Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2011 08:45 Á vef veiðivatna má sjá nýjustu upplýsingar um veiði í vötnunum. Þó veiðin sé minni en í fyrra fiskast ennþá vel og er svo komið að 20.000 fiskar hafa veiðst í vötnunum hingað til. Hér er fréttin af síðu veiðivatna wwwveidivotn.is Veiðin í Veiðivötnum er nú komin yfir 20000 fiska. Í síðustu viku veiddust 1389 fiskar, mest urriðar og heildarveiðin er 20027 fiskar. Veiði á bleikju hefur dottið niður síðustu vikurnar, bæði vegna þess að bleikjan er tregari til að taka síðsumars og eins sjást varla veiðimenn í bleikjuvötnunum. Þetta er synd því virkilega er þörf á því að auka veiði á bleikjunni og auk þess er hún góður matfiskur. Flestir veiðimenn standa þessa dagana í Litlasjó, Grænavatni og Stóra Fossvatni og reyna við stórfiskana. Mest veiddist í Litlasjó í 9. viku. Þar veiddust 527 fiskar og eru 5780 fiskar komir þar á land í sumar. Mjög vel veiddist einnig í Stóra Fossvatni, 351 fiskur. Þar hafa veiðst 2403 fiskar í sumar sem verður að teljast frábært. Hæst meðalþyngd er áfram í Ónefndavatni og Grænavatni (3,14-3,57 pd). Meðalþyngd í Litlasjó er 2,8 pd. Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 12,0 pd í 7. viku. Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Á vef veiðivatna má sjá nýjustu upplýsingar um veiði í vötnunum. Þó veiðin sé minni en í fyrra fiskast ennþá vel og er svo komið að 20.000 fiskar hafa veiðst í vötnunum hingað til. Hér er fréttin af síðu veiðivatna wwwveidivotn.is Veiðin í Veiðivötnum er nú komin yfir 20000 fiska. Í síðustu viku veiddust 1389 fiskar, mest urriðar og heildarveiðin er 20027 fiskar. Veiði á bleikju hefur dottið niður síðustu vikurnar, bæði vegna þess að bleikjan er tregari til að taka síðsumars og eins sjást varla veiðimenn í bleikjuvötnunum. Þetta er synd því virkilega er þörf á því að auka veiði á bleikjunni og auk þess er hún góður matfiskur. Flestir veiðimenn standa þessa dagana í Litlasjó, Grænavatni og Stóra Fossvatni og reyna við stórfiskana. Mest veiddist í Litlasjó í 9. viku. Þar veiddust 527 fiskar og eru 5780 fiskar komir þar á land í sumar. Mjög vel veiddist einnig í Stóra Fossvatni, 351 fiskur. Þar hafa veiðst 2403 fiskar í sumar sem verður að teljast frábært. Hæst meðalþyngd er áfram í Ónefndavatni og Grænavatni (3,14-3,57 pd). Meðalþyngd í Litlasjó er 2,8 pd. Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum, 12,0 pd í 7. viku.
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði