Vatnsá og Skógará seinar í gang Af Vötn og Veiði skrifar 24. ágúst 2011 08:16 Laxi landað neðan Frúarhyls í Vatnsá Mynd af www.votnogveidi.is Af vefnum hjá Vötn og Veiði fengum við þessa frétt: "Við höfum verið að bíða eftir pistli frá Ásgeiri Ásmundssyni leigutaka Skógár og umsjónarmanni Vatnsár, en höfðum heyrt utan af okkur að veiðin hefði farið heldur seint í gang miðað við síðustu ár. Nú kom pistillinn og orðrómurinn kom á daginn. Ásgeir skrifar: „Fyrstu laxar sumarsins sáust ekki fyrr en um mánaðarmótin síðustu í Vatnsá og það voru ekki stórir hópar af laxi sem komu þá. En allt hefur breyst frá þeim tíma og fiskur kominn um allt. Vatnsá hefur verið bakkafull af vatni í sumar og er hálf sérstakt að heyra að fiskur sé tregur við slíkar aðstæður en veiðimenn hafa verið að sjá fisk víða sem ekkert hreyfir við agni. Þessu sumri má meira líkja við vertíðina frægu frá 2007 en það ár veiddi Guðmundur Guðjónsson ritstjóri einmitt fyrsta laxinn í kringum 10 ágúst og svo varð allt vitlaust 10 dögum seinna, en nú er bara að sjá hvort allt detti ekki í gang með látum líkt og alltaf í Vatnsá, en þetta er nú ásamt Skógá einhverjar allra mestu síðsumarsár á landinu og hefur september verið að gefa uppí 80% af heildarveiði sum árin". Meira um þetta á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3997 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Boltar í Baugstaðarós Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Af vefnum hjá Vötn og Veiði fengum við þessa frétt: "Við höfum verið að bíða eftir pistli frá Ásgeiri Ásmundssyni leigutaka Skógár og umsjónarmanni Vatnsár, en höfðum heyrt utan af okkur að veiðin hefði farið heldur seint í gang miðað við síðustu ár. Nú kom pistillinn og orðrómurinn kom á daginn. Ásgeir skrifar: „Fyrstu laxar sumarsins sáust ekki fyrr en um mánaðarmótin síðustu í Vatnsá og það voru ekki stórir hópar af laxi sem komu þá. En allt hefur breyst frá þeim tíma og fiskur kominn um allt. Vatnsá hefur verið bakkafull af vatni í sumar og er hálf sérstakt að heyra að fiskur sé tregur við slíkar aðstæður en veiðimenn hafa verið að sjá fisk víða sem ekkert hreyfir við agni. Þessu sumri má meira líkja við vertíðina frægu frá 2007 en það ár veiddi Guðmundur Guðjónsson ritstjóri einmitt fyrsta laxinn í kringum 10 ágúst og svo varð allt vitlaust 10 dögum seinna, en nú er bara að sjá hvort allt detti ekki í gang með látum líkt og alltaf í Vatnsá, en þetta er nú ásamt Skógá einhverjar allra mestu síðsumarsár á landinu og hefur september verið að gefa uppí 80% af heildarveiði sum árin". Meira um þetta á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3997 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Boltar í Baugstaðarós Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði