
Kökur og tertur

Kransakaka Jóa Fel án kökuforms
Veitingamaðurinn Jóhannes Felixson, jafnan kallaður Jói Fel, deildi uppskrift að kransaköku sem er bökuð án kökuforms, þar sem hringirnir eru mótaðir í höndunum. Nú þegar fermingar eru á næsta leiti er tilvalið að huga að einföldum og góðum veitingum. Þessi kransakaka er bæði hátíðleg og auðveld í framkvæmd.

Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“
Rakel María Hjaltadóttir, hlaupadrottning og ofurskvísa, bakaði girnilegar vatnsdeigsbollur með fyllingu innblásinni af hinu vinsæla Dúbaí-súkkulaði. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi, og því tilvalið að bjóða í bollukaffi um helgina.

Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp
Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa herlegheitin og deilir hér girnilegri uppskrift að girnilegum vatnsdeigbollum með Créme brulée- fyllingu og stökkum sykurhjúp.

Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað
Oddvitar borgarstjórnarflokkanna fimm sem eru í meirihlutaviðræðum hafa verið kallaðir kryddpíurnar eftir að þær borðuð kryddbrauð heima hjá oddvita Samfylkingarinnar í gær. Hér má sjá uppskrift að kryddbrauðinu umtalaða.

Sykurlausar og dísætar smákökur
Helga Gabríela Sigurðardóttir, matreiðslumaður og þriggja barna móðir, er þekkt fyrir að deila hollum og næringaríkum uppskriftum fyrir alla fjölskylduna á samfélagsmiðlum sínum. Nýverið birti hún uppskrift að sykurlausum og dísætum smákökum sem er tilvalið að baka um helgina.

Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar
Það reyndi á þolinmæði og baksturshæfileika Elísabetar Gunnarsdóttur, áhrifavalds og athafnakonu, á hátíðarviðburði Lindu Ben og Örnu mjólkurvara, snemma morguns í vikunni þegar hún fékk það skemmtilega verkefni að baka jólajógúrtköku.

Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben
Jólabaksturinn er rétt handan við hornið og því er kjörið að taka smáforskot á sæluna. Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi uppskrift á vefsíðunni sinni að sörum í nýrri og ljúffengri karamellu útgáfu.

Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu?
Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu er há og hringlaga, skreytt elegant svörtum slaufum, miðað við val á kökum raunveruleikastjarnanna, Ástrósar Traustadóttur og Kylie Jenner. Báðar birtu mynd af sambærilegum kökum á Instagram í tilefni merkra tímamóta í lífi þeirra.

Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus
Nói Síríus opnaði nýjan og glæsilegan uppskriftarvef í gær sem ber nafnið Ljúfa líf. Þar má finna fjölda klassískra og nýrra uppskrifta auk hinna sívinsælu kökubæklinga sem hafa komið úr árlega síðan 1992.

Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna
Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, er farin að telja niður dagana í hrekkjavökuna, sem fer fram þann 31. október næstkomandi. Í tilefni hátíðarinnar deildi hún tveimur hryllilega gómsætum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram sem eru fullkomnar í hrekkjavökuboðið.

Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins
Lakkrístoppurinn sívinsæli er 30 ára í ár. Hann er að mörgu leyti einstakur og um leið ómissandi partur af undirbúningi jólanna hjá mörgum landsmönnum.

Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru
Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi uppskrift að ómóstæðilegum súkkulaðibitakökum sem er tilvalið að baka um helgina.

„Tek bara þátt til að vinna“ - Marthe sigraði uppskriftakeppni Bylgjunnar og Gott í matinn
Marthe Sördal sigraði uppskriftakeppni Gott í matinn og Bylgjunnar. Hátt í fimmtíu uppskriftir bárust dómnefnd sem átti úr vöndu að velja. Senda mátti inn hverskonar uppskrift, kökur, brauð, eða mataruppskriftir, eina skilyrðið var að uppskriftin innihéldi hráefni frá MS.

„Okkar sérsvið liggur í sætindum“ – mæðradagsbombur frá 17 sortum
Mæðradagurinn er á sunnudag og sælkerarnir í 17 sortum bjóða nú upp á dásamlega mæðradagskassa og auðvitað mæðradagsköku í verslunum Hagkaup á höfuðborgarsvæðinu.

