Stangveiði Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Hér er smá veiðisaga sem við fengum senda ásamt mynd af þremur ættliðum í veiði. Við erum búnir að fá mikið af skemmtilegum myndum og viljum endilega hvetja ykkur til að deila með okkur ykkar skemmtilegustu veiðistundum í sumar. Við fögnum líka myndum þar sem verið er að planka við bakkann. Erum að skoða möguleikann að vera með "plank" myndakeppni, meira um það síðar. Veiði 16.8.2011 10:08 Góður morgun í Víðidalnum í gær Eftir rólegt sumar á norðvesturlandinu kom gott skot í morgun í Víðidalsá en 16 laxar veiddust vaktinni og voru veiðimenn einnig að missa eitthvað af laxi. Mest hefur veiðst á neðstu svæðunum og þá helsta á gárutúbur og smáar flugur. Það hefur vantað rigningu á svæðinu en það rigndi í gærkvöldi og má það þakka góðri veiði í morgun. Veiði 16.8.2011 09:43 Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Við heyrðum í veiðimönnum sem voru í Stóru Laxá svæði I og II í morgun. Þeir settu í 16 laxa og náðu 11 af þeim á land. Allt fékkst þetta á micro flugur og sögðu þeir nóg af laxi vera í áni. Fyrir þetta heyrðu við af níu löxum á sama svæði um helgina og sáu þeir veiðimenn lax ganga upp á efri svæði. Þetta eru góðar fréttir frá Stóru Laxá en hún er þekkt fyrir góða veiði seinnipart sumars. Veiði 16.8.2011 09:39 1.279 laxar úr Rangánum á viku Veiðin í Rangánum hefur verið mjög góð undanfarið. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að í síðustu viku voru skráðir 3.726 laxar á land í þekktustu ám landsins, þar af voru 1.279 laxar úr Rangánum og því næstum þriðji hver lax sem veiðist þessa dagana úr Rangánum. Veiði 15.8.2011 16:02 Á að seinka opnun í gæsaveiðinni? Eftir afskaplega kalt vor hafa menn rætt það í alvöru sín á milli að of snemmt sé að hefja gæsaveiðar þetta árið 20. ágúst eins og venjan er. Ástæðan er sú að víða um land, þá sérstaklega á norður og austurlandi eru ungarnir ennþá litlir, ófleygir og margir ennþá í dún. Veiði 15.8.2011 15:13 Hull skotin á sama verði og í fyrra Vesturröst hefur fengið Ensku Hull skotin vinsælu, í gæsa skotum og leirdúfuskotum og er þau á sama verði og í fyrra sem þykir gott í dag. Veiðimenn hafa alveg fundið fyrir því að skot hafa hækkað mikið frá 2008 þannig að það er fagnaðarefni að finna skot í dag sem hafa meira og minna verið á sama verði í 3 ár. Veiði 15.8.2011 15:07 Meðalár í Andakílsá Á hádegi í gær voru komnir á land 106 laxar úr Andakílsá. Þetta eru öllu raunhæfari tölur úr ánni heldur en sést hafa undanfarin ár. Veiði 15.8.2011 15:05 Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði í Stóra Fossvatni hefur verið mjög góð síðustu tvær vikurnar. Í 8. viku komu 424 fiskar á land. Flestir veiddust á beitu á Síldarplaninu, en opnað var þar fyrir aðrar veiðiaðferðir en fluguveiði 1. ágúst, eins og undanfarin ár. Jafnframt hefur veiðst vel á fluguna á öðrum svæðum í vatninu. Heildarveiðin í vatninu er 2052 fiskar. Veiði 15.8.2011 15:03 Heitar flugur frá Veiðiflugum Núna þegar stórir laxar eru að koma á land er auðvitað alltaf spurt hvað fiskurinn tók. Margir eiga sér uppáhalds haustflugur og sumar þeirra eru sígildar en lítið notaðar að mér finnst. Má þar nefna flugur eins og White Wing sem er frábær fluga í september veiðina þegar rökkva tekur á kvöldin. Sama má segja um Thunder & Lighting, Half & Half, Iða, Krafla svo að nokkrar séu nefndar. En tvær flugur hafa klárlega öðlast sess á þessu ári sem tískuflugur meðal þeirra sem eru að reyna ná stórlaxi þetta árið. Veiði 15.8.2011 11:15 Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu Við vorum að koma af Jöklusvæðinu og það má með sanni segja að þar syndi tröllin í djúpunum. Á einum og hálfum degi settum við í þrettán laxa og náðum ekki nema þremur á land. En þeir voru allir eins, allt hrygnur um 75 sm langar. Veiði 15.8.2011 09:55 Flottir urriðar úr Kleifarvatni Það er greinilega mjög misjafn hvaða tegundir menn eru að fá eftir því hvaða agn er notað sem og eftir því hvar í vatninu menn eru að veiða. Þann 1. ágúst fékk Halldór glæsilega bleikjuveiði þar sem stærsta bleikjan var um 5 pund. Veiði 14.8.2011 20:01 Góð veiði í Mýrarkvísl Það virðist vera nóg af laxi í Mýrarkvísl um þessar mundir. Veiðimenn sem voru við veiðar þar í einn dag rétt fyrir helgi urðu varir við mikið af laxi og náðu að landa 8 löxum sem verður að teljast fín veiði. Það varð vart við laxa á öllum svæðum, mest þó á efri svæðunum og alveg ljóst að veiðimenn geta átt von á góðri veiði í Kvíslinni í haust. Veiði 14.8.2011 19:58 Mjög gott í Langá Í norðanátt og kulda skilaði Langá á Mýrum 175 löxum síðustu viku og er heildarveiðin svipuð og á sama tíma fyrir ári. Mikill lax er í ánni og fiskur enn að ganga. Að sögn Ólafs FInnbogasonar þá eru veiddir laxar á hadegi í dag 1.116 talsins og er það meiri veiði en á sama tíma í fyrra, en sumarið 2010 fór Langá yfir 2.200 laxa veiði. Veiði 14.8.2011 19:53 Metsumar í vændum í Svalbarðsá? ,Ég er búinn að vera leiðsögumaður við Svalbarðsá um fimm ára skeið og ég hef ekki fyrr séð jafn mikið af laxi í ánni og núna. Laxinn er dreifður um alla ána. Gljúfrin eru pökkuð af laxi og það er einnig mjög mikið af laxi í neðri hluta árinnar. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði enn eitt metsumarið en mesta veiðin í ánni var í fyrrasumar er 504 laxar voru færðir til bókar."Þetta segir Stefán Hrafnsson leiðsögumaður en hann er nú nýbúinn að aðstoða hóp breskra veiðimanna í Svalbarðsá. Líkt og fram kemur hér annars staðar á síðunni þá hafa veiðimennirnir fengið frábæra veiði og enduðu með 80 laxa á 4 dögum og þar af voru 70-75% tveggja ára lax. Veiði 10.8.2011 21:02 Mikil bleikjuveiði í Hópinu Holl sem var að veiðum í Gljúfurá í Húnaþingi lauk veiðum í dag með 9 laxa og missti annað eins. Töluvert af laxi var í ánni en þess má geta að nú er eingöngu veitt á flugu en það virðist ekki koma að sök því nokkrir af þessum löxum komu upp í "dæmigerðum" maðkastöðum að sumra mati. Veiði 10.8.2011 20:51 Urriðinn á Hrauni Þótt rólegt hafi verið í bleikjunni það sem af er sumri hefur urriðaveiðin austur í Laxá staðið fyrir sínu. Svæðið á Hrauni er þar ekki undanskilið og hafa menn á köflum verið þar í miklum ævintýrum. Urriðinn er vel haldinn og nóg virðist vera af honum og ekki skemmir fyrir að einn og einn lax veiðist. Veiði 10.8.2011 18:01 Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Fyrir rúmum tuttugu árum var svipað hlutfall af bleikju og urriða í Elliðavatni en nú hefur það breyst. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, segir margt benda til þess að nú á seinni árum sé bleikjan orðin ansi fáliðuð í vatninu. Tilraunaveiðar undanfarinna ára sýni að hlutfall bleikju í vatninu sé tæplega 10 prósent og urriða um 90 prósent. Veiði 11.8.2011 17:13 Sækir sér í soðið í Elliðavatn Elliðavatn er lítil veiðiperla innan borgarmarkanna. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Bleikjan á undir högg að sækja. Geir Thorsteinsson veiðimaður hefur stundað veiði í vatninu í 56 ár. Veiði 11.8.2011 17:10 Há meðalþyngd áberandi Stórlaxar eru að halda uppi veiðinni í ám á Norður- og Norðausturlandi. Á sama tíma og smálaxagöngur eru með ágætyum víðast hvar Sunnan- og Vestanlands, eru þær daufar í fyrrnefndu landshlutunum. Há meðalþyngd staðfestir þetta. Veiði 10.8.2011 17:51 Veiðimaðurinn kominn út Nýjasta tölublað Veiðimannsins er komið út. Meðal annars er rætt við Gunnlaug Sigurðsson sem opnaði Elliðaárnar þetta árið og veiðiklóna Sæunni Óskarsdóttur Veiði 10.8.2011 17:49 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Frábær veiði hefur verið í Brynjudalsá undanfarið. Það voru Spánverjar við veiðar í fimm daga í áni og fengu þeir 43 laxa. Sögðu þeir gríðarlega mikinn fisk vera í ánni. Þeir lönduðu tíu löxum síðasta daginn en það ánægjulegasta við tíðindin er að átta laxar af þessum tíu veiddust inn á dal, ofan fossa á flugusvæðinu. Það er því ekki aðeins mikið af laxi heldur virðist hann einnig vera farinn að dreifa sér vel um alla á en breytingar voru gerðar við laxastiga í ánni í vetur. Veiði 10.8.2011 17:47 300 laxa helgi í Eystri Rangá Eystri Rangá heldur áfram að skila góðri veiði. Eins og við sögðum frá fyrir helgi var veiðin á fimmtudeginum 142 laxar og var það met dagur í áni hingað til í sumar. Veiðin var í sama fari á föstudeginum hann gaf 140 laxa á land. Veiði 10.8.2011 17:44 Ótrúleg meðalþyngd úr Laxá Meðallengd veiddra laxa á Nesveiðum fram til þessa er 84 sentimetrar. Í morgun veiddist 26 punda lax í Presthyl auk þess sem nokkrir "smærri" veiddust. Veiði 10.8.2011 17:41 Góður gangur í Fnjóská Ágætis veiði hefur verið undanfarið á laxasvæðunum í Fnjóská og rúmlega 350 laxar hafa verið færðir til bókar samkvæmt heimasíðu Flúða. Veiði 10.8.2011 17:39 Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Það er stórlaxahrina á Nesveiðum í Aðaldal um þessar mundir. Í gær fékkst 25 punda lax í Höfuðhyl og í morgun fékkst annar á Grundarhorni. Ótaldir eru 20-22 punda laxar. Veiði 10.8.2011 17:37 Blikastaðaós í Korpu er pakkaður af laxi Ágæt veiði hefur verið í Korpu/Úlfarsá að undanförnu. Vatnsmagn er með besta móti og gríðarlegt magn af laxi sést í árósnum við Blikastaðavog á hverju flóði. Að sögn Júlíusar Ásbjörnssonar veiðivarðar er það mikið sjónarspil að fylgjast með laxatorfunum á vognum, stökkvandi laxar út um allt og oftar en ekki eru það þaulsetnir veiðimenn á neðsta veiðistaðnum sem fæla laxinn frá því að ganga upp í ána. Veiði 