Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. desember 2021 14:33 Gufurnar stíga upp úr gígnum í Geldingadölum. Ætli þetta sé lognið á undan storminum? vísir/RAX Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. Gufur stíga enn upp úr gígnum eftir gosið. Þetta kallast afgösun og hefur verið viðvarandi frá því að hraun hætti að renna upp úr gígnum. Gæti gosið fyrirvaralaust Þó mun minna hafi verið um stóra skjálfta í dag en í gær hefur ekkert hægt á skjálftahrinunni. Þar hafa mælst á annað þúsund skjálfta frá miðnætti. Skjálftarnir eru allir við gosstöðvarnar eða aðeins sunnan þeirra og allir á um 5 til 8 kílómetra dýpi. Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjallivísir/RAX Staðan er í raun óbreytt frá því í gær; það gæti gosið fyrirvaralaust og er óvissustig enn í gangi á svæðinu. Eins og náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar sagði við okkur í dag: „Þessir skjálftar eru í raun fyrirvarinn sem við höfum ef það fer að gjósa. En það er svo mikið af skjálftum sem mælist á svæðinu að við myndum ólíklega sjá það með neinum fyrirvara á mælunum ef það væri að byrja að gjósa.“ Ragnar Axelsson ljósmyndari flaug yfir svæðið í dag og náði þessum mögnuðu myndum af gígnum. Litbrigðin eru ótrúleg í fallegri Þorláksmessubirtunni. Heillandi litir við gíginn í sólinni. Hér rann rauðglóandi hraun fyrir örfáum mánuðum. vísir/rax Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Náttúruhamfarir Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. 23. desember 2021 12:06 Gengur upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara. 23. desember 2021 10:16 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Gufur stíga enn upp úr gígnum eftir gosið. Þetta kallast afgösun og hefur verið viðvarandi frá því að hraun hætti að renna upp úr gígnum. Gæti gosið fyrirvaralaust Þó mun minna hafi verið um stóra skjálfta í dag en í gær hefur ekkert hægt á skjálftahrinunni. Þar hafa mælst á annað þúsund skjálfta frá miðnætti. Skjálftarnir eru allir við gosstöðvarnar eða aðeins sunnan þeirra og allir á um 5 til 8 kílómetra dýpi. Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjallivísir/RAX Staðan er í raun óbreytt frá því í gær; það gæti gosið fyrirvaralaust og er óvissustig enn í gangi á svæðinu. Eins og náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar sagði við okkur í dag: „Þessir skjálftar eru í raun fyrirvarinn sem við höfum ef það fer að gjósa. En það er svo mikið af skjálftum sem mælist á svæðinu að við myndum ólíklega sjá það með neinum fyrirvara á mælunum ef það væri að byrja að gjósa.“ Ragnar Axelsson ljósmyndari flaug yfir svæðið í dag og náði þessum mögnuðu myndum af gígnum. Litbrigðin eru ótrúleg í fallegri Þorláksmessubirtunni. Heillandi litir við gíginn í sólinni. Hér rann rauðglóandi hraun fyrir örfáum mánuðum. vísir/rax
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Náttúruhamfarir Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. 23. desember 2021 12:06 Gengur upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara. 23. desember 2021 10:16 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. 23. desember 2021 12:06
Gengur upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara. 23. desember 2021 10:16