Súrsætur og elegant eftirréttur
Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir matarbloggari deildi ljúffengri uppskrift að súrsætum skyreftirrétti á vefsíðunni Döðlur og smjör. Berðu réttinn fram í fallegum glösum sem gerir það bæði þægilegt og elegant.

Frískandi sítrónu-mangóískaka að hætti Jönu
Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur birti uppskrift að ljúffengri og frískandi sítrónu-mangóísköku á Instragram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna af hollari gerðinni og því óhætt að gæða sér á henni með góðri samvisku.

Hátíðleg kransakaka fyrir fermingardaginn
Fermingarnar eru á næsta leiti með tilheyrandi veisluhöldum. Af því tilefni töfraði matarbloggarinn Helga Magga fram hátíðlega kransaköku skreytta fallegum blómum sem væri tilvalin í fermingarveisluna.

Ómótstæðilegir espresso orkubitar
Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að ómótstæðilegum orkubitum með fylgjendum sínum á Instagram. Bitarnir eru dísætir og hollir sem gott er að grípa í til að svala sykurþörfinni með góðri samvisku.

Dönsk pönnukökuterta að hætti verðlaunabakara
Danska sjarmatröllið Frederik Haun deildi uppskrift að einfaldri pönnukökutertu með mascarpone-osti og ferskum berjum á Instagram-síðu sinni. Íslendingar og Danir eiga það sameiginlegt að elska pönnukökur. Ljúffeng terta tilvalin með kaffinu á konudaginn.

Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum
Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf.

Karlmannleg kóngakaka í tilefni af krúnuskiptunum
Í tilefni af krúnuskiptunum næstkomandi sunnudag hefur danska konditoríið La Glace bakað sérstaka Friðriksköku sem verður til sölu á meðan valdatíð Friðriks stendur yfir.

Klassísk skúffukaka að hætti Evu Laufeyjar
Matgæðingurinn og dagskrárgerðarkonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir kann sitthvað fyrir sér í bakstrinum og deilir uppskrift að klassískri súkkulaðiköku með fylgjendum sínum á Instagram.

Smákökudeigin sprengja alla skala
Það virðist vera sem hátíðlegur smákökuilmur muni verða ríkjandi á mörgum heimilum fyrir þessi jólin ef marka má viðtökurnar sem Eitt Sett og Pipp smákökudeigin frá Kötlu, sem framleidd eru í samstarfi við Nóa Síríus, hafa hlotið en deigin hafa svo sannarlega slegið í gegn.

Eva Laufey hélt hræðilegt hrekkjavökuboð
Bakstursdrottningin og markaðsstýran Eva Laufey Hermannsdóttir Kjaran elskar að eigin sögn hrekkjavökuna. Hún lét því sitt ekki eftir liggja og galdraði fram glæsilegt veisluborð í tilefni dagsins.

Fimmti þáttur af Kökukasti: „Hann átti þetta skilið“
Fimmti þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á þriðjudögum.

Fjórði þáttur af Kökukasti: Spennan í hámarki
Fjórði þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.

Nýi liturinn hannaður til að virkja sköpunargáfuna í eldhúsinu
Hibiscus, litur ársins 2023 frá KitchenAid, er nú loksins fáanlegur á Íslandi. Liturinn laðar okkur að nýjum upplifunum innan sem utan eldhússins.

Kaka ársins 2023 komin í sölu
Kaka ársins 2023 var afhent matvælaráðherra í dag. Kakan kemur úr smiðju Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur í Mosfellsbakaríi.

„Lífið snýst ekki lengur um að skara fram úr og vinna alla daga“
„Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,“ segir hin dugmikla, jákvæða og 21 árs gamla Elonora Rós í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag.

Sjö ára gamall viðskiptajöfur safnar fyrir PlayStation með kökusölu
„Margur er knár þó hann sé smár,“ segir í máltækinu og er hinn sjö ára gamli Víkingur Darri Traustason frábært dæmi um það. Víking dreymir um að eignast PlayStation leikjatölvu. Hann ákvað því að byrja með kökusölu fyrir vini og vandamenn, í von um að geta einn daginn keypt sér leikjatölvuna.