7.8.2011 21:59 Frábært í Hítará Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur. Veiði 8.8.2011 07:39 Veiðin gengur vel í Mýrarkvísl Veiðin er búin að góð í Mýrarkvísl í sumar. Seinasta holl var með 18 laxa á þremur dögum sem er bara stórfínt. Þar af voru 5 stórlaxar og eru þá búnir að veiðast sennilega um 15-20 stórlaxar úr ánni af 49 löxum sem er alveg ótrúlegt flott hlutfall. Þar af hefur einn 97 cm veiðst ásam einum 96 cm maríulaxi og einum 90 cm svo eru alveg hrikalegir drekar að sveima up gljúfrin á svæði 2 þarf af einn sem eru ekki undir 25 pundum sem hefur legið í veiðistaðnum Stokk í allt sumar. Hann kemur reglulega upp og kíkir á veiðimennina sem alla jafna taka andköf. Veiði 8.8.2011 07:30 Góð veiði í veiðivötnum Í 7. viku veiddust 1917 fiskar í Veiðivötnum. Alls hafa 16846 fiskar veiðst það sem af er sumri og þrjár vikur eftir af stangveiðitímanum. Mest veiddist sem fyrr í Litlasjó, 742 fiskar komu á land í 7. viku. Í Stóra Fossvatni var besta vika sumarsins, 405 fiskar veiddust. Þar kom einnig á land stærsti fiskurinn úr vatninu þetta sumari, 7,2 pd. Stórir fiskar veiddust víðar, 12 pd fiskur kom á land í Hraunvötnum og 6 pd fiskur í Eskivatni, sem er óvenjulegt fyrir þetta smábleikjuvatn. Veiði 7.8.2011 17:30 Veiðin að glæðast í Varmá Veiðin í Varmá-Þorleifslæk er farin að glæðast, yfir 20 sjóbirtingar hafa verið skráðir í veiðibók undanfarið ásamt fjórum löxum. Veiðimenn sem hafa verið að veiða síðustu daga hafa m.a. orðið varir við mikið af fiski stökkvandi í Reykjafossi. Veiði 7.8.2011 17:27 « ‹ 80 81 82 83 84 85 86 87 88 … 94 ›
Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Hér er smá veiðisaga sem við fengum senda ásamt mynd af þremur ættliðum í veiði. Við erum búnir að fá mikið af skemmtilegum myndum og viljum endilega hvetja ykkur til að deila með okkur ykkar skemmtilegustu veiðistundum í sumar. Við fögnum líka myndum þar sem verið er að planka við bakkann. Erum að skoða möguleikann að vera með "plank" myndakeppni, meira um það síðar. Veiði 16.8.2011 10:08
Góður morgun í Víðidalnum í gær Eftir rólegt sumar á norðvesturlandinu kom gott skot í morgun í Víðidalsá en 16 laxar veiddust vaktinni og voru veiðimenn einnig að missa eitthvað af laxi. Mest hefur veiðst á neðstu svæðunum og þá helsta á gárutúbur og smáar flugur. Það hefur vantað rigningu á svæðinu en það rigndi í gærkvöldi og má það þakka góðri veiði í morgun. Veiði 16.8.2011 09:43
Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Við heyrðum í veiðimönnum sem voru í Stóru Laxá svæði I og II í morgun. Þeir settu í 16 laxa og náðu 11 af þeim á land. Allt fékkst þetta á micro flugur og sögðu þeir nóg af laxi vera í áni. Fyrir þetta heyrðu við af níu löxum á sama svæði um helgina og sáu þeir veiðimenn lax ganga upp á efri svæði. Þetta eru góðar fréttir frá Stóru Laxá en hún er þekkt fyrir góða veiði seinnipart sumars. Veiði 16.8.2011 09:39
1.279 laxar úr Rangánum á viku Veiðin í Rangánum hefur verið mjög góð undanfarið. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að í síðustu viku voru skráðir 3.726 laxar á land í þekktustu ám landsins, þar af voru 1.279 laxar úr Rangánum og því næstum þriðji hver lax sem veiðist þessa dagana úr Rangánum. Veiði 15.8.2011 16:02
Á að seinka opnun í gæsaveiðinni? Eftir afskaplega kalt vor hafa menn rætt það í alvöru sín á milli að of snemmt sé að hefja gæsaveiðar þetta árið 20. ágúst eins og venjan er. Ástæðan er sú að víða um land, þá sérstaklega á norður og austurlandi eru ungarnir ennþá litlir, ófleygir og margir ennþá í dún. Veiði 15.8.2011 15:13
Hull skotin á sama verði og í fyrra Vesturröst hefur fengið Ensku Hull skotin vinsælu, í gæsa skotum og leirdúfuskotum og er þau á sama verði og í fyrra sem þykir gott í dag. Veiðimenn hafa alveg fundið fyrir því að skot hafa hækkað mikið frá 2008 þannig að það er fagnaðarefni að finna skot í dag sem hafa meira og minna verið á sama verði í 3 ár. Veiði 15.8.2011 15:07
Meðalár í Andakílsá Á hádegi í gær voru komnir á land 106 laxar úr Andakílsá. Þetta eru öllu raunhæfari tölur úr ánni heldur en sést hafa undanfarin ár. Veiði 15.8.2011 15:05
Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði í Stóra Fossvatni hefur verið mjög góð síðustu tvær vikurnar. Í 8. viku komu 424 fiskar á land. Flestir veiddust á beitu á Síldarplaninu, en opnað var þar fyrir aðrar veiðiaðferðir en fluguveiði 1. ágúst, eins og undanfarin ár. Jafnframt hefur veiðst vel á fluguna á öðrum svæðum í vatninu. Heildarveiðin í vatninu er 2052 fiskar. Veiði 15.8.2011 15:03
Heitar flugur frá Veiðiflugum Núna þegar stórir laxar eru að koma á land er auðvitað alltaf spurt hvað fiskurinn tók. Margir eiga sér uppáhalds haustflugur og sumar þeirra eru sígildar en lítið notaðar að mér finnst. Má þar nefna flugur eins og White Wing sem er frábær fluga í september veiðina þegar rökkva tekur á kvöldin. Sama má segja um Thunder & Lighting, Half & Half, Iða, Krafla svo að nokkrar séu nefndar. En tvær flugur hafa klárlega öðlast sess á þessu ári sem tískuflugur meðal þeirra sem eru að reyna ná stórlaxi þetta árið. Veiði 15.8.2011 11:15
Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu Við vorum að koma af Jöklusvæðinu og það má með sanni segja að þar syndi tröllin í djúpunum. Á einum og hálfum degi settum við í þrettán laxa og náðum ekki nema þremur á land. En þeir voru allir eins, allt hrygnur um 75 sm langar. Veiði 15.8.2011 09:55
Flottir urriðar úr Kleifarvatni Það er greinilega mjög misjafn hvaða tegundir menn eru að fá eftir því hvaða agn er notað sem og eftir því hvar í vatninu menn eru að veiða. Þann 1. ágúst fékk Halldór glæsilega bleikjuveiði þar sem stærsta bleikjan var um 5 pund. Veiði 14.8.2011 20:01
Góð veiði í Mýrarkvísl Það virðist vera nóg af laxi í Mýrarkvísl um þessar mundir. Veiðimenn sem voru við veiðar þar í einn dag rétt fyrir helgi urðu varir við mikið af laxi og náðu að landa 8 löxum sem verður að teljast fín veiði. Það varð vart við laxa á öllum svæðum, mest þó á efri svæðunum og alveg ljóst að veiðimenn geta átt von á góðri veiði í Kvíslinni í haust. Veiði 14.8.2011 19:58
Mjög gott í Langá Í norðanátt og kulda skilaði Langá á Mýrum 175 löxum síðustu viku og er heildarveiðin svipuð og á sama tíma fyrir ári. Mikill lax er í ánni og fiskur enn að ganga. Að sögn Ólafs FInnbogasonar þá eru veiddir laxar á hadegi í dag 1.116 talsins og er það meiri veiði en á sama tíma í fyrra, en sumarið 2010 fór Langá yfir 2.200 laxa veiði. Veiði 14.8.2011 19:53
Metsumar í vændum í Svalbarðsá? ,Ég er búinn að vera leiðsögumaður við Svalbarðsá um fimm ára skeið og ég hef ekki fyrr séð jafn mikið af laxi í ánni og núna. Laxinn er dreifður um alla ána. Gljúfrin eru pökkuð af laxi og það er einnig mjög mikið af laxi í neðri hluta árinnar. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði enn eitt metsumarið en mesta veiðin í ánni var í fyrrasumar er 504 laxar voru færðir til bókar."Þetta segir Stefán Hrafnsson leiðsögumaður en hann er nú nýbúinn að aðstoða hóp breskra veiðimanna í Svalbarðsá. Líkt og fram kemur hér annars staðar á síðunni þá hafa veiðimennirnir fengið frábæra veiði og enduðu með 80 laxa á 4 dögum og þar af voru 70-75% tveggja ára lax. Veiði 10.8.2011 21:02
Mikil bleikjuveiði í Hópinu Holl sem var að veiðum í Gljúfurá í Húnaþingi lauk veiðum í dag með 9 laxa og missti annað eins. Töluvert af laxi var í ánni en þess má geta að nú er eingöngu veitt á flugu en það virðist ekki koma að sök því nokkrir af þessum löxum komu upp í "dæmigerðum" maðkastöðum að sumra mati. Veiði 10.8.2011 20:51
Urriðinn á Hrauni Þótt rólegt hafi verið í bleikjunni það sem af er sumri hefur urriðaveiðin austur í Laxá staðið fyrir sínu. Svæðið á Hrauni er þar ekki undanskilið og hafa menn á köflum verið þar í miklum ævintýrum. Urriðinn er vel haldinn og nóg virðist vera af honum og ekki skemmir fyrir að einn og einn lax veiðist. Veiði 10.8.2011 18:01
Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Fyrir rúmum tuttugu árum var svipað hlutfall af bleikju og urriða í Elliðavatni en nú hefur það breyst. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, segir margt benda til þess að nú á seinni árum sé bleikjan orðin ansi fáliðuð í vatninu. Tilraunaveiðar undanfarinna ára sýni að hlutfall bleikju í vatninu sé tæplega 10 prósent og urriða um 90 prósent. Veiði 11.8.2011 17:13
Sækir sér í soðið í Elliðavatn Elliðavatn er lítil veiðiperla innan borgarmarkanna. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Bleikjan á undir högg að sækja. Geir Thorsteinsson veiðimaður hefur stundað veiði í vatninu í 56 ár. Veiði 11.8.2011 17:10
Há meðalþyngd áberandi Stórlaxar eru að halda uppi veiðinni í ám á Norður- og Norðausturlandi. Á sama tíma og smálaxagöngur eru með ágætyum víðast hvar Sunnan- og Vestanlands, eru þær daufar í fyrrnefndu landshlutunum. Há meðalþyngd staðfestir þetta. Veiði 10.8.2011 17:51
Veiðimaðurinn kominn út Nýjasta tölublað Veiðimannsins er komið út. Meðal annars er rætt við Gunnlaug Sigurðsson sem opnaði Elliðaárnar þetta árið og veiðiklóna Sæunni Óskarsdóttur Veiði 10.8.2011 17:49
43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Frábær veiði hefur verið í Brynjudalsá undanfarið. Það voru Spánverjar við veiðar í fimm daga í áni og fengu þeir 43 laxa. Sögðu þeir gríðarlega mikinn fisk vera í ánni. Þeir lönduðu tíu löxum síðasta daginn en það ánægjulegasta við tíðindin er að átta laxar af þessum tíu veiddust inn á dal, ofan fossa á flugusvæðinu. Það er því ekki aðeins mikið af laxi heldur virðist hann einnig vera farinn að dreifa sér vel um alla á en breytingar voru gerðar við laxastiga í ánni í vetur. Veiði 10.8.2011 17:47
