur ekki til lengri tíma“ Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt og mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu í dag. Unnið er að breytingu á skipulögðum viðbúnaði á svæðinu. Innlent 10.4.2021 20:01
Segir misskilnings gæta um björgunarsveitartjaldið Otti Rafn Sigmarsson, liðsmaður í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, segir ekki rétt að björgunarsveitartjald við eldstöðvarnar á Reykjanesi hafi staðið þar sem nú hefur myndast ný sprunga. Innlent 10.4.2021 16:08
Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Innlent 10.4.2021 10:10
Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. Innlent 9.4.2021 20:30
Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. Erlent 9.4.2021 15:00
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. Innlent 9.4.2021 12:54
Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. Innlent 9.4.2021 12:35
Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. Innlent 9.4.2021 11:40
Svona var upplýsingafundurinn um eldgosið Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan 11 þar sem farið verður yfir stöðu mála varðandi eldgosið á Reykjanesskaga. Innlent 9.4.2021 10:14
Rýmingar vegna yfirvofandi hættu á sprengigosi Vísindamenn telja nú stutt í að sprengigos kunni að hefjast í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Yfirvöld fyrirskipuðu í nótt þúsundum að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi hættu. Erlent 9.4.2021 07:39
„Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. Lífið 9.4.2021 06:01
Björgunarsveitir leita að tveimur göngumönnum við gosstöðvarnar Allar björgunarsveitir á suðvesturhorninu og Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna tveggja göngumanna sem eru týndir á gossvæðinu við Geldingadali. Hjálparbeiðni barst frá göngumönnunum sjálfum rétt fyrir klukkan tíu og leit er hafin. Innlent 8.4.2021 22:12
Möguleiki á að sprunga opnist á gönguleiðinni Möguleiki er á því að nýjar sprungur opnist vegna eldgossins í Fagradalsfjalli og gætu nýjar sprungur opnast bæði suður- og norður af þeim sprungum sem þegar hafa opnast. Eldfjallafræðingur segir fólk þurfa að vara sig við gosstöðvarnar en þar sé nú aukin hætta á gasmengun. Innlent 8.4.2021 21:03
„Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos“ Stríður straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag og eru margir að berja eldgos augum í fyrsta sinn á æfinni. Veðrið í dag hefur líklega ekki skemmt fyrir enda sólríkt þó kuldinn sé mikill og rok á svæðinu. Innlent 8.4.2021 17:49
Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. Innlent 8.4.2021 14:27
„Jökulkalt þarna upp frá og engar aðstæður til að stoppa“ Opnað var á aðgengi almennings að gosstöðvunum á Reykjanesskaga í morgun en leiðindaveður hefur gert það að verkum að fáir hafa lagt í gönguna. Innlent 8.4.2021 13:09
Handóðu prjónararnir illa sviknir þegar Freysteinn birtist í skyrtunni einni á skjánum Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur er heitasta prjónapeysumódel landsins. Lífið 8.4.2021 12:04
Opið en mikilvægt að fólk mæti vel búið til göngunnar Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga eru nú opnar almenningi að nýju en þar var opnað fyrir umferð klukkan sex í morgun eins og reynt er að gera alla jafna. Innlent 8.4.2021 06:37
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. Innlent 8.4.2021 06:20
Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. Innlent 7.4.2021 23:37
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. Innlent 7.4.2021 14:41
Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Innlent 7.4.2021 12:04
„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. Innlent 7.4.2021 11:19