300 laxa helgi í Eystri Rangá Eystri Rangá heldur áfram að skila góðri veiði. Eins og við sögðum frá fyrir helgi var veiðin á fimmtudeginum 142 laxar og var það met dagur í áni hingað til í sumar. Veiðin var í sama fari á föstudeginum hann gaf 140 laxa á land. Veiði 10.8.2011 17:44
Ótrúleg meðalþyngd úr Laxá Meðallengd veiddra laxa á Nesveiðum fram til þessa er 84 sentimetrar. Í morgun veiddist 26 punda lax í Presthyl auk þess sem nokkrir "smærri" veiddust. Veiði 10.8.2011 17:41
Góður gangur í Fnjóská Ágætis veiði hefur verið undanfarið á laxasvæðunum í Fnjóská og rúmlega 350 laxar hafa verið færðir til bókar samkvæmt heimasíðu Flúða. Veiði 10.8.2011 17:39
Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Það er stórlaxahrina á Nesveiðum í Aðaldal um þessar mundir. Í gær fékkst 25 punda lax í Höfuðhyl og í morgun fékkst annar á Grundarhorni. Ótaldir eru 20-22 punda laxar. Veiði 10.8.2011 17:37
Blikastaðaós í Korpu er pakkaður af laxi Ágæt veiði hefur verið í Korpu/Úlfarsá að undanförnu. Vatnsmagn er með besta móti og gríðarlegt magn af laxi sést í árósnum við Blikastaðavog á hverju flóði. Að sögn Júlíusar Ásbjörnssonar veiðivarðar er það mikið sjónarspil að fylgjast með laxatorfunum á vognum, stökkvandi laxar út um allt og oftar en ekki eru það þaulsetnir veiðimenn á neðsta veiðistaðnum sem fæla laxinn frá því að ganga upp í ána. Veiði 7.8.2011 21:59
Frábært í Hítará Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur. Veiði 8.8.2011 07:39
Veiðin gengur vel í Mýrarkvísl Veiðin er búin að góð í Mýrarkvísl í sumar. Seinasta holl var með 18 laxa á þremur dögum sem er bara stórfínt. Þar af voru 5 stórlaxar og eru þá búnir að veiðast sennilega um 15-20 stórlaxar úr ánni af 49 löxum sem er alveg ótrúlegt flott hlutfall. Þar af hefur einn 97 cm veiðst ásam einum 96 cm maríulaxi og einum 90 cm svo eru alveg hrikalegir drekar að sveima up gljúfrin á svæði 2 þarf af einn sem eru ekki undir 25 pundum sem hefur legið í veiðistaðnum Stokk í allt sumar. Hann kemur reglulega upp og kíkir á veiðimennina sem alla jafna taka andköf. Veiði 8.8.2011 07:30
Góð veiði í veiðivötnum Í 7. viku veiddust 1917 fiskar í Veiðivötnum. Alls hafa 16846 fiskar veiðst það sem af er sumri og þrjár vikur eftir af stangveiðitímanum. Mest veiddist sem fyrr í Litlasjó, 742 fiskar komu á land í 7. viku. Í Stóra Fossvatni var besta vika sumarsins, 405 fiskar veiddust. Þar kom einnig á land stærsti fiskurinn úr vatninu þetta sumari, 7,2 pd. Stórir fiskar veiddust víðar, 12 pd fiskur kom á land í Hraunvötnum og 6 pd fiskur í Eskivatni, sem er óvenjulegt fyrir þetta smábleikjuvatn. Veiði 7.8.2011 17:30
Veiðin að glæðast í Varmá Veiðin í Varmá-Þorleifslæk er farin að glæðast, yfir 20 sjóbirtingar hafa verið skráðir í veiðibók undanfarið ásamt fjórum löxum. Veiðimenn sem hafa verið að veiða síðustu daga hafa m.a. orðið varir við mikið af fiski stökkvandi í Reykjafossi. Veiði 7.8.2011 17:27